24 stundir - 30.11.2007, Page 3

24 stundir - 30.11.2007, Page 3
Vísindaheimurinn Glæsilegar bækur um náttúrufræði fyrir börn og unglinga Í fyrra komu fyrstu fjórar bækurnar í þessum flokki út og njóta þær mikilla vinsælda. Nú bætast þrjár við og snemma á næsta ári koma þrjár síðustu bækurnar út. Þær eru einkum sniðnar að þörfum 10-14 ára barna og eru gífurlegur þekkingarbrunnur sem allir geta haft gagn og gaman að. Glæsilegt myndefni og lífleg framsetning. Frábærar bækur handa fróðleiksþyrstum krökkum. [Nú] birtast á íslensku tíu bækur um vísindaheiminn sem mér finnst svo vel unnar að nýta ætti þær við kennslu í grunnskólum. Hver þeirra fjallar á aðgengilegan hátt um jörðina, geiminn, plöntur, dýr og mannslíkamann, eðlisfræði, vélar og tækni, merka vísindamenn og uppfinningar. ... Myndefnið er skýrt og lipurlega ofið saman við textann og þýðendur hafa vandað sig. ... bækurnar má annars vegar lesa eftir einum samfelldum þræði og hins vegar fylgja tilvísunum í texta sem benda á margþættar slóðir um vísindaheiminn. Þannig kenna bækurnar vísindaleg vinnubrögð auk þess að auka þekkingu. – Helgi Björnsson, jöklafræðingur Mbl. Þessar bækur komu út í fyrra og má enn nálgast þær í bókaverslunum og hjá forlaginu. SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Síðustu bækurnar í flokknum koma út snemma á næsta ári:

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.