24 stundir - 30.11.2007, Qupperneq 21
24stundir FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 21
„Fyrr má nú rota en dauðrota“
datt mér í hug þegar ég nýverið
las grein „háttvirts alþingismanns
í fríblaðinu 24 stundir með yf-
irskriftinni: „Hverju breytti þetta
morð?“ Í greininni fullyrðir þing-
maðurinn m.a. að einn fjórði
hluti Gyðinga (hvaða gyðingar?)
vilji láta banamann Y. Rabins,
fyrrverandi forseta Ísraels, lausan
úr fangelsi. Ekki kemur fram með
einum stafkrók hvaðan þingmað-
urinn hefur þessar upplýsingar né
aðrar fullyrðingar sem og að
landnemabyggðir, sem hann lýsir
sem „ömurlegu braggahverfi“ séu
reistar til að „storka Palestínu-
mönnum“ (er þetta þversögn?),
að „Palestínumenn þurfi að aka á
öðruvísi og verri vegum“ o.s.fv.
Allt vegakerfi um allan heim á
það sameiginlegt að vera misgott,
það vita að sjálfsögðu allir og
þarf ekki að fara langt til að
sanna það.
Ekki í friðarhugleiðingum
En tilurð þessara skrifa minna
nú, snýst hins vegar hvorki um
morð, vegi eða storkun, sem er
ótrúleg orðnotkun yfir svo háal-
varlega hluti sem þarna eru að
gerast. Hins vegar snúast þau um
þá staðreynd að þingmaðurinn,
sem hefur þann sið þegar hann
flytur erindi á ákveðinni útvarps-
stöð að enda mál sitt með því að
óska fólki Guðs friðar, þ.e. notar
orðtækið „Í Guðs friði“, snýr nú
blaðinu við og er ekki í neinum
friðarhugleiðingum þar eð hann
biður okkur hin að taka þátt í al-
gjörri andstæðu við það orðtak,
og biður okkur að útiloka alsak-
laust ungt fólk frá íþróttavið-
burðum og fólk á sviði lista og
fræðimennsku ef það á rætur sín-
ar að rekja til Ísraels. Allt þetta
vegna þess að hann er ekki sáttur
við forráðamenn þess ríkis. Þetta
vekur ósjálfrátt upp minningar
um hryllingsatburðina sem gerð-
ust á Ólympíuleikunum í Þýska-
landi fyrir allnokkru þar sem al-
saklaus ungmenni frá Ísrael voru
tekin af lífi, strádrepin með köldu
blóði. Hjálpaði það friðarferlinu?
Að sjálfsögðu ekki, miklu fremur
hið gagnstæða. Þannig að hryll-
ingurinn endurtekur sig sífellt, ef
ekki á borði þá í orði.
Saklaust fólk dregið í dilka
Þessi skrif mín eru ekki til orð-
in vegna þess að Ísrael á í hlut, ég
hefði gert nákvæmlega það sama
ef einhver hefði fundið sig knú-
inn til að setja Palestínu í stað
Ísraels eða eitthvert annað land.
Ungt íþróttafólk, hugsuðir á sviði
lista eða djúpstæðra fræða eru
okkur öllum dýrmæt gjöf til
betra lífs, hvar sem þeir eru í
heiminn bornir eða brauðfæddir.
Ég trúi því ekki að íslensk þjóð
taki þátt í að draga saklaust fólk í
dilka, þó beiðni um það komi frá
þingmanni hins háa Alþingis, því
það er ekki leið til friðar. Það er
að sjálfsögðu ekki hinn almenni
borgari í þeim löndum sem þing-
maðurinn fjallar um, sem ræður
ferð, heldur pólitísk villa ráða-
manna eða ráðaleysi, því málin
eru óneitanlega flókin mjög.
Kristin siðfræði
Guð forði okkur frá hatrinu
sem stöðugt eykst í hinum stóra
heimi og teygir anga sína til litla
Íslands með ógnarhraða. Sá hraði
og varnarleysið sem felst þar í
gæti einmitt að hluta til stafað af
því að við erum að losa okkur
við hinn kristna arf. Við erum að
taka kristna siðfræði frá börn-
unum okkar, sem þó er grund-
völlurinn að því besta sem þekk-
ist í heiminum öllum, einnig hér
á Íslandi. Það myndi fegra og
bæta líf okkar allra um ókomna
framtíð og minnka vandamálin
að fallegu biblíusögurnar yrðu
skyldulesning í skólum barnanna
okkar og allir foreldrar lærðu að
auki utan að: „Þótt ég talaði
tungum manna og engla [..] þótt
ég vissi alla leyndardóma [..], ætti
alla þekking [..] en hefði ekki
kærleikann [..] væri ég ekki
neitt.“ Þetta stendur í 1. Kor-
intubréfi Nýja testamentisins, 13.
kafla. Kærleiksleiðin er og mun
alltaf verða besta sigurleiðin.
Kaupum nýju Biblíuna, lesum
hana. Guð leyfir engu að fara þar
inn, sem er gegn vilja hans. Bibl-
ían er: Meistaraverkið, sem allir
geta leitað til alltaf eins og einn
af okkur ágætustu rithöfundum
komst að orði nýverið. Þökk fyrir
það. Í Guðs friði.
Höfundur er fyrrverandi
yfirljósmóðir
Fyrr má nú rota en dauðrota
UMRÆÐAN aHulda Jensdóttir
Ég trúi því
ekki að ís-
lensk þjóð
taki þátt í að
draga sak-
laust fólk í
dilka, þó
beiðni um það komi frá
þingmanni hins háa Al-
þingis, því það er ekki
leið til friðar.
Kristni „Við erum að taka
kristna siðfræði frá börn-
unum okkar.“