24 stundir - 30.11.2007, Blaðsíða 44

24 stundir - 30.11.2007, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir MENNINGBÆKUR menning@24stundir.is a Í lífi höfunda skiptast á skin og skúrir og flestir ganga í gegnum miklar sveiflur þegar þeir setja saman skáldverk. Eftir Sigurð Boga Sævarsson sigbogi@simnet.is „Í daglegu starfi fáumst við öll við sköpun, hvert með sínu móti. Ein- mitt þess vegna er þessi bók for- vitnileg, því ferlið frá því rithöf- undur fær hugmynd uns hún er orðin að fullmótuðu verki í bók er býsna merkilegt,“ segir Pétur Blön- dal, blaðamaður og rithöfundur, sem sent hefur frá sér bókina Sköpunarsögur. Í bókinni ræðir Pétur við tólf kunna rithöfunda um sköpun og tilurð verka þeirra og þær persónur og atvik sem þeir gera sér að yrkisefni. Ljósmyndir af viðmælendunum eru eftir Kristin Ingvarsson. Tólf höfundar Pétur Blöndal hefur starfað á Morgunblaðinu með hléum allt frá árinu 1994. Sú ögrun að glíma við bókaskrif leitaði á hann í fyllingu tímans og loks afréð hann að taka glímuna og ræða við rithöfundana Hannes Pétursson, Kristján Karls- son, Kristínu Marju Baldursdóttur, Einar Kárason, Guðrúnu Evu Mín- ervudóttur, Guðrúnu Helgadóttur, Sigurð Guðmundsson, Vigdísi Grímsdóttur, Steinunni Sigurðar- dóttur, Sjón, Elías Mar og Þorstein Gylfason en tveir þeir síðastnefndu eru nú fallnir frá. „Fyrstu drög að bókinni lagði ég í kringum aldamótin þegar ég ræddi við Elías Mar, sem var reyndar svo skemmtilegur að við hittumst margsinnis og ég var sí- fellt að bæta inn í viðtalið og um- skrifa það. Ég vildi vinna fyrsta viðtalið til hlítar og finna með því þráðinn fyrir bókina. Meginreglan var annars sú að ég hitti hvern höf- und tvisvar. Í fyrsta samtali fannst mér ágætt að koma með undir- búnar spurningar en leyfa samtal- inu annars að flæða fram. Taka síð- an stöðuna, sjá hvað þyrfti að spyrja viðkomandi nánar út í og á hverju þyrfti að dýpka,“ segir Pét- ur. Apparat á útmánuðum! Í viðtölunum tólf lagði Pétur talsvert upp úr því að þau væri annað og meira en bara einræða, heldur brygðu einnig ljósi á um- hverfi og samtíð. „Þetta er eins og Sjón segir: öll viðtöl hverfast um ákveðið augnablik. Þau eru heim- ild um þá stund,“ segir Pétur sem kveðst hafa lært býsna margt for- vitnilegt af viðmælendum sínum. „Höfundarnir eru hver öðrum ólíkari. Í viðtalinu við Einar Kára- son hjó ég til dæmis eftir því hvað hann var, nánast frá barnsaldri, ákveðinn í að verða rithöfundur, og hve einbeittur hann var í að þroska hæfileika sína. Og það leynir sér ekki í viðtalinu hve mik- ill sagnamaður hann er, hver spurning gat af sér sögu. Samtalið við Hannes Pétursson er mér eft- irminnilegt og ég var lengi að manna mig upp í að bera upp er- indið við hann, enda ræðir hann sjaldan við fjölmiðlamenn. Við töl- uðum saman í lok nóvember 2005 og hann tók erindi mínu ekki illa en bað mig um að senda sér bréf með spurningum. Ég tók því næsta mánuðinn í að lesa aftur bækurnar hans, og aftur og aftur, og leitaðist við að semja það góðar spurningar að hann gæti ómögulega hafnað erindi mínu. Það gekk eftir. „Úr því þú ert kominn með öngulinn í mig þá getur þú komið til mín með apparatið á útmánuðum,“ sagði Hannes og með það hélt ég suður á Álftanes.“ Sveiflur og hyldýpi Í nýútkominni ævisögu Davíðs Stefánssonar sem Friðrik G. Ol- geirsson sagnfræðingur skráði seg- ir frá þeirri einsemd sem skáldið góða frá Fagraskógi valdi sér og bar við að ekki væri leggjandi á aðra manneskju að búa með skáldi sem oft lifði mikla þjáningu í sköpun- arstarfi sínu. „Í lífi höfunda skiptast á skin og skúrir og flestir ganga í gegnum miklar sveiflur þegar þeir setja saman skáldverk. Þeir kalla það ýmsum nöfnum, svo sem hyldýpi, þar sem ekkert nema verkið sem þeir fást við þá stundina kemst að dögum og vikum saman. Kristín Marja segir til dæmis frá því í bók- inni þegar hún var að glíma við skáldsögu og var orðin svo djúpt sokkin í viðfangsefnið að hún var komin hálfa leið út í laug með sundbolinn í hendinni. Þá rankaði hún við sér og sá að þetta gekk ekki lengur. Og Vigdísi Grímsdóttur finnst best að fara upp í sumarbú- stað í slíkum törnum. Þá segir vin- ur hennar við hana: Ertu nú að fara að brenna upp.“ Með góðum endi „Ég hef notið góðs af því á Morgunblaðinu að vinna með við- talshöfundum í fremstu röð, svo sem Elínu Pálmadóttur, Matthíasi Johannessen, Kristínu Marju Bald- ursdóttur og Freysteini Jóhanns- syni sem tók einmitt viðtal við mig nýverið út af bókinni. Mér fannst gaman að sitja hinum megin við borðið og fylgjast með vinnu- brögðum Freysteins, sem skrifaði ekki hjá sér nema eitt og eitt stikk- orð og setningar hér og þar. En þegar ég las viðtalið hafði hann hins vegar botnað brotakenndar sögur og margt var orðað miklu betur en ég hefði nokkru sinni sagt. Slíkt er sköpunarsaga með góðum endi.“ Pétur Blöndal spyr tólf rithöfunda um sköpunina Fá viðmælendur virkilega í blóðið Út er komin bókin Sköp- unarsögur þar sem Pétur Blöndal blaðamaður spyr tólf höfunda um verk þeirra og sköpun. „Flestir ganga í gegnum miklar sveiflur þegar þeir setja saman skáldverk,“ segir höfundurinn. Tólf viðmælendur „Í daglegu starfi fáumst við öll við sköp- un,“ segir Pétur Blöndal. ➤ Höfundarnir sem Pétur ræðirvið eru hver öðrum ólíkari, meðal annarra Hannes Pét- ursson og Guðrún Eva Mín- ervudóttir. ➤ Ferlið frá hugmynd að full-mótuðu verki er oft býsna merkilegt. SKÖPUNARSÖGUR Landsins mesta úrval af páfagaukaleikföngum - yfir 200 gerðir! Borgarholtsbraut 20, 200 Kóp S: 581 1191 / 699 3344 578-2008 Hágæða Proformance hundafóðrið komið aftur Lægsta verð miðað við gæði Borgarholtsbraut 20, 200 Kóp S: 581 1191 / 699 3344
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.