Morgunblaðið - 30.12.2004, Page 42

Morgunblaðið - 30.12.2004, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Æ tla má að í dag noti langflestir frístunda- reiðmenn alltaf reiðhjálm með örfáum undantekningum. Það heyrir til mikilla tíðinda að sjá börn eða unglinga án reiðhjálms. Það eru hins vegar atvinnumenn- irnir í hestamennskunni sem draga lappirnar í þessum efnum því mikill fjöldi þeirra notar reið- hjálma einungis í keppni og sýn- ingum þar sem ekki verður hjá því komist. Nokkrir af kunnustu reið- mönnum landsins nota aldrei reið- hjálm nema undir slíkum kring- umstæðum. Það þykir nokkrum undrum sæta hversu Íslendingar voru fljótir að tileinka sér notkun reið- hjálma. Til gamans má geta þess að Þjóðverjar eru afar linir í notk- un reiðhjálma og í nýlegri ferð greinarhöfundar til Þýskalands var nánast gert grín þegar farið var í reiðtúr og Íslendingurinn setti upp reiðhjálm. Að óreyndu hefði mátt ætla að hinir nákvæmu og varfærnu Þjóðverjar yrðu fyrri til að tileinka sér reiðhjálmana en hjálmanotkun er afar lítil hjá þeim nema um sé að ræða þjálfun hesta í hindrunarstökki og einhver und- antekningartilvik. Svipaða sögu má segja frá öðrum löndum en lík- lega hafa Svíar gengið manna lengst í reiðhjálmavæðingu þar sem notkun reiðhjálma er lög- bundin og notkun þeirra hefur mikil áhrif á tryggingabætur verði hestamenn þar fyrir slysum í út- reiðum. Bara heimska, kæruleysi og slæmur ávani Nokkrir kunnir reiðmenn voru spurðir hvort þeir notuðu reið- hjálma. Sigurbjörn Bárðarson sagðist ekki nota reiðhjálm að staðaldri og ástæðan væri bara slæmur vani, hann kvaðst mjög fylgjandi notkun reiðhjálma en þó ekki fylgjandi því að lögbinda notkun þeirra. Sigurður Sæmundsson, bóndi í Holtsmúla og landsliðseinvaldur, kvaðst því miður ekki nota hjálm að staðaldri og þegar hann var spurður hvers vegna hló hann við og sagði: „Ætli það sé ekki bara fyrir heimsku sakir að ég geri það ekki,“ og bætti við: „Þegar ég er við kennslu á Hólaskóla nota ég alltaf reiðhjálm enda er þar skylda allra nemenda að nota hjálma og því ekki annað við hæfi en kennari noti reiðhjálm.“ Sigurður kvaðst því fylgjandi að menn notuðu reið- hjálma og sagði að endingu að lík- lega væri komið að þeim tíma- punkti að hann yrði að gera bragarbót í þessum efnum. Sigurður Sigurðarson í Þjóðólfs- haga kvað nei við spurningunni. „Ég nota að vísu hjálm einstaka sinnum en alltof lítið og ætli megi ekki bara flokka þetta undir kæruleysi. Ástæðurnar eru líklega þær að mér hefur ekki þótt þægi- legt að vera með hjálm og svo hitt að maður telur sig það öruggan að ekki sé þörf á því – þangað til eitt- hvað kemur fyrir. Það gengur sjálfsagt ekki lengur að berja hausnum við steininn,“ sagði Sig- urður og talaði í líkingum. Knapi ársins, Daníel Jónsson í Neðra-Seli, segist alltaf nota hjálm nema þegar hann gleymi að setja hann upp og víst komi það stundum fyrir. „Við hérna á Neðra-Seli, kona mín og dóttir kappkostum að nota alltaf hjálma þegar við förum á bak en eins og ég segi þá vill það stundum gleymast hjá mér en þær fara ekki bak án hjálmsins,“ sagði Daníel að endingu. Þórður Þorgeirsson, sem er ný- fluttur að Akurgerði í Ölfusi, seg- ist verða að viðurkenna að hann noti ekki hjálm að staðaldri. Hann sé síður en svo á móti reiðhjálma- notkun en hjá sér sé þetta bara slæmur ávani. „Ég uppálegg unn- ustu minni að nota hjálm en gleymi svo sjálfum mér.“ Einar Öder Magnússon hefur að eigin sögn um langa tíð notað reiðhjálm og sagði að öll hans fjöl- skylda og starfsfólk í Halakoti notaði nýju Casco-reiðhjálmana að staðaldri. „Þeir eru stillanlegir og afar þægilegir,“ bætir Einar við og því finni maður lítt fyrir hjálm- inum, Einar lenti reyndar í óhappi nýlega erlendis þar sem hann var beðinn að prófa hest sem keyptur hafði verið frá Íslandi. Endaði sú prófun á þann veg að klárinn stakk sér illilega og Einar féll af baki – hjálmlaus aldrei þessu vant. Sagði Einar þetta gott dæmi um að aldrei skyldi maður á bak án hjálmsins. Segja má að í þetta skiptið hafi Einar sloppið með skrekkinn, hann reyndar lenti á höfðinu og skrámaðist á enninu en hlaut engin alvarleg meiðsl. Misjafnt öryggisgildi reiðhjálma Um öryggisgildi góðra reið- hjálma verður ekki deilt en á það skal bent að ekki eru allir reið- hjálmar það öryggistæki sem ætla má að þeir séu og veita því falskt öryggi. Að sögn Birgis Skaptason- ar í versluninni Ístölti eru hinir eiginlegu öryggishjálmar merktir með EN 1384 og þýðir að þeir uppfylli ákveðnar lágmarkskröfur um öryggi og tryggi ákveðin ör- yggisgæði. Hjálmar sem merktir eru EN 812 uppfylla ekki sömu kröfur og að sögn Birgis eru þeir þynnri og hinar svokölluðu skeljar eru einnig með þessari merkingu. Hjálmar í þessum flokki veita ein- hverja vörn, til dæmis ef menn reka höfuðið í eða við léttari höf- uðhögg. Þá vekur það athygli að í hinum svokölluðu FIPO-reglum sem keppt verður eftir hér á landi á nýju ári er gerð krafa um að hjálmar sem knapar nota í keppni séu merktir EN 1384. Nokkurs misskilnings hefur gætt varðandi merkingu reið- hjálma og bendir Birgir á að CE- merking segi ekkert um örygg- isgæði heldur aðeins að leyfilegt sé að selja viðkomandi hjálm í Evrópu. Það sem helst hefur brugðist á eldri reiðhjálmum að sögn Birgis eru að festingar hafa viljað slitna og hjálmurinn skoppað af knap- anum þegar síst skyldi en auk þess eru mörg dæmi um að fólk hefur skaðast á höfði þrátt fyrir hjálminn og á hann þar meðal annars við heilamar. Viðurkenndir hjálmar af EN 1384-staðli eru þykkari og draga úr höggi með því að gefa eftir. Segir Birgir að oft komi það fyrir að eigendur hjálma telji að þeir hafi ekki staðist álagið þegar þeir skemmast við það að knapinn falli af baki og lendi á höfðinu en það sé einmitt mikilvægur þáttur í að draga úr högginu að hjálmurinn gefi eftir að vissu marki. Þá segir hann að afgerandi við- horfsbreyting hafi orðið gagnvart nýju hjálmunum sem fyrst þóttu stórir og hallærislegir og knapar sagðir líta út eins og geimfarar. Þá þóttu þeir líkjast mjög reið- hjólahjálmum og þótti ekki viðeig- andi í hestamennsku. „Í dag er þetta breytt og sem betur fer virðist fólk taka þá stefnu að þykja það fallegt sem sé öruggt og gott. Það vegur einnig þungt að tekist hefur að gera þessa hjálma þægilega. Þeir eru léttir og yf- irleitt með góða loftræstingu,“ segir Birgir og bætir við að eitt af umkvörtunarefnum yfir reið- hjálmum sé það hversu mikið menn svitni undan þeim. Þá væru þeir stillanlegir og hægt að vera með þunnar húfur innan undir þeim þegar kalt væri í veðri. Þótt reiðhjálmanotkun sé orðin að heita má almenn á Íslandi hafa hestamenn ekki viljað ganga svo langt að láta lögleiða notkun þeirra. Síðast á landsþingi Landsam- bands hestamannafélaga í haust var felld tillaga þar sem lagt var til að þingið beindi þeim tilmælum til alþingismanna að leggja fyrir hið háa Alþingi Íslendinga tillögu um lögleiðingu á notkun reið- hjálma. Er þetta í annað sinn sem slík tillaga kemur fyrir þing hesta- manna en hún hefur verið felld í bæði skiptin en vissulega gæti slík lögleiðing farið fyrir Alþingi án þess að þing hestamanna sam- þykkti ályktun þess efnis. Hins vegar má ætla að undir öllum kringumstæðum yrði leitað álits hjá samtökum hestamanna ef slík tillaga kæmi fram á Alþingi. Lítið vit í löskuðum kolli Það er því orðið lítið svigrúm fyrir afsakanir fyrir því að nota ekki reiðhjálm í dag. Vilji maður sýna einhverjum væntumþykju sína í verki þá er reiðhjálmur afar góð gjöf handa þeim sem ekki eiga nógu góðan reiðhjálm og einnig er rétt að benda þeim á sem lent hafa í slæmri byltu og hjálmur orðið fyr- ir höggi að láta skoða hjálminn vel því höggvernd hjálmsins getur minnkað komi sprunga í hann og svo ekki sé talað um brot í skel hans. Reiðhjálmur er ótvírætt sá bún- aður hestamennskunnar sem síst skyldi spara í, því höfuð- eða heilalaus erum við lítils virði. Reiðhjálmavæðing hestamennskunnar á Íslandi gekk ótrúlega fljótt fyrir sig þótt vissulega sé henni ekki að fullu lokið. Valdimar Kristinsson hefur oftsinnis haft góð not af reiðhjálmi sínum og sæti vísast ekki við skriftir ef hans hefði ekki notið við á ögurstundum. Sú var tíðin að reiðhjálmar voru að heita má aðeins notaðir til skrauts á Íslandi og þeir tæpast settir í samhengi við öryggismálefni. Það þótti afar huggulegt að fínar dömur væru með þessa svörtu klassísku hjálma og gjarnan hvíta slæðu undir og tilheyrandi. Síðar komu börn og unglingar inn í myndina og þar á eftir fullorðið fólk. Vert að varðveita vitið Morgunblaðið/Vakri Eldri gerð af viðurkenndum reiðhjálmi sem hefur gegnt hlutverki sínu. Knapinn flaug fram af hestinum og lenti á framanverðu höfðinu. Der hjálmsins brotnaði og plastskelin losnaði af sjálfum hjálminum og hann þar með ekki lengur nothæfur sem öryggistæki en er aftur góður vitnisburður um gagnsemi reiðhjálma. Af knapanum er það að segja að hann slapp ómeiddur frá þessum hildarleik þótt höggið hefði verið talsvert. Hestamenn hafa verið frekar snemma á ferðinni með að taka hross á hús og hefur rysjótt tíðarfar undanfarið vafalaust ráðið þar miklu. Nokkuð ber á holdhnjóskum á baki og lend hrossa og það ýtt við mönnum að hýsa. Með- al þeirra sem tóku inn um síðustu helgi voru þau Baldur Reynisson og Anna Hjálmarsdóttir ásamt dótturinni Maríu og eru þau með hryssuna Jóku frá Kringlu sem verður tamin í vetur. Nýjustu gerðir reiðhjálma eru bæði léttir og fara vel á höfði knapa. Einnig er yfirleitt á þeim góð loftkæling sem varnar því að menn svitni sem hefur oft verið ástæðan fyrir því að menn skirrist við að nota hjálma. Reiðhjálma- væðing í hesta- mennskunni vel á veg komin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.