Morgunblaðið - 30.12.2004, Page 10

Morgunblaðið - 30.12.2004, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR á morgun Góðar getraunir um áramót Barnagetraun Unglingagetraun Fullorðinsgetraun Fornsagnagetraun Glæsilegir vinningar STJÓRN Ásusjóðs Vísindafélags Ís- lendinga veitti í gær dr. Stefáni Að- alsteinssyni búfjárfræðingi heiðurs- verðlaun sjóðsins árið 2004 fyrir víðtækar rannsóknir og ritstörf um erfðir íslenskra húsdýra. Sturla Frið- riksson, formaður stjórnar Ásusjóðs- ins, veitti Stefáni verðlaunin en að auki veitti hann viðtöku styrk að upp- hæð 500 þúsund krónur frá landbún- aðarráðuneytinu. „Ísland hefur haft nokkra sérstöðu meðal Evrópuþjóða hvað viðkemur eðli búpenings,“ sagði Sturla í ávarpi sínu í gær. „Hér voru húsdýr lands- manna einangruð í eitt þúsund ár og urðu varla fyrir nokkurri utanaðkom- andi íblöndun.“ Nefndi Sturla nokkra eiginleika íslenskra húsdýra sem þykja einstakir eða fágætir, t.d. for- ystugen sauðfjárins, hagstæða gerð próteina mjólkur, skrautleg forn- hænsni og hross með fimm gangteg- undir. „Hér á landi er því merkilegur efni- viður til rannsókna fyrir búfjárerfða- fræðing og það hefur doktor Stefán Aðalsteinsson lagt stund á af mikill kostgæfni,“ sagði Sturla. Stefán stundaði nám við landbún- aðarháskólann í Ási í Noregi að loknu námi hér á landi. Þaðan fór hann til frekara náms í Bretlandi og lauk hann doktorsprófi frá Edinborgarhá- skóla árið 1969. Stefán var ráðinn til starfa við Rannsóknarstofnun land- búnaðarins, RALA, árið 1955 og vann þar allt til ársins 1991 er hann tók við framkvæmdastjórn við Norrænan genabanka fyrir búfé við Landbún- aðarháskólann í Ási til ársins 1996. Uppruni búfjár og landnema „Stefán hefur rakið sögu íslenskra húsdýra,“ sagði Sturla í erindi sínu. „Hefur hann leitað uppruna þeirra, en sú rannsókn getur einnig gefið til kynna hvaðan það fólk var upprunnið sem í upphafi byggði þetta land.“ Að sögn Sturlu hefur Stefán nýtt gamlar skráðar heimildir við rannsóknir sín- ar sem og forn dýrabein og með því að bera saman nútíma íslenskan bú- fjárstofn við þann sem ræktaður er í dag í nágrannalöndunum. „Stefán hefur kannað ýmsar erfðir húsdýra, en hann hefur einkum ritað um lita- erfðir í mörgum tegundum búfjár. Er hann meðal þekktustu sérfræðinga á því sviði.“ Fær heiðursverðlaun Ásusjóðs Vísindafélags Íslendinga Margþættar rannsókn- ir á erfðum húsdýra Morgunblaðið/Þorkell Stefán Aðalsteinsson tekur við verðlaunum landbúnaðarráðuneytisins frá Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra. Sturla Friðriksson, formaður Ásusjóðsins, er lengst til vinstri. LÖGMAÐUR landeigenda Reykja- hlíðar segir engan vafa leika á að landeigendur séu eigendur allra jarð- hitaréttinda í Gjástykki innan landa- merkja Reykjahlíðar. Hann hefur sent Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- ráðherra bréf þar sem þessi afstaða er áréttuð. Valgerður sagði í Morgunblaðinu fyrr í vikunni að landeigendur hefðu greinilega ekki á hreinu gildandi lög um rannsóknir og nýtingu á auðlind- um í jörðu. Jónas A. Aðalsteinsson, lögmaður landeigenda Reykjahlíðar, segir í bréfinu að landeigendur ráði yfir jarðhitaréttindum á eigin jörðum og hafi rétt til að nota þau á þann hátt sem þeir kjósi samkvæmt grunn- reglum eignarréttarins. Sá réttur sé varinn af ákvæðum 72. greinar stjórn- arskrárinnar um friðhelgi eignarrétt- arins og í auðlindalögum. Í bréfinu er bent á að í auðlindalögum sé gert ráð fyrir þeim möguleika að jarðhitarétt- indi landeigenda séu frá honum num- in með eignarnámi. Þetta vald sé falið ráðherra. Þessi ákvæði eigi hins veg- ar aðeins við ef landeigandi hyggst ekki nýta eigin auðlind eða ágreining- ur sé um verðmæti hennar við rann- sóknar- og virkjanaleyfishafa. Í bréfinu er mótmælt orðum ráð- herra í Morgunblaðinu um að nýtt frumvarp til auðlindalaga feli í sér aukinn rétt landeigenda til að fá rann- sóknarleyfi. Hin nýju ákvæði feli í sér skerðingu réttar landeigenda til að fá rannsóknarleyfi. „Í frumvarpinu seg- ir að því aðeins hafi landeigandi for- gangsrétt til nýtingar auðlindarinnar að hann nýti eða vilji nýta þann rétt. Auk þess er tekið fram í frumvarpinu að Orkustofnun geti auglýst eftir um- sóknum um rannsóknir á jarðhita- svæðum og þá skuli landeigandi taka afstöðu til þess hvort hann vilji nýta forgangsrétt sinn innan þriggja mán- aða. Hér er greinilega verið að tak- marka rétt landeigenda en ekki auka,“ segir í bréfinu. Segir landeigendur eiga jarðhitaréttinn í Reykjahlíð FERÐASKRIFSTOFAN Úr- val-Útsýn hefur samið við spænska flugfélagið Futura um leiguflug á tveimur flugleiðum næsta sumar. Um er að ræða flug til Costa del Sol og Mall- orca. Helgi Eysteinsson, markaðs- stjóri Úrvals-Útsýnar, segir að Loftleiðir Icelandic fljúgi því enn langflestar flugferðir fyrir ferðaskrifstofuna sem fyrr en á þessum tveimur flugleiðum hafi verið ákveðið að ganga til sam- starfs við Futura að þessu sinni. Hann segir þetta ekki þýða neina breytingu fyrir far- þega ferðaskrifstofunnar. Futura flýg- ur fyrir Úrval-Útsýn STOFNANDI Ásusjóðs Vísindafélags Íslendinga var Ása Guðmundsdóttir Wright. Eru nú liðin 36 ár síðan hún gaf Vísindafélaginu peningagjöf á hálfrar aldar afmæli félagsins, til minningar um eiginmann sinn, dr. Henry Newcomb Wright, ættingja og aðra venslamenn sína. Ása bjó ásamt eiginmanni sínum í Trinidad í Vestur-Indíum sem þá var bresk nýlenda. Þar ráku þau hjónin plantekrubúskap. Að lokum, fyrir til- stilli Ásu, var búgarðinum breytt í aðsetur fyrir fuglaskoðara, aðra nátt- úrufræðinga og náttúruunnendur. Búgarðurinn, Spring Hill, heitir nú Asa Wright Nature Centre. Þegar Ása seldi búgarðinn á Trinidad sá hún um að andvirði hans yrði meðal annars varið til stofnunar sjóðs í tengslum við Vísindafélag Íslend- inga. Er tilgangur hans að veita viðurkenningu Íslendingi sem unnið hefur veigamikið vísindalegt afrek á Íslandi eða fyrir Ísland. Ræturnar liggja í Trinidad IMPREGILO hefur auglýst eftir tækjamönnum, smiðum, bygginga- verkamönnum, járniðnaðarmönnum, rafvirkjum og þjónustufólki í mötu- neyti og vinnubúðum í blöðunum en til þessa hafa viðbrögð við starfsaug- lýsingum Impregilo verið dræm. Bíð- ur félagið nú eftir afgreiðslu Vinnu- málastofnunar á umsókn félagsins um dvalar- og atvinnuleyfi fyrir 54 Kínverja en fram hefur komið að verkalýðshreyfingin hefur lagst gegn því. Stefán Kjærnested, framkvæmda- stjóri atvinnumiðlunarinnar Intjob, sem m.a. hefur útvegað fyrirtækjum vinnuafl frá Portúgal, segir að Impregilio beri skylda til þess að leita fyrst eftir starfsfólki á Evrópska efnahagssvæðinu og framkvæmda- stjóri Samiðnaðar tekur í sama streng. Stefán segist geta fullyrt að nóg sé af hæfu fólki í umrædd störf á EES-svæðinu. Nóg framboð af vinnu fyrir það fólk sem Impregilo leitar að Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo, segir félagið hafa átt ágætis samstarf við vinnumiðlanir en þrátt fyrir vilja beggja hafi það hafi ekki skilað miklu. Hann segir að þrátt fyrir að atvinnuleysi mælist nokkurt sé nóg framboð af þessari tegund vinnu annars staðar á landinu þar sem menn séu oft tilbúnir að borga hærri laun en Impregilo sem greiði samkvæmt virkjanasamningi. Þetta sé meginskýringin á dræmum við- brögðum við auglýsingum Impregilo. „Ef við náum ekki upp framleiðni á svæðinu en hún næst ekki upp nema við fáum starfsfólk í vinnu sem helst í vinnu lengur en mánuð og mánuð í senn þá verða frekari tafir óhjá- kvæmilegar.“ Ómar tekur þó fram að það séu aðrar ástæður en skortur á starfsfólki eða á góðum mannskap sem hafi valdið töfunum sem þegar hafi orðið þótt látið hafi verið liggja að því í fjölmiðlum. Það séu ytri þættir, sem Impregilo hafi ekki áhrif, sem valdið hafi þeim. Þorbjörn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samiðnar, sem hefur lagst gegn því að Kínverjunum verði veitt atvinnuleyfi, segir að þeir Kín- verjar sem hafi unnið hér hafi verið á lágmarkslaunum samkvæmt virkj- anasamningi og hann geri ekki ráð fyrir að til standi að greiða þessum Kínverjum, sem koma eiga til starfa, meira eð minna. Dagvinnulaun þeirra séu frá 109 þúsund krónur og upp í 129 þús. kr. á mánuði, séu í vakta- vinnu fái þeir 30% álag fyrir átta tíma. Vinnutíminn sé yfirleitt tíu tímar og fái þeir um 200 þúsund útborgaðar. Tafir óhjákvæmilegar á verk- um ef fólk fæst ekki í vinnu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.