Morgunblaðið - 30.12.2004, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 30.12.2004, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 51 MENNING Munið að slökkva á kertunum ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ Æskilegt er að setja reglur um kerti og kertaskreytingar á vinnustöðum. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins ❄ Susan Sontag lést síðastliðinnmánudag 71 árs að aldri.Sontag var einn af áhrifa- mestu hugsuðum Bandaríkjanna frá því á sjöunda áratugnum er hún sendi frá sér hina frægu rit- gerð „Notes on Camp“ og greina- safnið Against Interpretation en í báðum þessum verkum gekk hún þvert á fagurfræði samtímans. Og þannig áttu skrif hennar eftir að vera, nýstárlegar og hugmynda- ríkar athug- anir á sam- tímamenningu sem fengu les- endur iðulega til þess að sjá nýjar hliðar á hlutunum. Henni var fátt óviðkomandi. Þótt hún sé þekkt- ust fyrir skrif sín um fagurfræði og skáldskap þá fjallaði hún einn- ig um kvikmyndir, samfélagsmál og táknræna merkingu sjúkdóma í samfélaginu svo eitthvað sé nefnt. Síðasta bók hennar heitir Regarding the Pain of Others og fjallar um ljósmyndun og rödd hennar í samtímanum. Og ein af síðustu greinum hennar fjallaði um pyntingarnar í Abu Grahib fangelsinu í Írak og birtist í maí síðastliðnum. Sontag átti sömu- leiðis að baki fjórar skáldsögur, sú síðasta In America kom út árið 2000, smásagnasafnið I, Etcetera (1978), leikrit og kvikmynda- handrit. Hjálmar Sveinsson útvarps- maður og heimspekingur hefur kynnt sér verk Sontags vel og vinnur að útgáfu á nokkrum greina hennar í íslenskri þýðingu. Hann segir hana andplatónista. „Í einni af fyrstu ritgerðunum hennar Gegn túlkun (Against Int- erpretation) gagnrýnir hún bók- menntafræðinga sem séu sífellt að leita að dulinni merkingu und- ir textunum sem þeir fjalla um, í stað þess að nema hljómfall og stíl textans eins og hann er á blaðinu. Í stað endalausrar túlk- unar sem leitar alltaf burt frá textanum ættum við rækta með okkur erótískt samband við text- ann eins og hann er. Þetta er af- staða gegn platónismanum sem lítur á veruleikann eins og hann birtist okkur sem plat. Susan Sontag hefur áhuga á hinum sýnilega veruleika en ekki hinu ósýnilega; það er rauði þráðurinn í skrifum hennar um bókmenntir, ljósmyndir, kvikmyndir, stríð og pólitík. Í síðustu ritgerðinni „Sársauki annarra“ fjallar hún á mjög beittan hátt um það ein- kenni okkar menningar að vera sífellt að fylgjast með þjáningum annarra í blöðum og sjónvarpi. Susan Sontag er að mínum dómi snjallasti eyssayisti síðari tíma. Skrif hennar eiga ekki að sanna eitt né neitt og þeim er ekki ætl- að að byggja upp akademíska kenningu um veruleikann. Þau eru miklu frekar knúin áfram af sterkri réttlætiskennd og næmi fyrir fegurð hlutanna eins og þeir birtast okkur á stundum. Hún hnitar stöðugt stóra og smáa hringi í kringum kjarna hvers máls, kjarna sem reynist oft vera óleysanleg þversögn. Ef við líkj- um henni við tónlistarmann, þá er hún jazzleikari sem spinnur út frá ákveðnum stefjum; jazzleikari sem metur frelsi sitt ofar öllu og pælir aldrei í fastri stöðu við há- skólann.“    Sontag var ekki aðeins hluti afbandarískum mennta- mannakreðsum heldur var hún líka stjarna, allir vissu hver hún var, allir þekktu hana í sjón, hún kom fyrir í bíó- myndum Woodys All- en og Andys Warhol og það var skrifað um hana í tímaritum á borð við Rolling Stone. Hún var alltaf mjög umdeild eins og kemur fram í minn- ingargrein í New York Times á þriðju- daginn var. Þar segir að henni hafi í senn verið lýst sem kraft- mikilli, veikri, frum- legri, ófrumlegri, barnslegri, margbrot- inni, vinalegri, frá- hrindandi, yfirlæt- isfullri, lýðskrumara, púritanskri, hóflausri, einlægri, tilgerðar- legri, meinlætamann- eskju, munaðarsegg, hægrimanni, vinstri- manni, hyldjúpri, yf- irborðslegri, ástríðu- fullri, jarðbundinni, kreddufastri, tví- bentri, auðskilinni, óskiljanlegri, óröklegri, röklegri, kaldri, til- finningasamri, sínýrri, eftirá, hrifnæmri, þunglyndri, fyndinni, húmorslausri, svipbrigðalausri, flugmælskri, nöldrunarsamri og greindri. Enginn sagði hana nokkurn tímann leiðinlega.    Sontag greindist með brjósta-krabbamein árið 1976 og barðist við sjúkdóminn og afleið- ingar hans allt til dauðadags. Hún fór í mikla lyfjameðferð þeg- ar hún greindist með sjúkdóminn sem vinir hennar og aðdáendur kostuðu en sem starfandi rithöf- undur hafði hún aldrei greitt í neina tryggingasjóði. Í viðtali í The Times Magazine árið 1992 sagðist hún hafa óttast dauðann mjög, hún hefði fyllst hræðilegri sorg en hún hefði ekki viljað gef- ast upp, hún hefði elskað lífið of mikið, auk þess sem hún kynni að meta það þegar fólk berðist fyrir lífi sínu. Hún segist hins vegar aldrei hafa losnað við hræðsluna, „maður losnar aldrei undan vitn- eskjunni um að maður var dauð- vona, manni líður alltaf eins og maður hafi lifað af dauðann“. Hún segist þó aldrei geta tekið eigin óhamingju mjög alvarlega þegar hún hugsi til þess hversu illa statt fólk sé flest í heiminum. Susan Sontag öll ’„Ef við líkjum hennivið tónlistarmann, þá er hún jazzleikari sem spinnur út frá ákveðnum stefjum…“‘ AF LISTUM Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Reuters Sontag tekur hér við National Book Award fyrir skáldsögu sína In America árið 2000. MAÐUR hefur verið færður til yfirheyrslu hjá norsku lögreglunni vegna gruns um aðild að ráninu á málverk- unum Madonnu og Ópinu eftir Edvard Munch, sem stolið var úr Munch-safninu í Osló í ágúst og eru enn ófundin. Frá þessu var greint á fréttavef norska Dagbladet fyrir skömmu. Hinn ónefndi 37 ára gamli karlmaður hefur neitað sök- um og segist hafa fjarvistarsönnun, sem þó þykir nokkuð ótrygg. Tveir aðrir menn, sem hafa áður komið við sögu lögreglunnar í vopnuðum ránum í Osló, eru einnig grun- aðir um aðild. Rannsókn á svartri bifreið af gerðinni Audi gegnir lykilhlutverki Í síðari hluta ágústmánaðar á þessu ári réðust tveir grímuklæddir og vopnaðir menn inn í safnið. Annar þeirra hélt öryggisverði og safngestum í gíslingu á með- an hinn greip málverkin tvö. Þeir flúðu af vettvangi með ránsfenginn í svartri bifreið sem ekið var af samstarfs- manni. Rannsókn á bifreiðinni, sem er af gerðinni Audi, gegndi lykilhlutverki í þeim framgangi málsins sem nú er orðinn. Yfirheyrslurnar þykja renna stoðum undir þá kenningu að þjófnaðinum hafi verið ætlað að dreifa athygli lögregl- unnar frá einhverjum öðrum glæp, segir í breska dag- blaðinu The Guardian. Munch-safnið hefur verið lokað síðan í nóvember og verður opnað á ný í júní, eftir breytingar á öryggiskerfi þess, sem kostað hafa um 50 milljónir norskra króna, eða um 500 milljónir íslenskra. Grunaður um Munch-þjófnaðinn AP Madonna eftir Edvard Munch, annað verkanna sem rænt var í ágúst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.