Morgunblaðið - 30.12.2004, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 30.12.2004, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 47 DAGBÓK Nýr áfangi í fagmenntun fyrir versl-unarfólk hefst í janúar þegar 20 nem-endur hefja verslunarfagnám í Verzl-unarskóla Íslands. Námið, sem er þrjár annir, er bæði fólgið í bóklegri menntun í skóla og starfsfræðslu á vinnustað. Námsefni og kennsluhættir miðast við að nemendur séu eldri en þeir sem koma beint úr grunnskóla og hafi einhverja reynslu af verslunarstörfum. Unnið hefur verið að undirbúningi námsins í um tvö ár og eru, að sögn Emils B. Karlssonar, verkefnisstjóra hjá Samtökum verslunar og þjón- ustu (SVÞ) miklar væntingar bundnar við það af hálfu fyrirtækja í greininni og annarra sem kom- ið hafa að undirbúningnum. „Ég vil leyfa mér að fullyrða að hér sé verið að skrifa nýjan kafla í starfsmenntamálum Íslendinga. Í smásöluversl- un hér á landi starfa um 12.000 manns sem er ein fjölmennasta stétt landsins og ekkert heildstætt fagnám hefur verið til fyrir hana þrátt fyrir mjög brýna þörf,“ segir Emil. „Stærstu fyrirtækin í smásöluverslun hafa öll orðið að grípa til þess ráðs að setja upp sérstaka skóla innan sinna vé- banda til þess að leysa úr brýnasta vandanum. Þetta er mjög sérstakt þegar horft er til þess að við höfum lengi verið meðvituð um mikilvægi hvers konar iðnmenntunar, menntun tengda sjó- mennsku og sjávarútvegi, menntun heilbrigðis- stétta auk þess sem lengi hafa verið reknir þrír háskólar á sviði landbúnaðar, en í landbúnaði starfar um 1/3 þeirra sem starfa í smásöluversl- unum, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Allt frumkvæði að þessu námi hefur komið frá atvinnulífinu og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur unnið mikið þrekvirki við þarfagreiningu og gerð námsskrár fyrir fagið. Leitað var til menntamálayfirvalda í byrjun en þaðan fékkst engin fyrirgreiðsla.“ Hvernig er þörf á þessu námi háttað? „Nútíma smásöluverslanir krefjast mikillar sérhæfingar. Þannig eru gerðar kröfur um vöru- þekkingu, innkaupastjórnun, upplýsingatækni, meðferð á vörum eins og ávöxtum, grænmeti og kjöti, framsetningu auk fjölmargra almennra þátta eins og þjónustu, prósentureiknings, mark- aðssetningar o.fl. Með því að hafa tök á öllum þessum þáttum fáum við fagmennsku sem skilar sér í bættum rekstri fyrirtækjanna, aukinni ánægju starfsmanna og bættri þjónustu við neyt- endur.“ Í hverju felst mikilvægi fagmenntunar? „Við getum horft á þetta frá þremur hliðum: Fyrirtækin eru háð því að þau séu rekin af fag- mennsku og hagkvæmni. Samkeppni á milli verslana snýst oft um þjónustu sem starfsmenn þeirra veita og þekkingu á vörum. Því er fag- menntun lykilatriði fyrir fyrirtækin. Gera má ráð fyrir að ímynd starfsins batni líkt og gerst hefur erlendis. Hagur neytenda felst einnig í betri þjónustu og meiri gæðum frá fagmönnum og aukið hagræði í rekstri ætti að skila sér í lægra vöruverði.“ Menntamál | Fagmenntun í verslun ætlað að auka gæði þjónustu og hagkvæmni rekstrar  Emil B. Karlsson er fæddur í Reykjavík árið 1953. Hann lauk fil. cand. prófi í kynning- artækni og uppeld- isfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð og M.Sc í viðskiptafræði. Emil hefur starfað við kennslu og sem kynn- ingarstjóri Iðn- tæknistofnunar 1998– 1996. Þá var hann forstöðumaður Evrópumið- stöðvar á Iðntæknist. 1996–2001, en hefur starfað sem verkefnisstjóri SVÞ frá 2001. Emil er kvæntur Hallveigu Thordarson, for- stöðumanni fæðingarorlofssjóðs hjá TR, og á með henni fjögur börn og eitt stjúpbarn. Neytendum og fyrirtækjum í hag Hestar undir Úlfarsfelli NÆR daglega keyri ég Úlfarsfells- veg og hef því orðið vitni að tveimur hrossum í hólfi þar neðan vegar. Stingandi stráin af næringarlausu grasinu eru orðin anzi fá, ef nokkur eru. Sá sem telur sig eiga þessi hross ætti að huga að ástandi þeirra sem er orðið fremur bágborið, enda hafa þau þurft að standa af sér harð- an vind og vonskuveður eins og mörg önnur íslensk hross en þá er lágmark að þau hafi nægu að bíta og brenna. Að lokum, gamlárskvöld er fram- undan í öllu sínu veldi, gerum ráð- stafanir tímalega, dýranna vegna. HBK. Áskorun GÓÐIR Íslendingar. Nú er lag að gefa af sér – nú er ekki tími sjálfselsku/sjálflægni. Það fjármagn sem við ætluðum okkur í skotelda – eða brot af því – gefum við í neyðaraðstoð vegna náttúru- hamfaranna í Suðaustur-Asíu. Við vitum að oft er þörf en nú er nauðsyn að standa saman og skynja samkennd með fólkinu sem lenti í þessum hryllingi. Móðir og kennari. Hver þekkir vísuna? Hvert sem leið þín liggur lífs um ófarinn stig, bið ég guð að greiða götuna fyrir þig. Hver er höfundur þessarar vísu? Þeir sem gætu gefið upplýsingar hafi samband í síma 892 4194. Carmen er týnd CARMEN er kolsvört kisa með bleika ól, eins og hálfs árs gömul. Hún hvarf frá heimili sínu að Vest- urbergi 27 á annan í jólum og hefur getað villst í nærliggjandi hverfi eða komist inn um glugga í kjallara eða í geymslur. Carmen er mannafæla og því þarf að fara varlega að henni. Þeir sem hafa séð til Carmenar eru beðnir að hafa samband í síma 557 6551, 692 0149 eða 694 1014. Köttur týndist í miðbæ Hafnarfjarðar KÖTTURINN minn, hann Draum- ur, týndist að kvöldi jóladags þegar hann slapp út úr húsinu okkar í miðbæ Hafnarfjarðar. Hann er bröndóttur, með hvíta bringu og hvítar loppur. Hann er eyrnamerkt- ur, en var ekki með hálsól þegar hann týndist. Ef þú hefur séð hann eða veitt honum skjól undan kuld- anum þá vinsamlega hafðu samband við pabba minn í síma 860 9248 sem allra fyrst. Eva Lena, 7 ára. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. Rf3 g6 2. d4 Bg7 3. g3 c5 4. c3 Db6 5. Bg2 Rf6 6. 0–0 0–0 7. d5 d6 8. He1 e6 9. e4 exd5 10. exd5 Bg4 11. Ra3 Rbd7 12. Db3 Dxb3 13. axb3 Rxd5 14. Rb5 Hfd8 15. Rxd6 Bxf3 16. Bxf3 Re5 Fyrir skömmu var haldin keppni fjögra landsliða á Netinu. Kínverjar urðu efstir með 14 vinninga og Frakkar og Rússar komu næstir með 13 vinninga en Armenar ráku lestina með 8 vinn- inga. Staðan kom upp í viðureign Rússa og Armena þar sem Vadim Zvjaginsev (2.650) hafði hvítt gegn Artashes Min- asjan (2.581). 17. Hxe5! Bxe5 18. Rxb7 Hd7 19. Rxc5 Hdd8 20. c4! Þetta þurfti hvítur að sjá þegar hann fórnaði skipta- muninum þar eð nú nær hann honum til baka í ljósi þess að 20. … Hac8 yrði svarað með 21. Rb7. 20. … Rb4 21. Bxa8 Hxa8 22. Ha4 Rc6 svartur hefði getað gefist upp með góðri samvisku þar eð hvítur hefur tveimur peðum meira. 23. b4 Hd8 24. b5 Rd4 25. Kg2 Rc2 26. Hxa7 Bd4 27. Hd7 Hc8 28. Rb3 Hxc4 29. Bh6 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. KÓR Menntaskólans í Reykjavík syngur út jólin í Dómkirkjunni í kvöld kl. 20.30. Að- gangur er ókeypis og efnisskrá tónleikanna fjölbreytt jólatónlist og -söngvar. Nokkrir kór- félagar munu syngja einsöng með kórnum og aðrir leika á hljóð- færi. Stjórnandi kórsins er Marteinn H. Frið- riksson og er þetta tí- unda árið sem hann stjórnar kórnum. Jólasöngvar Kórs MR SÖNGLEIKURINN Hárið verður sýndur í síðasta sinn í Austurbæ í kvöld kl. 20, en alls hafa farið fram um fimmtíu sýningar síðan hann fór á fjalirnar í sumar. Tæplega 25.000 gestir hafa komið að sjá Hárið og eru leikarar og aðrir aðstandendur verks- ins afar ánægðir með þann árangur. Miðasalan í Austurbæ er opin frá kl. 14- 18 í dag, en örfá sæti eru enn laus á þessa lokasýningu Hársins. Morgunblaðið/ÞÖK Síðasta sýning Hársins RJÓMI íslenskra poppara mun koma fram á tónleikum til stuðn- ings Styrktarfélagi krabba- meinssjúkra barna í kvöld kl. 19 í Háskólabíói. Tónleikarnir eru á vegum fyrirtækisins Concert sem sérhæfir sig í stuðningi við tónlistarmenn og ýmiss konar tónleikahaldi. Þeir listamenn sem koma þar fram eru: Sálin hans Jóns míns, sem hafa tekið þátt frá upphafi, Bubbi Morthens, Paparnir, Birg- itta Haukdal, Nylon, Í svörtum fötum, Á móti sól, Hæsta hendin, og Idol-drengirnir Jón Sigurðs- son og Kalli Bjarni. Söfnunarféð verður afhent í hléi tónleikanna, en stefnt er að því að safna yfir tveimur millj- ónum. Allir sem koma að tónleik- unum á einhvern hátt gefa vinnu sína. Poppað til styrktar krabbameinssjúkum börnum Sálin hans Jóns míns hefur ekki látið sitt eftir liggja í baráttunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.