24 stundir - 30.11.2007, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir
VÍÐA UM HEIM
Algarve 17
Amsterdam 8
Ankara 10
Barcelona 13
Berlín 3
Chicago 1
Dublin 7
Frankfurt 1
Glasgow 9
Halifax 7
Hamborg 5
Helsinki -4
Kaupmannahöfn 5
London 11
Madrid 9
Mílanó 9
Montreal 2
München 3
New York 7
Nuuk -9
Orlando 18
Osló 3
Palma 21
París 5
Prag 4
Stokkhólmur 4
Þórshöfn 5
Norðaustan 13-20, en 18-25 norðvestantil.
Talsverð rigning eða slydda á Austurlandi, él
norðantil, en þurrt að kalla um landið suð-
vestanvert. Hiti 0 til 6 stig, en kólnandi.
VEÐRIÐ Í DAG
5
2
1 2
3
Slydda á Austurlandi
Norðaustan 8 til 15 metrar á sekúndu. Él, en
léttir til sunnanlands sem og vestanlands.
Vægt frost víðast hvar á landinu þennan laug-
ardaginn.
VEÐRIÐ Á MORGUN
5
1
1 1
2
Léttir til sunnanlands
„Það eru mikil tíðindi og slæm
ef einstakir skólar hafa talið sig
þurfa að láta undan kröfum um að
hætt verði við að taka á móti Nýja
testamentinu í grunnskólum,“ seg-
ir Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís-
lands.
Gídeonfélagið hefur fært öllum
grunnskólum Nýja testamentið að
gjöf á hverju ári í meira en hálfa
öld. Nú hafa athugasemdir verið
gerðar í tilteknum skólum.
Kærkomið hingað til
Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís-
lands, segir að ef rétt sé að Gídeon-
félaginu hafi verið meinað að
dreifa Nýja testamentinu til grunn-
skólabarna þá sé það í fyrsta sinn.
„Skólar hafa tekið þessu fagnandi.
Kristinfræði er lögbundin í íslensk-
um grunnskólum og Nýja testa-
mentið er auðvitað grundvallarrit í
þeirri fræðslu, þannig að þetta
skýtur mjög skökku við.“
Oftúlkanir í gangi
Skrifstofa Gídeonfélagsins var
lokuð í gær, en Siðmennt telur að
Biblíudreifing í grunnskólum sé
ekki í samræmi við jafnan rétt trú-
félaga. Karl telur Siðmennt hat-
römm samtök. Honum finnst
ótrúlegt að skólar láti kúga sig til að
afþakka kærkomna gjöf. Biskup
telur hættulegt ef fólk þorir ekki að
tjá hug sinn vegna krafna sterkra
afla með aðra sýn. Kirkjan vilji
styðja foreldra til að sinna kristi-
legu uppeldi. beva@24stundir
Gídeonfélagið hefur dreift Biblíum í skólum í meira en hálfa öld
Nýja testamentið afþakkað
Biskup Kirkjan hefur ekki ákveðið
nein viðbrögð við þrýstingi gegn
kirkjunni í skólum landsins.
Dæmi eru um að sjúklingar og
starfsfólk á Landspítala hafi fengið
mjög sterk ofnæmisviðbrögð vegna
blóma sem gestir koma með á spít-
alann, segir Björg Sigurbjörnsdótt-
ir aðstoðarhjúkrunarforstjóri spít-
alans.
Af þessum sökum hafa blóm
verið bönnuð „á lungnadeild því
sumir sjúklingar þola enga lykt og á
heila- og taugaskurðdeild þar sem
óvæntur hnerri setur heilsu sjúk-
lings í hættu,“ segir hún.
Á þeim deildum sem blóm eru
bönnuð eru skilti sem tilgreina að
ekki skuli koma með jólastjörnur,
hýasintur eða liljur. Að sögn Bjarg-
ar þykja liljur sérstaklega slæmar
þar sem þær eru mjög lyktsterkar
og berst lyktin af þeim mjög langt.
fifa@24stundir.is
Blóm bönnuð á sumum deildum spítala
Engar jólastjörnur
eða hýasintur
Ólafur F. Magnússon hyggst taka
sæti í borgarstjórn Reykjavíkur
næstkomandi laugardag og stendur
til að hann verði kosinn forseti
borgarstjórnar á þriðjudaginn.
Þetta var tilkynnt á fundi borg-
arráðs í gær að sögn Björns Inga
Hrafnsson, formanns borgarráðs.
Heimildir 24 stunda herma að Ólaf-
ur hafi verið beðinn um að skila
læknisvottorði til borgarinnar um
að hann væri heill heilsu en hann
hefur verið í veikindaleyfi frá því
skömmu eftir síðustu kosningar.
Ákvæði eru um það í kjarasamn-
ingum starfsmanna Reykjavíkurborgar að þeir skili læknisvottorði þegar
þeir koma aftur til vinnu eftir löng veikindi. Engin fordæmi eru hins veg-
ar fyrir því að óskað sé eftir slíku við kjörna fulltrúa.
fifa@24stundir.is
Ólafur látinn skila vottorði
sem Öryrkjabandalagið hefur
undirbúið. Útgjöld lífeyrissjóð-
anna sem deilan snýst um eru 240
milljónir á ári og á fjárlögum var
gert ráð fyrir að 100 kæmu frá
ríkinu gegn frestun skerðingar.
Ráðherra vonar að sjóðirnir komi
aftur til viðræðna um að reyna að
hraða málinu, en meira fé sé ekki
í boði.
beva@24stundir.is
Sautján hundruð illa settir ör-
yrkjar missa bætur vegna ákvörð-
unar lífeyrissjóðanna um að
skerða bætur eins og boðað var.
Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sig-
urðardóttir, hefur ekki fleiri ráð í
hendi sér.
Jóhanna segir mikil vonbrigði að
lífeyrissjóðirnir skyldu ekki taka
boði hennar um 100 milljóna
króna tímabundið framlag rík-
isins á móti því að skerðingu bóta
yrði frestað þar til lausn fyndist.
„Ég hef gert það sem ég get og hef
ekkert útspil á móti. Niðurstaðan
er sú að sautján hundruð ör-
yrkjar úr hópi þeirra sem minnst
hafa milli handanna missa nú allt
að sjötíu þúsund krónur á mán-
uði,“ segir hún. „Ríkisstjórninni
er gert erfitt að nota peningana
til að bæta kjörin beint, víxlverk-
anir skerðinga hafa þau áhrif að
ef bætt er við á einum stað er
skert á móti á öðrum.“
Jóhanna harmar að eina leiðin
virðist nú vera dómstólaleiðin
Bætur 1700 öryrkja lækka
Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur
beva@24stundir.is
Íslenska þjóðkirkjan og stjórnvöld
hafa eytt misskilningi um stöðu
kristinnar trúar inni í grunnskól-
um landsins. Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráð-
herra segir alveg ljóst að bréf sem
sent var skólastjórnendum hafi
ekki átt að girða fyrir fermingar-
ferðir grunnskóla. Bréfið hafi átt að
árétta að fermingarfræðsla sé ekki
hluti af skóladagatalinu. Áfram
verði heimilt að skipuleggja ferm-
ingarferðir eins og áður, í samráði
við foreldra.
Áfram á kristnum grunni
Ráðherra segir Siðmennt mis-
skilja ef félagið heldur að kristin
gildi og menning eigi að víkja úr
grunnskólum. Þorgerður Katrín
segir að það sé algjör fásinna,
kristnin sé hluti af íslensku sam-
félagi. „Það stendur ekki til að yf-
irgefa kristin gildi, við eigum ekki
að vera feimin við þau. Ætla menn
að banna litlu jólin og afnema
jólafrí og páskafrí? Jólin eru hluti af
okkar samfélagi, en ekki kjara-
samningsatriði. Hér er þjóðkirkja
og við erum ekki að hverfa frá
kristnum gildum. Þá er rangur
skilningur að skólar megi ekki fara
með börnin til kirkju.“
Bókstafstrú trúleysis
Þorgerður Katrín telur ekki
óeðlilegt að biskup hafi áhyggjur af
að þrengt sé að kirkjunni. En hún
þurfi ekki að falla í örvilnan þótt
mál séu rædd. Menntamálaráð-
herra varar við rétttrúnaði trú-
lausra.
Karl Sigurbjörnsson biskup segir
augljóst að sterkar raddir vilji loka
kirkjuna úti frá skólum og leikskól-
um. En foreldrar styðji það ekki.
Fámennur, sterkur minnihluta-
hópur geri nú atlögu að kirkjunni.
„Þetta eru hatrömm samtök sem
vilja að öllu leyti stöðva aðkomu
trúarinnar í skólum.“
Biskup skynjar viðbrögð for-
eldra þannig að þeim ofbjóði
frekjugangur hinna fáu. Mennta-
málaráðherra hafi sýnt stuðning
við trúna í orði og verki. Karl Sig-
urbjörnsson biskup efast ekki um
að sá misskilningur sem bréf vegna
fermingarferða hefur valdið í
grunnskólum verði leiðréttur.
Trúboð gegn
kristni í skólum
Menntamálaráðherra segir fásinnu að vilja kristni úr skólum.
Biskup treystir á foreldra gegn frekju hinna fáu
Menntamálaráðherra Þor-
gerður Katrín segir að kristin
gildi og menning eigi ekki að
víkja úr grunnskólum.
➤ Menntamálaráðherra og bisk-up Íslands hafa gert út um
misskilning vegna ferming-
arferða grunnskóla.
➤ Ferðirnar verða áfram farnará skólatíma svo framarlega
sem skólar, foreldrar og
kirkja koma sér saman um
þær.
SAMSTAÐA UM SKILNING
24stundir/Golli
STUTT
● Forseti Jón Gunnar Ottósson,
forstjóri Náttúrufræðistofn-
unar, var í gær kosinn forseti
Bernarsamningsins á aðild-
arríkjafundi samningsins.
Samningurinn fjallar um
verndun villtra plantna og dýra
í Evrópu.
● Kjaramál Verkalýðsfélag
Akraness er ekki tilbúið að slá
af þeim kröfum sem fram hafa
verið lagðar til Samtaka at-
vinnulífsins. Félagið vonast
eftir sátt innan SGS um að
standa fast við kröfurnar.
● Eftirlit 90 ökumenn voru
myndaðir vegna hraðaksturs á
Eiðsgranda eftir hádegi í gær.
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
LJÓÐMYNDALINDIR
Einstök bók þar sem Gísli Sigurðsson, fyrrv. ritsjóri fléttar saman ljóðum
og úrvali málverka sinna.
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík
s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is
www.skrudda.is
„Hver myndin annarri
fallegri og skemmtilegri
blasir við og þegar ég
gríp niður í ljóðin sé
ég að þar er margt
áhugavert.“
Guðrún Guðlaugsdóttir,
Morgunblaðinu.