Morgunblaðið - 30.12.2004, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 41
MINNINGAR
✝ Þórarinn Björns-son fæddist á
Djúpavogi 19. nóv-
ember 1909. Hann
lést á Elliheimilinu
Grund að morgni
jóladags, hálftíræð-
ur að aldri. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Margrét K. Jóns-
dóttir frá Hjarðar-
holti í Dölum, f. 31.
desember 1874, d.
13. júní 1954, og Þ.
Björn Stefánsson
frá Teigi í Vopna-
firði, f. 3. desember
1873, d. 12. mars 1954. Margrét
var dóttir hjónanna Guðlaugar M.
Jónsdóttur frá Brekku í Fljótsdal,
f. 2. desember 1838, d. 27. nóv-
ember 1920, og sr. Jóns prófasts í
Hjarðarholti, f. 30. júlí 1831, d. 3.
júní 1901, Guttormssonar, pró-
fasts í Vallanesi Pálssonar. Björn,
sem var verzlunarstjóri hjá Örum
og Wulff á Djúpavogi og Vopna-
firði, var sonur hjónanna Mar-
grétar Björnsdóttur frá Víkur-
gerði í Fáskrúðsfirði, f. 8. janúar
1849, d. 3. júní 1879, og Stefáns
Gunnlaugs bónda í Teigi, f. 31.
marz 1847, d. 13. maí 1900, Þór-
arinssonar, bónda og snikkara á
Skjöldólfsstöðum Stefánssonar.
Systkini Þórarins eru: 1) Margrét
bankastarfsmaður í Reykjavík, f.
25. maí 1902, d. 2. maí 1981, gift
Gunnari Björnssyni bifreiðasmið,
2) Jón, málarameistari í Lauga-
tungu í Reykjavík, f. 30. júlí 1903,
d. 30. júlí 1980, kvæntur Gretu
Björnsson listmálara, 3) Stefán
Gunnlaugur framkvæmdastjóri
Sjóvátryggingarfélags Íslands, f.
Fyrst sem sendisveinn og af-
greiðslumaður og síðar sem eig-
andi og forstjóri þar til verslunin
var lögð niður 1985. Þórarinn var
virkur félagi í skátahreyfingunni
og gekk í skátafélagið Erni 1925
og varð einn af forystumönum
þess. Eftir að skátafélögin í
Reykjavík sameinuðust í Skátafé-
lag Reykjavíkur sat hann í stjórn
þess í mörg ár og var þar fé-
lagsforingi um skeið. Hann var
heiðursfélagi í Skátafélagi
Reykjavíkur og á seinni árum
vann hann að söfnun ýmissa
minja um skátahreyfinguna og
stuðlaði að endurbyggingu Vær-
ingjaskálans sem nú er í varð-
veislu Árbæjarsafns.
Þórarinn var mikill útivistar-
maður, hann tók þátt í björg-
unarleiðangri á Vatnajökul eftir
Geysisslysið 1950 og var lengst
allra manna á jökli eða 26 tíma.
Hann var stofnfélagi í Minnsta
ferðafélaginu. Það félag var
stofnfélag í Flugbjörgunarsveit
Íslands þegar sú sveit var stofnuð
1951. Þá var kallaði eftir fjalla-
mönnum með reynslu og tækja-
búnað. Þórarinn var virkur félagi
í Ferðafélagi Íslands í mörg ár og
sat lengi í stjórn þess. Hann kom
að byggingu margra skála og
mannvirkja sem eru í eigu Ferða-
félags Íslands. Hann var heiðurs-
félagi í Ferðafélagi Íslands. Þór-
arinn var meðlimur í Rótarý-
klúbbi Austurbæjar og heiðurs-
félagi þar. Hann var félagi í
Jöklarannsóknafélagi Íslands og
tók þátt í nokkrum ferðum þess.
Þórarinn og Kristín bjuggu á
Flókagötu 51 til ársins 2004 að
Kristín flutti að Hraunvangi 3 í
Hafnarfirði en Þórarinn á Elli-
heimilið Grund þar sem hann
andaðist að morgni jóladags.
Þórarinn verður jarðsunginn
frá Háteigskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
17. júní 1906, d. 2.
september 1990,
kvæntur Sigríði Jóns-
dóttur, og 4) Guðlaug
Margrét, sem lifir ein
systkinanna, húsmóð-
ir og garðyrkjukona í
Hveragerði, f. 29.
desember 1914, maki
Árni Jónasson frá
Ísafirði, verzlunar-
maður og garðyrkju-
maður.
Þórarinn kvæntist
Kristínu H. Halldórs-
dóttur sjúkraþjálfara
10. des. 1949. Kristín
er dóttir Halldórs Kr. Þorsteins-
sonar skipstjóra og Ragnhildar
Pétursdóttur bónda í Háteigi.
Börn þeirra eru; 1) Ragnhildur, f.
1953, maki Bergur Benediktsson.
Börn þeirra eru: Kristín Halla, f.
1980, sambýlismaður Guttormur
Hrafn Stefánsson, Þórður, f.
1982, og Signý, f. 1985. 2) Gutt-
ormur Björn, f. 1956, maki Ást-
ríður Vigdís Traustadóttir. Börn
þeirra eru Vigdís Erla, f. 1992,
Járngerður Kristín, f. 1993, og
Margrét Katrín, f. 1995. Fyrri
kona var Sigríður Hjartardóttir,
þau skildu. Börn þeirra eru
Hjörtur, f. 1987, og Guðbjörg, f.
1989. 3) Margrét Halldóra, f.
1958, maki Magnús Þór Karlsson.
Börn þeirra eru Þórarinn Björn,
f. 1981, d. 10.10. 2004, Hallbjörn,
f. 1983, Kristinn, f. 1988, og Katr-
ín María, f. 2000.
Þórarinn var gagnfræðingur
frá Menntaskólanum í Reykjavík.
Þórarinn hóf störf hjá Timbur-
verslun Árna Jónssonar 1925 og
starfaði þar alla sína starfsævi.
Það var fagur jóladagsmorgunn
þegar Þórarinn Björnsson, tengda-
faðir minn, kvaddi þennan heim. Ég
átti þess kost að starfa með Þórarni
síðustu starfsár hans.
Þórarinn réð sig ungur að árum
sem sendisveinn hjá Árna Jónssyni
timburkaupmanni í samnefndri
timburverslun, Timburverslun Árna
Jónssonar & CO. Starfaði Þórarinn
þar æ síðan og urðu verkefnin viða-
meiri eftir því sem árin liðu. Á fyrri
hluta síðustu aldar var Timburversl-
unin til húsa við Hverfisgötu þar sem
Regnboginn er nú, en um miðja öld-
ina þrengdi að starfseminni þar og
var hún flutt að Laugavegi 148 sem
þá þótti stórt svæði og í útjaðri
byggðarinnar.
Ég kann ekki frá mörgu að segja
frá hans fyrstu tíð í starfi en eina
sögu sagði hann mér af sendlastarf-
inu. Hann var sendur með umslag og
lögð rík áhersla á að afhenda það við-
takanda. Viðtakandi var ekki þar
sem tiltekið var og leitaði þá Þór-
arinn að honum á öðrum stöðum í
húsinu og fann manninn og skilaði
sínu erindi. Viðtakandi var ekki hrif-
inn af fundarstaðnum og vísaði hon-
um frekar þurrlega út. Seinna áttaði
Þórarinn sig á að hann hafði verið
kominn inn í allra helgustu vé frí-
múrara. Þarna komu fram eiginleik-
ar Þórarins að ljúka öllum verkefn-
um sem hann tók sér fyrir hendur
stórum sem smáum. Hann þótti lipur
afgreiðslumaður og fljótur að finna
lausnir á vandamálum. Ein sagan er
sú að viðskiptamann bráðvantaði
eina stoð af sveru stoðarefni upp í
pöntun sem ekki var til en væntan-
leg. Nú voru góð ráð dýr. Þannig
háttaði til að stoðir sem voru undir
timburlofti voru af sömu stærð og sú
sem vantaði. Voru nú settar bráða-
byrgðastoðir undir loftið og ein stoð
slegin undan loftinu og málið leist.
Þórarinn var hlynntur öllum
tækninýjungum sem léttu mönnum
störfin og á starfsferli hans urðu
miklar tæknilegar framfarir í með-
höndlun á timbri. Á fyrstu starfsár-
um hans krafðist uppskipun á timbri,
flutningur þess frá skipi í timburport
og rökkun þess þar, mikils mannafla
þar sem allt var gert með höndum.
Það þóttu því stórstígar framfarir,
þó að við sem yngri erum skynjum
ekki breytinguna, þegar farið var að
nota stroffur við uppskipun. Það eru
nú ekki nema rúm 40 ár síðan lyft-
arar voru almennt teknir í notkun og
var Þórarinn ekki lengi að hugsa sig
um þegar fyrsti lyftarinn var keypt-
ur.
Þórarinn barðist fyrir frjálsræði í
verslunarháttum en mátti búa við
haftastefnu, innflutningsleyfi og
pólitísk afskipti af ýmsum toga.
Eftir um 30 ára veru við Laugaveg
148 var farið að þrengja verulega að
starfseminni þar. Staðurinn nánast
inni í miðri borg, flutningabílar urðu
stærri og gatnakerfið þar óhentugt
fyrir slík farartæki þannig að fyrir-
séð var að taka þyrfti ákvörðun um
starfsemi fyrirtækisins. Ákveðið var
að leggja félagið niður og var starf-
semi þess hætt 1985.
Ég er þakklátur fyrir samstarfið
með Þórarni og er reynslunni ríkari.
Hvíl í friði.
Bergur Benediktsson.
Glitský sáust á austurhimni á jóla-
dagsmorgun, dyrnar að himnaríki
opnuðust og þú ákvaðst að kveðja.
Fallegri morgunn hafði ekki verið
lengi á suðvesturhorninu. Hér fyrir
norðan var hins vegar beljandi stór-
hríð svo ekki sást milli bæja. Svona
eru náttúruöflin á Íslandi, veðrið,
landið okkar og hvors tveggja
kenndir þú okkur öllum að njóta. Þú
kenndir okkur að njóta náttúru Ís-
lands, hlusta á þögnina í óbyggðun-
um og löngunina til að ferðast og sjá
meira hefur þú skilið eftir í okkur öll-
um. Veðrið var aldrei vont, bara mis-
munandi gott! Þú varst fróður maður
og gaman að ræða við þig um heims-
málin jafnt og listir. Þegar ég byrjaði
að læra á fiðlu gafstu mér spólu með
Árstíðum Vivaldis og sagðir við mig
að þetta væri svo falleg tónlist og fal-
lega spiluð og að tónlist gæti yfirleitt
verið falleg ef hún væri vel spiluð.
Nú þegar þú kveður í hárri elli hugs-
ar maður um þitt lífsskeið og þær
breytingar sem orðið hafa á þeim
tíma. Þegar mig vantaði upplýsingar
fyrir söguverkefni eða önnur verk-
efni varst þú alltaf boðinn og búinn
að aðstoða mig og á ég margar
skemmtilegar frásagnir frá þér um
lífið, hvernig þú ólst upp, hvernig þú
lærðir landafræði með því að horfa á
landakortið á skrifstofu föður þíns,
hvernig síminn kom inn á heimili þitt
og hvernig það var að flytjast til
Reykjavíkur. Þessar minningar eru
ómetanlegar, líka til að átta sig á því
hversu miklar breytingar hafa orðið
á lifnaðarháttum okkar Íslendinga.
Þér fannst sjálfum miklar breyting-
ar hafa átt sér stað í þjóðfélaginu og
þú sagðir einhverntímann að breyt-
ingarnar þyrftu að breytast í sam-
ræmi við hina gullnu reglu: „allt sem
þér viljið að aðrir gjöri yður, það
skuluð þér og þeim gjöra.“ Held ég
að fleiri mættu hugsa um þessi orð.
Við kvöddumst síðast í útskriftar-
veislunni hennar Signýjar systur. Þú
varst svo glaður og við spjölluðum
heilmikið saman. Þakka þér fyrir all-
ar þær góðu stundir sem við höfum
átt saman, skíðaferðalögin, ferðirnar
austur í Kotið og allar stundirnar á
Flókagötunni. Ég veit að nafni þinn
Þórarinn Björn og Signe taka vel á
móti þér og þið munið líta eftir okkur
hinum. Nú heldur lífið áfram og við
sem eftir sitjum verðum að sjá birt-
una sem kemur með ókominni tíð.
Með þökk, þitt afabarn,
Kristín Halla Bergsdóttir.
Afi er dáinn. Það margs að minn-
ast. Þegar við vorum litlar stúlkur
spilaði afi við okkur kasínu og svarta
Pétur. Sú okkar sem tapaði í svarta
Pétri fékk þá öskublett á nefið.
Afi fór oft í gönguferð um ná-
grennið. Þá fengum við stundum að
vera með. Eitt sinn var farin sérstök
ferð út á Klambratún til skrifa niður
lítið ljóð sem skráð er á stall Þor-
steins Erlingssonar. Einnig var
meiningin að teikna upp styttur sem
standa á túninu. Ferðin gekk vel
framan af, við vorum léttklæddar
enda hlýtt í veðri. Þá gerði hellirign-
ingu. Stórir rigningardropar féllu á
okkur og yngsta systir okkar varð
hrædd. Þá tókum við til fótanna á
Kjarvalsstaði og hringdum í pabba
til að sækja okkur. Ekkert kom fyrir
afa, enda vel klæddur, en hann
spurði okkur „hvað detta margir
dropar? Við vissum ekki einfalda
svarið hans: „Einn, og allir hinir.“
Þá var vinsæl spurning hjá afa,
„hvað þarf margar kálfsrófur til að
ná til tunglsins?“ Við vorum lélegar í
þessum vegalengdum en komum
með margar góðar tillögur. Svarið
hans var auðvitað einfalt: „Eina rófu,
ef hún er nógu löng.“
Afi kunni margar vísur:
Fjórir, átta, fimm og sjö,
fjórtán, tólf og tíu,
ellefu, þrettán, eitt og tvö,
átján, sex og níu.
Svo spurði hann okkur hvað þetta
væri mikið samtals. Við fórum loks
að æfast í svarinu. Afi var svolítið
fyndinn, og léttur í lund. Einhverju
sinni vorum við tvær systurnar á
göngu með afa og sóttist honum
gangan seint með stafinn. Þá sagði
hann okkur að fara á undan og hann
mundi ná okkur. Þá sóttist honum
gangan betur.
Við þökkum fyrir liðnar stundir og
óskum honum alls hins besta á veg-
ferð þeirri sem hann hefur nú lagt
upp í.
Guðbjörg, Vigdís Erla,
Járngerður Kristín og
Margrét Katrín.
Á jóladag hringdi Ragnhildur
frænka mín í mig og sagði mér, að
faðir sinn, Þórarinn Björnsson, væri
dáinn. Hann var orðinn 95 ára gam-
all. Feginn hvíldinni eftir langan dag.
Ég tók því eins og eðlilegum hlut.
Kynslóðir koma og kynslóðir fara.
En síðan hefur söknuðurinn sótt á
mig, af því að við áttum góðar stund-
ir saman, við Hrefnugötu, á Háteigi,
við gróðursetningu á sitkagreni við
Kotið og í skíðaferð upp í Þrym-
heima. Ferðin er mér minnisstæð, af
því að Þórarinn fótbrotnaði við fallið,
þar sem hann var að renna sér niður
hlíðina í kappi við ungu skátana.
Mýsla fylgdist með honum og stóð
vörð um hann, meðan hann var flutt-
ur á sleða niður að Kolviðarhóli.
Endurminning eins og þessi verður
mér kær með aldrinum, æðruleysi
Þórarins, traust Mýslu á honum og
birtan sem hvílir yfir atburðinum.
Þórarinn Björnsson var einstakur
maður. Hann var prúður í háttum,
léttur í lund og drengur góður. Hann
lagði gott til manna og málefna og
gerði alla hluti vel; var ræktunar-
maður í bestu merkingu þess orðs, í
einkalífi sínu og út á við. Hann var
mikill útivistarmaður, þótt hann
væri heimakær, skíðamaður góður
og náttúruunnandi. Hann var ferða-
garpur og ávallt vel út búinn, forsjáll
og þrautseigur, eins og á reyndi í
Geysisslysinu, en þá var hann öðrum
björgunarmönnum lengur á jöklin-
um.
Kristín frænka mín og Þórarinn
voru samhent og áttu gott og fallegt
heimili. Þau áttu barnaláni að fagna
og fjölskyldan hefur staðið vel saman
og þau reyndust Signýju vel, þeirri
sómakonu og ljúflingi.
Nú þegar ég kveð Þórarin minnist
ég þess hversu vel þau Kristín
reyndust okkur systkinunum og
móður minni í veikindum hennar fyr-
ir hálfri öld rúmri. Guð blessi minn-
ingu Þórarins Björnssonar.
Halldór Blöndal.
Horfinn er úr okkar hópi einn öfl-
ugasti liðsmaður Ferðafélags Ís-
lands. Þórarinn Björnsson var meðal
þeirra frumkvöðla sem opnuðu al-
menningi nýja sýn til landsins okkar
og ferðalaga um óbyggðir. Fjalla-
ferðir og útivera, jafnvel við erfið-
ustu aðstæður, urðu heillandi áhuga-
mál sem æ fleiri landsmenn nutu í
frístundum sínum. Skálar voru
byggðir, ár brúaðar, nýjar leiðir
kannaðar og kortlagðar og nýjungar
teknar upp í búnaði og ferðamáta. Á
öllum þessum sviðum var Þórarinn
Björnsson í fararbroddi. Til marks
um traust manna á Þórarni má geta
þess að hann var sendur til Noregs
að læra og flytja hingað heim þekk-
ingu á skíðaíþrótt og skíðaferðum
enda fór hann margar slíkar ásamt
félögum sínum. Væntanlega gera
aðrir skil þætti hans í björgun áhafn-
ar Geysis á Vatnajökli.
Það var gæfa Ferðafélags Íslands
að fá slíkan mann í forystusveitina.
Félagið naut ekki aðeins reynslu
Þórarins í ferðamennsku heldur
einnig rausnar hans þegar kom að
framkvæmdum. Lagði hann til bæði
byggingarefni, vinnu og góð ráð og
má af fjölmörgu nefna klæðningu á
skálann í Landmannalaugum og
mikið af efni í göngubrúna yfir
Krossá í Þórsmörk. Þórarinn reynd-
ist einnig ráðagóður í kaupum fé-
lagsins á skrifstofuhúsnæði og öðr-
um rekstri. Hann tók þátt í ferðum
félagsins fram á níræðisaldur. Þá er
fátt eitt nefnt því að Þórarinn sat í
stjórn Ferðafélagsins í tuttugu ár
þ.e. frá 1952 til 1972 og var einnig
mörg ár í byggingarnefnd. Hann var
gerður að heiðursfélaga 1977. Ferða-
félag Íslands þakkar Þórarni ómet-
anlegt starf hans fyrir félagið og
framlag hans til óbyggðaferða á Ís-
landi.
Við Þórarinn urðum mjög góðir
mátar í Rotaryklúbbnum okkar um
tuttugu ára skeið enda laðaðist ég
fljótt að honum. Þórarinn var eftir-
tektarverður maður í viðmóti og fasi,
einstaklega snyrtilegur, bjartur í
svip, léttur í spori og saman fór
íhygli og glettni; sannur heiðursmað-
ur.
Ólafur Örn Haraldsson, forseti
Ferðafélags Íslands.
ÞÓRARINN
BJÖRNSSON
Við sendum innilegar þakkir öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærs bróður míns, vinar og frænda,
KRISTINS SNÆVARS BJÖRNSSONAR,
Strandaseli 3,
Reykjavík.
Hjördís Sigríður Björnsdóttir,
María Poulsen og fjölskyldur.
Hjartans þakkir til ykkar allra, sem sýnduð
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
INGUNNAR BJÖRNSDÓTTUR
frá Brekkukoti.
Guð blessi ykkur öll.
Börn hinnar látnu
og fjölskyldur þeirra.
Lokað
Skrifstofur Þróunarsamvinnustofnunar Íslands verða lokaðar frá
hádegi í dag, fimmtudaginn 30. desember, vegna jarðarfarar
ERLU HALLDÓRSDÓTTUR.
ÞSSÍ.