24 stundir - 30.11.2007, Blaðsíða 4

24 stundir - 30.11.2007, Blaðsíða 4
SUÐURLANDSVEGUR Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Tvöföldun Suðurlandsvegar verð- ur boðin út næsta haust og fram- kvæmdir munu hefjast í kjölfarið. Kristján L. Möller samgönguráð- herra og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra tjáðu fulltrúum Sunnlendinga þetta á fundi síðast- liðinn mánudag. Veglínan þegar ákveðin Þorvarður Hjaltason, fram- kvæmdastjóri Sambands sunn- lenskra sveitarfélaga á Suðurlandi (SASS), segir að ráðherrarnir hafi fullvissað sig um að málið væri í fullum gangi. „Okkur var tjáð að það væri stefnt að því að bjóða verkið út næsta haust. Það er enn verið að vinna að skipulagsmálum og öðrum undirbúningi en sveitar- félögin hér í Árnessýslu eru búin að koma sér saman um veglínu. Við höfum síðan verið á fundum með Vegagerðinni út af skipulags- málum og öðru slíku. Þannig að þetta er að gerast og verður. Það er ekki spurning.“ Vesturlandsvegur líka í vinnslu Samráðshópur þriggja ráðherra; samgöngu-, viðskipta- og fjár- málaráðherra, hefur unnið að mál- inu undanfarna mánuði, en Krist- ján L. Möller tilkynnti í lok ágúst að ráðist yrði í framkvæmdina. G. Pétur Matthíasson, upplýs- ingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir starfshóp vera með tvöföldun Suð- ur- og Vesturlandsvegar í fullri vinnslu. „Það er reiknað með að lágmarki níu mánuðum í skipu- lagsvinnu og umhverfsimat þannig að það passar þá að þeir kaflar sem styst er í verði boðnir út í haust. Ég reikna með því að þetta verði boð- ið út í áföngum því skipulagsvinna er mun styttra á veg komin hjá sveitarfélögunum á höfuðborgar- svæðinu sem koma að þessu en hinum.“ Hann segir enn ekki liggja fyrir hvort um opinbera eða einkafram- kvæmd verður að ræða. Fjögur banaslys hafa orðið á Suðurlands- vegi það sem af er þessu ári, þar af tvö á síðustu tveimur vikum. Alls hafa 58 banaslys orðið á veginum frá árinu 1972. Tvöföldun boð- in út á næsta ári  Tvöföldun Suðurlandsvegarins verður boðin út haustið 2008  Sveitarfélög í Árnessýslu hafa komið sér saman um veglínu Banaslys Banaslys varð á Suður- landsvegi fyrr í þessum mánuði þeg- ar vörubifreið skall á jeppa; og ann- að eins slys varð í fyrradag. ➤ Rúmlega ellefu þúsund bif-reiðar keyra um Suðurlands- veg á degi hverjum. ➤ Hluti vegarins er með tværakreinar í aðra áttina og eina í hina. Vegurinn er ekki upp- lýstur á köflum. ➤ 58 manns hafa látist í umferð-arslysum á Suðurlandsvegi frá árinu 1972. 4 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir „Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp úr um það, að beiting lögreglu á tálbeitum til að búa til glæp sem hefði annars ekki verið framinn, stangist á við meg- inreglu mannréttindasáttmála Evr- ópu um réttláta málsmeðferð,“ segir Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður. Í grein í 24 stundum í gær velti Ágúst Ólafur Ágústsson, varafor- maður Samfylkingarinnar, því upp hvort ekki væri rétt að binda slíka heimild í lög. Búið er að lögbinda mannrétt- indasáttmálann hér á landi. „Þetta er því orðið hluti af íslenskri lög- gjöf og í samningnum felst að það er mannréttindadómstóllinn sem túlkar meint brot á samningnum. Þannig að það er enginn vafi á því að við erum bundin af þessari reglu. Enda staðfesti Héraðsdómur Reykjavíkur það í Kompásmálinu,“ segir Sveinn Andri. Hann setur einnig spurningar- merki við hugmynd þingmannsins um að gera það sem hann kallar „nettælingu gagnvart börnum í kynferðislegum tilgangi“ refsiverða í sjálfri sér. „Hvort sem um er að ræða síma, bréf, tölvupóst eða MSN er hægt að ofbjóða velsæmi fólks og menn hafa verið dæmdir fyrir velsæmis- brot á netinu. Hvar á að draga mörkin á milli annars vegar losta- fulls tals á netinu sem hugsanlega er brot á velsæmi og nettælingar hins vegar?“ hlynur@24stundir.is Lögmaður setur spurningarmerki við hugmyndir Ágústs Ólafs Brot á mannréttindasáttmála Sveinn Andri Gerir athugasemdir við hugmyndir Ágústs Ólafs. Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Miðað er við einfalt kort, mynd 10 x 15 með áföstum stöðluðum texta við hliðina, umslög fylgja. Athugið að allir söluaðilarnir veita afslátt ef um er að ræða fleiri myndir heldur en nefnt er í töflu. Út nóvember er tilboð hjá Myndval, 20% afsláttur og hjá Pedromyndum 99 kr. myndin. 45% munur á kortunum Kristín Einarsdóttir NEYTENDAVAKTIN Jólakort, einfalt kort m/ mynd 10x15 ásamt stöðluðum texta Verslun Verð (fjöldi) Verðmunur Framköllunarþjónustan Borgarn. 100 (1-20) Ljósmyndavörur 130 (1-29) 30,0 % Myndval 135 (10-39) 35,0 % Pedromyndir Akureyri 135 (1-29) 35,0 % Pixlar 135 (1-59) 35,0 % Hans Petersen 145 (1-29) 45,0 % Hæstiréttur hefur dæmt rúm- lega þrítugan karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir heift- úðuga og hættulega líkamsárás en maðurinn réðst á fyrrum unnustu sína og vafði sæng um höfuð hennar og þrýsti að and- litinu þannig að konunni lá við köfnun. Hún náði að komast út úr íbúðinni og hringja á lög- reglu sem handtók manninn. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða konunni 1,2 millj- ónir í bætur. mbl.is Réðst á fyrrum unnustu Hættuleg árás
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.