Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 35 UMRÆÐAN helgin ❊ kemur í dag! helgin er nýtt vikublað sem berst landsmönnum í póstkassann í dag í blaðinu eru frábær tilboð auglýsenda ásamt tillögum að afþreyingu helgarinnar helginni er dreift í 100 þúsund eintökum um land allt helg in V I K U L E G Afim m tu d a g u r 2 5 11 0 4 ljósm ynd gs B u b b i - æ v i n t ý r i u p p á l í f o g d a u ð a v i ð t ö l • k r o s s g á t a • d a g s k r á h e l g a r i n n a r • a f þ r e y i n g • s k e m m t u n ❊ góða helg i Bubbi Morthens gefur sérstaklega mikið af sér þessi misserin. „Ætli maður þurfi ekki að vera sjálfhverfur svo maður geti afkastað svona miklu,“ segir hann í viðtali á bls. 8, þar sem m.a. er rætt um nýútkomna barnabók hans sem byggist á því hve stórkostlegur íslenski laxinn er. Örgjörvi: AMD Athlon 2600+ Vinnsluminni: 256mb DDR333 PC2700 Harður diskur: 40gb(ATA 100/5400rpm) Skjákort: Innbyggt 32mb Acer Aspire T120 Örgjörvi: Intel Pentium 4 2.8Ghz Vinnsluminni: 512mb DDR333 PC2700 Harður diskur: 80gb (ATA 100/7200rpm) Skjákort: GeForce FX 5200 128mb, TV-Out, DVI Acer Aspire T310 Acer Aspire T130 Örgjörvi: AMD Athlon 64-Bita 3200+ Vinnsluminni: 512mb DDR333 PC2700 Harður diskur: 160gb (ATA 100/5400rpm) Skjákort: GeForce FX 5500 128mb Geisladrif: CD Skrifari / DVD Skrifari (+ / -) Netkort: 10/100mbit Hljóðkort: Avance AC97 innbyggt Stýrikerfi: Windows XP Home Hugbúnaður: Works Suite Media Bay (kort sem les SD, Memory Stick, Compact Flash og Smart Media) Hátalarar, lyklaborð og mús fylgja Í ÖLLUM VÉLUM ER: 8.325,-á mán.*6.658,-á mán.*4.992,-á mán.* Fullt verð: 79.900,- tækni Fullt verð: 99.900,- SVAR TÆKNI - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS *Lánþegi greiðir 3,5 % stimpil- og lántökugjald að auki. Á vaxtalausu tilboði í 12 mánuði! AÐ AUKI ÞÁ BYRJAR ÞÚ EKKI AÐ BORGA FYRR EN 1. FEB. FRÁBÆR MARGMIÐLUNARTÖLVA Skjár er aukabúnaður á mynd Fullt verð: 59.900,- Lyfja Lágmúla og Lyfja Smáratorgi Opið 8-24 alla daga auglýsingapantanir í síma 569 1111 V I K U L E G A Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 www.ef.is • Hagstætt verð HVAÐ eiga jafnólíkir menn og Jó- hannes Jónsson Bónusforstjóri, Þór Whitehead prófessor og Ólafur Eg- ilsson sendiherra sameiginlegt þessa dagana? Svarið kemur kannski einhverjum á óvart: Þeir eru allir ein- dregið á móti nýjustu skipulagshugmyndum á Seltjarnarnesi. Ekki eru þeir einir um að sameinast um þessa skoðun, ellefu hundruð bæjarbúa hafa þegar mótmælt með einum eða öðrum hætti. Skipulag getur bæði auðgað og dregið úr lífsgæðum fólks löngu eftir að allir sem að ákvarðanatökunni standa eru sjálfir komnir undir græna torfu. Því er mikilvægt að flokkadrættir og dæg- urmál ráði ekki ferðinni. Afrakstur mikillar vinnu bæj- arfulltrúa og arkitekta, væntanlega með hugmyndir íbúaþingsins að leið- arljósi, hefur nú birst í breyttu að- alskipulagi og nýju deiliskipulagi hluta Seltjarnarness. Þar er að finna margar og merkilegar silkihúfur, sem bera þess ótvíræð merki að ólík- ar hendur hafa barist harkalega um yfirráð yfir skærum, nál og tvinna. Samt er valið ekki erfitt þegar kem- ur að því að nefna hvað helst stingur í augu þegar horft er yfir nýjustu samþykkt bæjarstjórnar og skipu- lagsyfirvalda. Á miðjum Hrólfsskálamelnum, í hjarta miðbæjarins, mun mikill hluti landssvæðisins fara undir gervigras- völl. Hver fermetri húsnæðis hér- lendis er einna dýrastur á Seltjarn- arnesi. og miðbæjarkjarni hvers þéttbýlis talinn verðmeiri en aðrir. Hvað í ósköpunum kostar þá hver fermetri lands sem undir þennan gervigrasvöll fer? Verður þetta kannski hlutfallslega dýrasti gervigrasvöllur í Evrópu? Og varla get- ur það verið vænlegasti kosturinn að í framhjá- hlaupi kafni allir mögu- leikar Seltjarn- arnesskaupstaðar til þess að skipuleggja heildstæðan miðbæj- arkjarna fyrir framtíð- ina. Hvar eiga versl- anir, bankar, þjónustufyrirtæki og kaffihús að vera og hvernig á að tengja þetta allt saman með gervigrasvöllinn kirfilega í miðjunni? Og finnst mönnum engin grimmd í því fólgin að setja völlinn beint við íbúðir eldri borgara? Á slíkum stað verður heyrnarleysi á efri árum kost- ur en ekki galli. Völlurinn er skárri þar sem hann nú stendur. Annar möguleiki er að byggja upp í tengslum við framtíð- aráform KR vallarins og þriðji kost- urinn að sameina hann þeim gras- velli sem nú er fyrir efst á Valhúsahæðinni, Hann mætti ein- faldlega grafa betur niður og byggja inn í landslagið. Hliðar og brúnir er hægt að nýta sem áhorfendapalla með réttri landslagshönnun, jafnvel byggja yfir hann að hluta og tyrfa yf- ir. Hugsanlega líka samnýta sem op- inn leikvang fyrir leiksýningar, list- viðburði og fleira. Meginatriðið væri að tengja hann gönguleiðum og landslagi. Jóhannes Bónusmaður hefur bent á að Eiðistorg sé ekki lengur hentugt sem verslunarhúsnæði og áformar að byggja á svokallaðri Skeljungslóð. Hins vegar er rýmið þar minna en gæti orðið á Hrólfsskálamel og þann- ig tapast möguleiki Seltjarnarness á því að setja upp sterkan versl- unarkjarna sem þjóna myndi bæði Vesturbæ Reykjavíkur og Seltjarn- arnesi, með tilheyrandi aukningu tekna fyrir bæjarsjóð Seltjarn- arness. Hverfabúðir bera illa sam- eiginlegan kostnað, þannig að því þarf að hyggja í upphafi strax og hverfin eru skipulögð. Til þess gefst núna einstakt tækifæri á Seltjarn- arnesi, áður en búið er að hefta vaxt- armöguleika miðbæjarins og hafist er handa við að byggja verslunarhús á Skeljungslóðinni. Eiðistorg mætti endurhanna og nýta með aukinni íbúðabyggð sem þá væri í samræmi við það sem fyrir er á svæðinu. Blokkarbyggingar sem eru fyr- irhugaðar á lóðinni næst Valhúsa- skóla hafa reynst mörgum þyrnir í auga. Lægri keðjubyggingar væru meira í samræmi við núverandi byggð í nágrenninu. Þegar menn eins og til dæmis Pétur Ármannsson deildarstjóri byggingalistadeildar hjá Listasafni Reykjavíkur eru spurðir álits kemur í ljós að slíkar byggingar er mögulegt að hanna þannig að litlu færri íbúar kæmust þar fyrir. Það sem á vantar mætti vinna upp með því að koma blokk- armyndum fyrir á Eiðistorgi, þar sem háar byggingar eru fyrir og falla því mun betur hver að annarri. Pétur segir hins vegar vandann miklu víð- tækari en bara þessar blokkir, þetta sé í raun heildarmynd á brauðfótum. Aðalskipulaginu mistakist að nýta tækifæri til að skapa heildræna mynd fyrir verslun og íbúðarkjarna sem síðan hafi í för með sér verð- mætari fasteignir og þannig hærri tekjur fyrir bæjarfélagið. Ítrekað skal að með þessum orð- um er á engan hátt verið að leggja dóm á önnur störf bæjarstjórn- arinnar á Seltjarnarnesi. Besta lausnin á þessu vaxandi deilumáli felst í því að doka við og gefa sér tíma til þess að hugsa vel hvert skref í skipulagsmálum, þau verða ekki aft- ur tekin. Láta hvorki pólitískar deil- ur né eldgömul illa lyktandi þrætu- epli vísa veginn. Það er engin tilviljun að Jóhannes Jónsson Bón- usforstjóri, Þór Whitehead prófess- or, Ólafur Egilsson sendiherra og ell- efu hundruð íbúar Seltjarnarness, eiga nú óvænt það sameiginlegt að vera eindregið á móti nýjustu skipu- lagshugmyndum meirihluta bæj- arstjórnar á Seltjarnarnesi. Rétta lausnin er ekki ennþá mótuð og því engin ástæða til annars en doka við, fara að dæmi Indíánanna, setjast um stund og bíða eftir sálinni. Maður, flýttu þér hægt. Hvað eiga Jóhannes, Þór og Ólafur sameiginlegt núna? Borghildur Anna Jónsdóttir fjallar um skipulagsmál á Seltjarnarnesi ’Besta lausnin á þessuvaxandi deilumáli felst í því að doka við og gefa sér tíma til þess að hugsa vel hvert skref í skipulagsmálum, þau verða ekki aftur tekin.‘ Borghildur Anna Jónsdóttir Höfundur er myndlistarmaður. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.