24 stundir - 30.11.2007, Blaðsíða 4
SUÐURLANDSVEGUR
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@24stundir.is
Tvöföldun Suðurlandsvegar verð-
ur boðin út næsta haust og fram-
kvæmdir munu hefjast í kjölfarið.
Kristján L. Möller samgönguráð-
herra og Björgvin G. Sigurðsson
viðskiptaráðherra tjáðu fulltrúum
Sunnlendinga þetta á fundi síðast-
liðinn mánudag.
Veglínan þegar ákveðin
Þorvarður Hjaltason, fram-
kvæmdastjóri Sambands sunn-
lenskra sveitarfélaga á Suðurlandi
(SASS), segir að ráðherrarnir hafi
fullvissað sig um að málið væri í
fullum gangi. „Okkur var tjáð að
það væri stefnt að því að bjóða
verkið út næsta haust. Það er enn
verið að vinna að skipulagsmálum
og öðrum undirbúningi en sveitar-
félögin hér í Árnessýslu eru búin
að koma sér saman um veglínu.
Við höfum síðan verið á fundum
með Vegagerðinni út af skipulags-
málum og öðru slíku. Þannig að
þetta er að gerast og verður. Það er
ekki spurning.“
Vesturlandsvegur líka í vinnslu
Samráðshópur þriggja ráðherra;
samgöngu-, viðskipta- og fjár-
málaráðherra, hefur unnið að mál-
inu undanfarna mánuði, en Krist-
ján L. Möller tilkynnti í lok ágúst
að ráðist yrði í framkvæmdina.
G. Pétur Matthíasson, upplýs-
ingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir
starfshóp vera með tvöföldun Suð-
ur- og Vesturlandsvegar í fullri
vinnslu. „Það er reiknað með að
lágmarki níu mánuðum í skipu-
lagsvinnu og umhverfsimat þannig
að það passar þá að þeir kaflar sem
styst er í verði boðnir út í haust. Ég
reikna með því að þetta verði boð-
ið út í áföngum því skipulagsvinna
er mun styttra á veg komin hjá
sveitarfélögunum á höfuðborgar-
svæðinu sem koma að þessu en
hinum.“
Hann segir enn ekki liggja fyrir
hvort um opinbera eða einkafram-
kvæmd verður að ræða. Fjögur
banaslys hafa orðið á Suðurlands-
vegi það sem af er þessu ári, þar af
tvö á síðustu tveimur vikum. Alls
hafa 58 banaslys orðið á veginum
frá árinu 1972.
Tvöföldun boð-
in út á næsta ári
Tvöföldun Suðurlandsvegarins verður boðin út haustið 2008
Sveitarfélög í Árnessýslu hafa komið sér saman um veglínu
Banaslys Banaslys varð á Suður-
landsvegi fyrr í þessum mánuði þeg-
ar vörubifreið skall á jeppa; og ann-
að eins slys varð í fyrradag.
➤ Rúmlega ellefu þúsund bif-reiðar keyra um Suðurlands-
veg á degi hverjum.
➤ Hluti vegarins er með tværakreinar í aðra áttina og eina
í hina. Vegurinn er ekki upp-
lýstur á köflum.
➤ 58 manns hafa látist í umferð-arslysum á Suðurlandsvegi
frá árinu 1972.
4 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir
„Mannréttindadómstóll Evrópu
hefur kveðið upp úr um það, að
beiting lögreglu á tálbeitum til að
búa til glæp sem hefði annars ekki
verið framinn, stangist á við meg-
inreglu mannréttindasáttmála Evr-
ópu um réttláta málsmeðferð,“
segir Sveinn Andri Sveinsson
hæstaréttarlögmaður.
Í grein í 24 stundum í gær velti
Ágúst Ólafur Ágústsson, varafor-
maður Samfylkingarinnar, því upp
hvort ekki væri rétt að binda slíka
heimild í lög.
Búið er að lögbinda mannrétt-
indasáttmálann hér á landi. „Þetta
er því orðið hluti af íslenskri lög-
gjöf og í samningnum felst að það
er mannréttindadómstóllinn sem
túlkar meint brot á samningnum.
Þannig að það er enginn vafi á því
að við erum bundin af þessari
reglu. Enda staðfesti Héraðsdómur
Reykjavíkur það í Kompásmálinu,“
segir Sveinn Andri.
Hann setur einnig spurningar-
merki við hugmynd þingmannsins
um að gera það sem hann kallar
„nettælingu gagnvart börnum í
kynferðislegum tilgangi“ refsiverða
í sjálfri sér.
„Hvort sem um er að ræða síma,
bréf, tölvupóst eða MSN er hægt að
ofbjóða velsæmi fólks og menn
hafa verið dæmdir fyrir velsæmis-
brot á netinu. Hvar á að draga
mörkin á milli annars vegar losta-
fulls tals á netinu sem hugsanlega
er brot á velsæmi og nettælingar
hins vegar?“ hlynur@24stundir.is
Lögmaður setur spurningarmerki við hugmyndir Ágústs Ólafs
Brot á mannréttindasáttmála
Sveinn Andri Gerir athugasemdir
við hugmyndir Ágústs Ólafs.
Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau
verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda.
Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is
Miðað er við einfalt kort, mynd 10 x 15 með áföstum
stöðluðum texta við hliðina, umslög fylgja.
Athugið að allir söluaðilarnir veita afslátt ef um er að
ræða fleiri myndir heldur en nefnt er í töflu.
Út nóvember er tilboð hjá Myndval, 20% afsláttur og
hjá Pedromyndum 99 kr. myndin.
45% munur á kortunum
Kristín
Einarsdóttir
NEYTENDAVAKTIN
Jólakort, einfalt kort m/ mynd 10x15 ásamt stöðluðum texta
Verslun Verð (fjöldi) Verðmunur
Framköllunarþjónustan Borgarn. 100 (1-20)
Ljósmyndavörur 130 (1-29) 30,0 %
Myndval 135 (10-39) 35,0 %
Pedromyndir Akureyri 135 (1-29) 35,0 %
Pixlar 135 (1-59) 35,0 %
Hans Petersen 145 (1-29) 45,0 %
Hæstiréttur hefur dæmt rúm-
lega þrítugan karlmann í 18
mánaða fangelsi fyrir heift-
úðuga og hættulega líkamsárás
en maðurinn réðst á fyrrum
unnustu sína og vafði sæng um
höfuð hennar og þrýsti að and-
litinu þannig að konunni lá við
köfnun. Hún náði að komast
út úr íbúðinni og hringja á lög-
reglu sem handtók manninn.
Maðurinn var einnig dæmdur
til að greiða konunni 1,2 millj-
ónir í bætur. mbl.is
Réðst á fyrrum unnustu
Hættuleg árás