Morgunblaðið - 30.12.2004, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Erla Halldórs-dóttir fæddist í
Smálöndum í Mos-
fellssveit 20. júní
1949. Hún andaðist á
gjörgæsludeild
Landspítalans í Foss-
vogi á aðfangadag
síðastliðinn. Foreldr-
ar Erlu voru Laufey
Jónsdóttir, f. í Vöðla-
koti í Gaulverjarbæj-
arhreppi 10.6. 1911,
d. 3.11. 1985 og Hall-
dór Jónsson, f. í Nes-
kaupstað 15.4. 1911,
d. 8.5. 1985. Systkini
Erlu eru: 1) Jón Ingi Júlíusson, f.
24.12. 1932, maki Pálhildur Sum-
arrós Guðmundsdóttir. Þau eiga 6
börn, 17 barnabörn og 4 barna-
barnabörn. 2) Ingibjörg Júl-
íusdóttir, f. 23.6. 1934, maki Karl
Torfason, d. 27.12. 2004. Þau
eignuðust 3 börn, 9 barnabörn og
3 barnabarnabörn. 3) Sigrún Júl-
íusdóttir, f. 16.12. 1935, maki Stef-
án Hilmar Sigfússon, d. 24.2.
2002. Þau eignuðust 2 dætur og 4
barnabörn. 4) Júlía Ósk Halldórs-
dóttir, f. 6.6. 1943, maki Björn Úlf-
ar Sigurðsson. Þau eiga 3 börn og
5 barnabörn. 4) Lilja Guðný Hall-
dórsdóttir, f. 6.6. 1943, maki Dið-
rik Hjörleifsson. Þau eiga 3 börn,
10 barnabörn og 1 barnabarna-
barn.
Eiginmaður Erlu er Gestur
Gíslason, f. 26.4.
1946, þau gengu í
hjónaband 25.10.
1969. Foreldrar hans
voru Guðrún Sigurð-
ardóttir, f. í Reykja-
vík 15.7. 1905, d.
15.7. 1995 og Gísli
Gestsson, f. á Hæli í
Gnúpverjahreppi, f.
6.5. 1907, d. 4.10.
1984. Börn Erlu og
Gests eru: 1) Hildur,
f. 1.6. 1972, maki
Oscar Aldred. Þau
eiga Unni, f. 15.12.
2001. 2) Ragnar, f.
31.1. 1978.
Framan af ævi vann Erla al-
menn skrifstofustörf, á leikskóla
og á rannsóknarstofu. Árið 1979
flutti fjölskyldan til Hondúras,
1983 til Kenýa og Úganda 1993. Í
Kenýa lauk Erla háskólanámi í
mannfræði. Eftir heimkomuna
1994 hélt Erla áfram rannsóknum
á högum munaðarlausra barna í
Úganda, og árið 2001 stofnaði hún
Candle Light Foundation í Kamp-
ala, þar sem götustelpur hafa at-
vinnu af kertaframleiðslu og fá
aðstoð við að fóta sig í þjóðfélag-
inu. Jafnframt starfinu í Úganda
vann Erla á Íslandi, seinast hjá Ís-
lenskum orkurannsóknum.
Erla verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.
Einstök kona er fallin frá. Það var
ekkert fararsnið á Erlu Halldórsdótt-
ur og öll vonuðum við að skyndileg og
alvarleg veikindi hennar væru aðeins
tímabundinn farartálmi á lífsleiðinni.
Svo varð ekki og nú er eins og Erla
hafi verið hrifin burt í miðjum klíðum.
Eftir standa ástvinir og samstarfsfólk
og reyna eftir fremsta megni að fóta
sig í sorginni.
Erla Halldórsdóttir stofnaði sam-
tökin Candle Light Foundation
(CLF) í Kampala í Úganda fyrir hart-
nær fjórum árum. Þau eru stofnuð í
skugga alnæmisfaraldursins sem
geisar harðast í Afríku. Tilgangur
þeirra er að hjálpa ungum stúlkum til
sjálfshjálpar með því að veita þeim
skjól og verkefni við kertagerðina svo
að þær geti komið undir sig fótunum í
lífinu. Margar þeirra eru HIV-smit-
aðar, hafa lent á götunni eða eiga eng-
an að. Í dag hefur á fimmta tug ungra
kvenna notið aðstoðar samtakanna og
stór hluti þeirra einnig aflað sér
starfsmenntunar.
Það þarf stórhuga bjartsýnismann-
eskju til þess að ráðast í þessa tegund
verkefnis. Og Erla var rétt kona á
réttum stað. Með útsjónarsemi og
þrautseigju hélt hún úti starfsemi
kertagerðarinnar ásamt aðstoðar-
konu sinni Rosette Nabuuma. Þær
hafa svo sannarlega gert gæfumun-
inn í lífi ungra kvenna sem annars
hefðu varla átt í önnur hús að venda.
Starf þeirra hafa stjórnvöld í Úganda
viðurkennt með því að veita CLF lög-
gildingu sem frjáls félagasamtök
(NGO).
Í mars á þessu ári var félagið Al-
næmisbörn stofnað hér heima til þess
að styðja við starfsemi CLF í
Kampala, auk þess sem til stendur að
færa út kvíarnar og veita fleirum
skjól og störf. Stjórn Alnæmisbarna
hefur varið stórum hluta ársins við að
undirbúa kynningu á félaginu og afla
því félags- og stuðningsmanna. Í því
starfi nutum við vináttu og mann-
kosta Erlu. Þegar Erla veiktist var
hún á leið til Úganda í aðfanga- og
vinnuferð. Sú ferð var aldrei farin og
síðustu vikur hafa verið erfiðar fyrir
Rosette og ungu konurnar í kerta-
gerðinni.
Félagið Alnæmisbörn hyggst ekki
leggja árar í bát. Það hefði Erla aldrei
viljað og það viljum við ekki heldur.
Við munum eftir fremsta megni halda
merki hennar á lofti og stuðla að því
að frumkvöðlastarf hugsjónakonunn-
ar Erlu Halldórsdóttur verði við lýði
um ókomin ár.
Gesti og öðrum ástvinum vottum
við dýpstu samúð. Blessuð sé minning
Erlu Halldórsdóttur.
F.h. félagsins Alnæmisbarna,
Þórunn Sveinbjarnardóttir,
María J. Gunnarsdóttir,
Bjarni Reyr Kristjánsson
og Helga Tulinius.
Þegar við hugsum til Erlu Hall-
dórsdóttur rifjast upp ljúfar æsku-
minningar um skemmtilegar sam-
verustundir í Neskaupstað og
Reykjavík. Faðir hennar, Halldór
Jónsson, flutti að austan til Reykja-
víkur fyrir seinna stríð og kynntist
þar Laufeyju Jónsdóttur, sem varð
eiginkona hans. Þau voru mjög
frændrækin og mikill samgangur á
milli heimilanna, þrátt fyrir að um
langan veg væri að fara. Halldór var
eldri bróðir Óskars, föður okkar, og
voru þeir afar samrýndir. Halldór var
rólegur og hægur, en gat verið hrók-
ur alls fagnaðar á mannamótum.
Hann var líklega einn fyrsti diskótek-
ari á Íslandi og spilaði á böllum í Við-
firði á handsnúinn plötuspilara með
gjallarhorni. Halldór spilaði líka vel á
orgel og skömmu áður en hann lést
upplýsti hann okkur um að hann hefði
lært orgelleik hjá Inga T. Lárussyni
tónskáldi.
Fórstu í tíma til hans?
– Nei, ég bara horfði á hann spila.
Árangurinn úr slíku sjálfsnámi
sýnir dugnað Halldórs og Laufey var
atorkukona sem gustaði af. Erla bjó
yfir helstu kostum foreldra sinna; hún
var starfssöm, röggsöm og ættrækin.
Eftir fráfall þeirra lagði hún mikla
áherslu á að tengslin rofnuðu ekki,
vann að því að haldið yrði ættarmót
og tók saman ættartölu fjölskyldunn-
ar. Hún var sífellt með einhver verk-
efni á prjónunum, lifði áhugaverðu lífi
og var hugmyndarík. Hennar starfs-
vettvangur var ekki aðeins Ísland
heldur heimurinn.
Við ornum okkur við hlýjar minn-
ingar um góða konu og yndislega
frænku. Og sendum Gesti eiginmanni
hennar og börnum þeirra, Ragnari og
Hildi, innilegar samúðarkveðjur. Að
lokum viljum við rifja upp ljóð sem
fjölskyldan söng oft við lag Inga T.
Lárussonar og ýmist Halldór eða
Óskar spiluðu undir:
Það er svo margt að minnast á
frá morgni æsku ljósum,
er vorið hló við barnsins brá
og bjó það skart af rósum.
Við ættum geta eina nátt
vorn anda látið dreyma,
um dalinn ljúfa’ í austurátt,
þar átti mamma heima.
(Einar E. Sæmundsen.)
Örn, Svanhildur, Ingibjörg
og Guðný.
Erla Halldórsdóttir er látin, langt
um aldur fram, eftir 6 vikna erfiða
sjúkrahúsvist vegna bráðrar sýking-
ar. Erla hóf störf við efnagreiningar
hjá Jarðhitadeild Orkustofnunar, for-
vera Íslenskra orkurannsókna, sum-
arið 1980 og vann þar í þrjú ár. Þá
flutti hún ásamt eiginmanni sínum,
Gesti Gíslasyni jarðfræðingi, til fjar-
lægra landa. Þar vann Gestur við þró-
unaraðstoð í jarðhitamálum, í Kenýa
og síðar í Úganda. Áður höfðu þau
unnið um eins árs skeið í Hondúras. Á
þessum slóðum kynntist Erla þeirri
fátækt og eymd sem ríkir í löndum
Afríku. Hún hóf á eigin vegum að
reka hjálparstarf í Kampala, höfuð-
borg Úganda, fyrir ungar bjargar-
lausar stúlkur, sem misst höfðu for-
eldra vegna alnæmis. Það starf
miðaði að því að hjálpa þeim til
menntunar og sjálfsbjargar. Eftir að
þau Gestur fluttu heim til Íslands
stýrði Erla hjálparstarfinu úr fjar-
lægð, aflaði fjár til rekstursins og fór
einu sinni til tvisvar á ári til Kampala
til að líta eftir og aðstoða við rekstur
vinnuheimilisins þar. Stóð einmitt ein
ferð fyrir dyrum þegar Erla veiktist.
Nýlega beitti Erla sér m.a. fyrir
stofnun félagsins Alnæmisbarna. Um
þau samtök má lesa á heimasíðu
þeirra, http://www.hiv-born.is/.
Erla kom á ný til starfa á Íslensk-
um orkurannsóknum, ÍSOR, árið
2003. Hún tók þá að sér að sjá um og
koma reglu á geysimikið sýnasafn af
borsvarfi sem ÍSOR varðveitir úr
nánast öllum borholum landsins.
Vann hún þar mikið og gott verk á
skömmum tíma. Jafnframt var hún í
meistaranámi í mannfræði við Há-
skóla Íslands.
Erla var einstaklega góður vinnu-
félagi, vann hljóðlega en markvisst og
ötullega að öllu sem hún tók sér fyrir
hendur. Hún hreif samstarfsfólk sitt
með hugsjóna- og mannúðarstörfum.
Við fráfall Erlu hafa Íslenskar orku-
rannsóknir misst frábæran starfs-
mann og stór hópur ungra kvenna og
barna í Úganda sinn öflugasta bak-
hjarl og góðgerðarmann. Fyrir hönd
Íslenskra orkurannsókna og sam-
starfsmanna Erlu þar flyt ég Gesti og
börnum þeirra, Hildi og Ragnari, og
öðrum aðstandendum dýpstu samúð-
arkveðjur.
Ólafur G. Flóvenz.
Hún Erla er farin. Það er skrýtin
tilhugsun og minningar sækja á hug-
ann. Við Erla vorum bandamenn.
Þegar ég flutti til Reykjavíkur, þá
bjuggum við saman í Stigahlíðinni hjá
tengdaforeldrum hennar og frænd-
fólki mínu. Það var gott að búa hjá
Gísla og Gunnu. Þar lærði maður
margt, t.d. að hlusta á tónlist og um
gamla þjóðhætti. Erla var mjög sér-
stök á margan hátt í mínum augum.
Hún reykti pínulitla pípu og borðaði
rauðan Ópal með. Hún kenndi mér að
vinda upp garn á mjög sérstakan hátt
og var ákaflega flink í höndunum.
Hún saumaði brúðarkjólinn sinn sjálf
sem var mikið handverk að mínu
mati. Gestur var hálfalinn upp með
yngri bræðrum mínum austur á Hæli.
Þá þótti ekki tiltökumál að segja mér
einhverja vitleysu. Gestur sagði mér
ásamt Möggu systur sinni þá sögu að
pabbi þeirra hefði keyrt vörubíl í eitt
ár. Svo löngu seinna sat ég við eldhús-
borðið ásamt Gunnu, Gísla og Erlu að
tala um gamla tíma. Þá kom ég með
innlegg í umræðuna „var það þá,
Gísli, sem þú varst að keyra vörubíl-
inn?“ Gunna og Erla byrjuðu að
hlæja. Gísli varð frekar fúll við og ég
vandræðaleg. Þegar Gunna var búin
að þurrka sér um augun með vasa-
klútnum og Erla skildi hvernig í mál-
inu lá sagði hún „þessar upplýsingar
eru örugglega komnar frá mínum
manni“. Þá gátu allir hlegið að vitleys-
unni. Þegar búið var að hlusta mikið á
sígilda tónlist og Erla sá að ég var
orðin leið bauð hún mér inn í herberg-
ið þeirra og þar hlustuðum við á Pet-
er, Paul and Mary. Ég á ótal
skemmtilegar minningar um Erlu frá
þessum tíma. Seinni árin hittumst við
nær eingöngu á stórafmælum í fjöl-
skyldunni eða í réttunum. Alltaf fund-
um við taktinn, enda vorum við
bandamenn.
Elsku Gestur og börn. Baráttan við
lífið er oft grimmileg en minningin
um góða og sterka manneskju lifir.
Með kveðju.
Þórdís Einarsdóttir.
Kær vinkona okkar er fallin frá eft-
ir stutt en erfið veikindi. Við kynnt-
umst Erlu fyrir rúmum aldarfjórð-
ungi þegar Halldór og Gestur urðu
samstarfsmenn á Orkustofnun. Gest-
ur og Erla fengu snemma áhuga á
störfum í þróunarlöndum og hófst sá
ferill þeirra í Hondúras 1979 er Gest-
ur var fenginn þangað til að stjórna
jarðhitaleit á vegum Sameinuðu þjóð-
anna. Erlu varð þessi tími afar hug-
stæður en þarna lærði hún spænsku
og hugaði að velferð heimafólks.
Þau Gestur stóðu fyrir því að okkur
gafst tækifæri til að flytja til Kenýa
og búa þar og vinna í tvö ár. Gestur
stjórnaði þar jarðhitaverkefni fyrir
Sameinuðu þjóðirnar fyrir u.þ.b. 20
árum. Erla var vakin og sofin að
hugsa um okkur, óþreytandi við að
þeytast um Nairobi í leit að húsnæði
og ráðleggja okkur um allar aðstæð-
ur. Börnin okkar urðu bestu vinir.
Allt varð okkur auðveldara fyrir til-
stilli Erlu og Gests enda órofin vin-
átta æ síðan. Frá mörgu er að segja
frá þessum árum en Turkana-ferð
okkar fjögurra ásamt þjónunum
stendur upp úr sem ljósleiftur, því var
Erla sammála; Karen Blixen-ævin-
týri þar sem dúklagt var úti í nátt-
úrunni og lagður á glæsiborðbúnaður.
Erla lét sig varða hag starfsfólks
síns, sinnti þörfum þess og fjöl-
skyldna þeirra. Oftar en einu sinni
heimsóttum við mannmörg heimili
starfsfólks þeirra úti í sveit og þágum
góðar veitingar. Þannig kynntist Erla
vel högum þessa fólks og styrktist
áhugi hennar á þeim er hún dreif sig í
mannfræðinám í International Uni-
versity, Nairobi. Þau bjuggu í Nairobi
í sjö ár.
Fyrir tæpum tólf árum gafst okkur
enn kostur á að dvelja með þeim í Afr-
íku nokkra mánuði er Gestur tók að
sér stjórn jarðhitaverkefnis í Úganda
um tveggja ára skeið. Þá hafði vaknað
brennandi áhugi Erlu á hjálparstarfi
og er ógleymanlegt að hafa fengið að
fylgjast með leit hennar að verkefn-
um, m.a. fara með henni út í sveit í
skóla sem var að hruni kominn. Ekk-
ert lét hún buga sig enda örugglega
ólatasta manneskja sem við höfum
kynnst.
Er hún var komin heim til Íslands
að nýju nam hún þjóðfræði við Há-
skóla Íslands og hafði hafið MA-nám
nú í vetur. Hún framkvæmdi hugsjón-
ir sínar og naut ætíð dyggrar aðstoð-
ar Gests og mat hana mikils. Stóra
verkefni Erlu er stofnun „Alnæmis-
barna“ í Úganda en fyrir um sex ár-
um setti hún á laggirnar heimili fyrir
götustúlkur í Kampala og kenndi
þeim að steypa kerti, sauma á sauma-
vél og selja varning sinn. Hún fór yf-
irleitt til Úganda tvisvar á ári og
dvaldi nokkra hríð til að líta eftir
þessari starfsemi og stóð til að hún
færi þangað nú í nóvember er hún
veiktist. Stúlkurnar hennar þar biðja
fyrir henni enda eiga þær Erlu allt að
þakka.
Ógetið er hvílíkir höfðingjar Erla
og Gestur voru heim að sækja. Hvert
matarboð hjá þeim varð að dýrindis
sælkeraveislu. Ógleymanlegt er
fimmtugsafmæli Erlu sem þau héldu
á sveitabæ í Frakklandi og töldu
helstu vinir ekki eftir sér að fylgja
þeim þangað.
Þau voru afar samhent og sjaldan
nefnd sitt í hvoru lagi. Hún vildi Gesti
og börnunum þeirra, Ragga og Hildi,
allt hið besta – hafði eignast indælan
tengdason, Oscar, og hjartkært
barnabarn, Unni. Erla var kjarkmik-
ill eldhugi og leitandi sál. Hún virtist
vita að tíminn væri naumur. Við hjón-
in og börnin okkar þökkum henni ára-
langa vináttu, gestrisni og hjálpsemi.
Vini okkar, Gesti, og börnunum öllum
vottum við innilega samúð á sorgar-
stundu.
Margrét Skúladóttir,
Halldór Ármannsson.
Stundum setur okkur hljóð og við
spyrjum: Af hverju er lífið svona
óréttlátt? Af hverju var þessi kona
hrifin á brott, langt fyrir aldur fram?
Þessi kona, sem átti svo sterka hug-
sjón. Hún hallaði sér ekki aftur og
hugsaði um, hvað hægt væri að gera
öðrum til hjálpar. Hún hjálpaði öðr-
um í verki. Í Úganda eru nú um 40
ungar stúlkur, sem eiga Erlu lífsvon
sína að þakka. Í kertagerðinni, sem
Erla kom á fót starfa að jafnaði 18–20
stúlkur á aldrinum 15–20 ára. Þær
hafa þar átt kost á að koma undir sig
fótunum, vinna fyrir mat, lyfjum og
komist til mennta undir verndarvæng
þessa verkefnis, sem í raun var ein-
staklingsframtak Erlu.
Við Erla vorum samstarfskonur á
ÍSOR og varð vel til vina. Gestur og
Hjálmar, eiginmenn okkar, unnu
saman að jarðhitarannsóknum í Úg-
anda sl. vor. Erla var þá í Úganda, en
hún fór á nokkurra mánaða fresti
þangað til að hlúa að starfseminni í
kertagerðinni. Ég fór svo til Úganda í
heimsókn og naut þeirra forréttinda
að þvælast um með Erlu í nokkra
daga þar, því að Gestur og Hjálmar
voru uppteknir við að ljúka starfi
sínu. Erla kynnti mig fyrir Afríku.
Hún fór með mig á matvörumarkað í
Kampala, þar sem við keyptum krydd
og ávexti. Þar samdi hún við eina
sölukonuna um að kaupa af henni
engisprettur til steikingar, gegn því
að ég mætti taka mynd af henni. Við
fórum á matvörumarkað við Viktor-
íuvatnið, þar sem innfæddir versluðu.
Þar sat fólk í litlum skonsum eða bás-
um við mjög frumstæðar aðstæður og
seldi mat, sem það eldaði á hlóðum.
Allt var fremur fátæklegt og ósnyrti-
legt á okkar mælikvarða, en fólkið var
tandurhreint og brosandi. Þarna
skynjaði maður kraft og lífsvilja þrátt
fyrir sára fátækt. Ég fór með henni í
barnaskóla, þar sem ein stúlkna
hennar sat í skólastofu undir berum
himni. Í raun kynntist ég heimi, sem
ég hefði ekki átt kost á án hennar.
Mesta upplifunin var samt að heim-
kækja kertagerðina og skynja þann
litla heim þar. Stúlkurnar koma frá
mjög mismunandi aðstæðum. Sam-
merkt er þó, að án þessa vinnustaðar
væru þær á götunni. Sumar eru al-
ERLA
HALLDÓRSDÓTTIR
Elsku pabbi, tengda-
pabbi, afi og langafi.
Takk fyrir allt og allt.
Guðmundur Einarsson fallinn er frá,
til framtíðarlanda er horfinn,
sofandi liggur með lokaða brá,
lífstenging burtu er sorfin.
Enginn veit hvorki um stað eða stund,
hvar stöðvast hin mannlega klukka,
GUÐMUNDUR
EINARSSON
✝ Guðmundur Ein-arsson garð-
yrkjumaður fæddist
í Reykjavík 19. febr-
úar 1929. Hann lést á
Sjúkrahúsi Suður-
lands föstudaginn
17. desember síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Hvera-
gerðiskirkju 28. des-
ember.
og þegar réttlætis reiknað er
pund,
þá ræður ei hending né lukka.
Gerð eru skil þegar ævin er öll,
en ekki skal kvíða þeim dómum,
innrétting hans var sem
hátimbruð höll,
og hjartalag skreytt var með
blómum.
Aldrei af góðmennsku vegi
hann vék,
verkin hans mörg á það benda,
þetta var maður sem lífstaflið
lék,
í lifandi kærleik til enda.
(Kristján Runólfsson.)
Ástarkveðja.
Ragnhildur og Kristján,
Eiríkur Einar, Hugrún, Sigfús og
Elís Aron, Guðmundur, Hrefna,
Gestur Egill og Grímur Egill.