24 stundir - 30.11.2007, Blaðsíða 15

24 stundir - 30.11.2007, Blaðsíða 15
24stundir FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 15 Þingsköp eru ævinlega meðalhelstu áhugamála alþing-ismanna enda fjalla þau um reglurnar á leikvelli þeirra sjálfra eða lýðræðisins, allt eftir því hvernig á það er litið. Deilt var um ræður og lýðræði á þingi í gær, en VG hafnar styttri ræðutíma í drögum að nýjum þingskaparlögum. Ög- mundur Jónasson telur fáheyrt að breyta þingskaparlögum nema samstaða sé um það. Bloggarar vilja víst hvorki lang- ar né stuttar ræður VG. Einn þeirra vísar til frægra ummæla Davíðs Oddssonar á Alþingi og kallar VG þröngan hóp fjallagrasa- étandi afturhaldskommatitta. Helgi Hjörvar, þingmaðurSamfylkingar, sem á síðasta kjörtímabili tók þátt í maraþon- ræðuhöldum, leggst nú gegn slíku háttalagi. Helgi telur langar og leiðinlegar ræður ekki lýðræð- inu til framdráttar og framíköll ekki heldur. Um Stein- grím J. Sigfússon segir Helgi að honum dugi ekki ræðustóllinn og gjammi líka úr sal. Sturla Böðvarsson forseti gerði athugasemd við orðalag Helga og taldi heppilegra að tala um framíköll en gjamm, sem aftur minnir á hið óvenju virðulega ávarp „háttvirtur yfirgjammari“ sem Hlynur Hallsson VG notaði um Guðjón Ólaf Jónsson, Fram- sókn, meðan báðir sátu á þingi á síðasta kjörtímabili. Hæstvirtu Alþingi er ekkertóviðkomandi og virknin í þjóðfélagsumræðu frá fæðingu til dauða á sér engin takmörk sem sést á þingmálum um allt frá klæða- burði kornabarna (Kolbrún Halldórs- dóttir) til varðveislu kirkjugarða (Ásta R. Jóhannesdóttir). Nú má benda alþingismönnum á pabbapössun í Hagkaupum, þar sem feður verða settir við skjáinn að horfa á fótbolta meðan kon- urnar kaupa inn. Ef Hlynur Hallsson sæti enn á þingi væru fjörugar umræður strax hafnar. Hlynur bloggar um letihaugana og leggur til að þeir verði skildir eftir heima að ryksuga. Sóleyju Tóm- asdóttur líkar væntanlega hug- myndin. beva@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Á morgun eru 89 ár liðin síð- an Ísland varð fullvalda ríki. Á þeim tíma sem liðinn er hefur ís- lensk þjóð færst frá örbirgð til bjargálna og nú í vikunni kom í ljós að lífskjör eru víst hvergi betri í heiminum samkvæmt lista Sameinuðu þjóðanna. Ekki ama- legur árangur það, þótt þessi listi sé vissulega ekki gallalaus. Já, fullveldið hefur sannarlega reynst okkur vel. Sumir vilja jafnvel meina að fullveldið sé mikilvæg- asta auðlind Íslands, mikilvægari en fiskurinn, fossarnir og jarð- varminn til samans. Í öllu falli er fullveldið ansi mikilvægt í hug- um okkar Íslendinga og flestir eru sammála um að því megi alls ekki glata í óvissu umróti nú- tímans. Óljóst fyrirbæri En hvað er fullveldi? Því er öllu erfiðara að svara. Raunar er ekkert einhlítt svar til við því hvað fullveldi er. Fullveldi er ekki eins og mold fósturjarðarinnar sem hægt er að koma við, taka á og róta í. Þótt Íslendingar séu staðráðnir í að vernda fullveldið er ekki til neinn sameiginlegur skilningur á því hvað það merkir í raun og veru. Við getum þó skoðað nokkrar skilgreiningar. Í grunninn tekið felur hug- takið fullveldi einfaldlega í sér þá trú að einstaklingarnir ráði sér sjálfir; semsé fullveldi einstak- lingsins. Skilningur Íslendinga á fullveldinu, eins og hann varð til í sjálfstæðisbaráttunni, hefur þó frekar snúið að fullveldi þjóð- arinnar sem heildar. Raunar voru Íslendingar lengst af ansi tor- tryggnir á einstaklingsfrelsi, eins og vistarbandið illræmda var til marks um. Við erum því hér að skoða fullveldi þjóða, ekki ein- staklinga. Sem er raunar enn flóknara viðfangs. Í slíkum skiln- ingi merkir fullveldi þó kannski einna helst tvennt; annars vegar að ríkið hafi einkarétt á að ráða málefnum innan eigin landa- mæra og hins vegar rétt til að taka þátt í starfi alþjóðastofnana. Stjórn innanlands Samkvæmt hefðbundnum skilningi felur fullveldið semsé í aðra röndina í sér að ríki eigi að ráða sínum innanlandsmálefnum sjálft, án utanaðkomandi íhlut- unar. Á undanförnum áratugum hefur hnattvæðing viðskipta, menningar og vísinda hins vegar gert ríki heims gagnkvæmt háð hvert öðru (e. interdependent). Í samræmi við það hefur skiln- ingur manna á fullveldishugtak- inu breyst. Um daginn gerðist það til að mynda að vandræða- gangur á húsnæðislánamarkaði í Bandaríkjunum varð til þess að fella gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands. Ekkert frekar en að ís- lenska ríkið ráði gengi hlutabréfa á markaði getur það ákveðið að á Íslandi skuli vera hreint loft, allavega ekki ef mengunin berst hingað frá öðrum löndum. Ríki heims geta með öðrum orðum ekki orðið fullvalda í umhverf- ismálum nema með því að vinna saman að mengunarvörnum. Þess vegna þurfum við Kyoto. Það er líka þess vegna sem ríki heims hafa í síauknum mæli kos- ið að deila fullveldi sínu í sam- eiginlegum stofnunum til að tak- ast á við sameiginleg viðfangsefni. Þátttaka í alþjóðastofnunum Fullveldi ríkja í hnattvæddum heimi felst því núorðið fyrst og fremst í réttinum til að taka þátt í starfi alþjóðastofnana, þar sem ákvarðanir einstakra svæða og heimsbyggðarinnar allrar eru teknar. Texas og Bæheimur eru ekki fullvalda ríki og geta því ekki tekið þátt í starfi alþjóða- stofnana, nema í gegnum rík- isstjórnir sínar. Ísland er hins vegar frjálst og fullvalda ríki og hefur í krafti þeirrar stöðu fulla heimild til að taka þátt í starfi al- þjóðastofnana sem hafa mótandi áhrif á lífið hér heima á Íslandi. Það er því ekki síst með virkri þátttöku í alþjóðlegu samstarfi sem við tryggjum fullveldi Ís- lands á tuttugustu og fyrstu öld- inni. Höfundur er stjórnmálafræðingur Fullveldi VIÐHORF aEiríkur Bergmann Einarsson Ísland er hins vegar frjálst og fullvalda ríki og hefur í krafti þeirrar stöðu fulla heimild til að taka þátt í starfi al- þjóðastofnana sem hafa mótandi áhrif á lífið hér heima á Íslandi. Hjá Jónum Transport bjóðum við upp á alhliða þjónustu varðandi inn- og útflutning. Við komum sendingunum örugglega frá upphafsstað til endastöðvar, í sjó- eða flugfrakt, ásamt tilheyrandi pappírsvinnu. Þú bara hringir og Jón sér um málið. Jón sér um málið Olga Björt „Jón“ Þórðardóttir – Starfsmaður Jóna Transport Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Kanarí 23. eða 30. janúar. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað við góðan aðbúnað í 1 viku eða lengur. Bjóðum nú takmarkaðan fjölda íbúða á mörgum af okkar vinsælustu gististöðum á frábæru sértilboði, m.a. Los Tilos, Roque Nublo, Jardin Atlantico, Dorotea og Liberty. Einnig okkar vinsælu smáhýsi Parque Sol og Dunas Esplendido. Góðar gisting- ar og frábær staðsetning. Ath. takmarkaður fjöldi íbúða á þessu frábæra tilboðsverði. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 34.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og tvö börn í íbúð á Dorotea, Roque Nublo, Los Tilos, Jardin Atlantico, Liberty, Parque Sol eða Dunas Esplendido í viku. Aukavika kr. 12.000. Verð kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð á Roque Nublo, Los Tilos, Dorotea, Jardin Atlantico, Liberty, Parque Sol eða Dunas Esplendido í viku. Aukavika kr. 12.000. Kanaríveisla Mjög takmarkaður fjöldi íbúða í boði! 23. og 30. janúar frá kr. 34.990 Frábær sértilbo ð á góðri gistin gu! M bl 9 42 07 1 Auglýsingasíminn er 510 3744 stundir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.