24 stundir - 30.11.2007, Síða 48
48 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir
Jól fyrri tíma
Fjölskylduskemmtun Á Ár-
bæjarsafni gefst fólki tækifæri til að
upplifa jólahald fyrri tíma á
sunnudag. Gömlu og kenjóttu
jólasveinarnir verða á staðnum og
börn og fullorðnir geta föndrað
saman, smakkað á nýsoðnu hangi-
kjöti eða skorið út laufabrauð.
Rithöfundar á Gljúfrasteini
Upplestur Rithöfundarnir
Einar Kárason, Gerður Kristný,
Einar Már Guðmundsson og
Árni Þórarinsson lesa upp úr
nýútkomnum bókum sínum á
Gljúfrasteini næstkomandi
sunnudag. Upplesturinn hefst
kl. 16 og er aðgangur ókeypis og
öllum opinn.
Tröllapera frumsýnd
Leiklist Áhugaleikfélagið Peðið
frumsýnir leikritið Tröllaperu á
Grand Rokk 1. desember kl. 16.
Leikritið lýsir daglegum raunum
trölla og jólasveina.
Það besta í bænum
Jól í gamla daga Jól
fyrri tíma verða rifjuð upp
á Árbæjarsafni.
Eftir Einar Jónsson
einarj@24stundir.is
Örn Árnason leikari og Soffía
Karlsdóttir söngkona blása lífi í
gömul revíulög í Iðnó um
helgina þar sem ófáar revíusýn-
ingar voru settar upp á árum áð-
ur.
Stúkubræður detta í það
„Við ætlum að taka nokkur
þekkt lög í lok dagskrárinnar en
til að byrja með syngjum við lög
sem hafa ekki hljómað frá því að
þau voru frumflutt og elsta lagið
sem við erum með er frá árinu
1902,“ segir Örn.
„Þetta kvæði heitir Gúttar á
gamlárskvöld og fjallar um tvo
stúkubræður sem duttu óvart í
það. Það var gert gamankvæði um
atburðinn og gefið út á nótum en
einn stúkubróðirinn keypti allt
upplagið. Honum fannst svo mik-
il skömm að þessu. En hann
gleymdi einu eintaki og það er til
á Þjóðarbókhlöðunni,“ segir Örn
og tekur undir að þau Soffía hafi
þurft að leggjast í smárannsókn-
arvinnu fyrir sýninguna.
Sett í sögulegt samhengi
„Við segjum aðeins frá því um
hvað og hverja er verið að syngja
því að þarna koma náttúrlega
fram ýmis nöfn og vísbendingar
sem enginn skilur í dag. Við segj-
um aðeins frá því þannig að fólk
sé einhverju nær en fyrst og
fremst fær tónlistin að njóta sín.“
Revíurnar sýndu gjarnan sam-
félagið í spaugilegu ljósi ekki
ólíkt því sem Örn og félagar hans
í Spaugstofunni gera nú. „Reví-
urnar voru Spaugstofa þess tíma.
Það er ekki nokkrum blöðum um
það að fletta en grínið er nátt-
úrlega allt öðruvísi,“ segir Örn að
lokum.
Revíulög lifna við á fjölum Iðnó
Revíurnar voru
Spaugstofa síns tíma
Gamlar revíuperlur lifna
við á fjölum Iðnó um
helgina. Örn Árnason og
Soffía Karlsdóttir láta sér
ekki nægja að syngja lög-
in heldur rifja þau upp
sögurnar á bak við þau.
Klædd í stíl Örn Árnason
og Soffía Karlsdóttir klæða
sig í anda tímabilsins á rev-
íudagskrá í Iðnó.
➤ Sýningar verða föstudags-,laugardags- og sunnudags-
kvöld og hefjast kl. 20 öll
kvöldin.
➤ Söngvarnir sem fluttir verðaeru frá árunum 1902-1950.
➤ Boðið verður upp á smörre-bröd og kaffi.
REVÍULÖG Í IÐNÓ
Klassík við kertaljós er yfirskrift tónleika Tríós
Reykjavíkur sem fram fara í Hafnarborg, menn-
ingar- og listastofnun Hafnarjarðar, sunnudaginn
2. desember kl. 20. Klassík við kertaljós er árviss
viðburður í tónleikaröð tríósins og miðast efnis-
skráin við að veita bæði birtu og yl inn í vitund
áheyrenda. Leitast er við að skapa sérstaka stemn-
ingu við hlustun fagurrar tónlistar í svartasta
skammdeginu.
Á efnisskránni verða sónata op. 38 eftir
Brahms, Vocalise eftir Rachmaninoff og sónata
op. 40 eftir Shostakovits.
Tónleikarnir eru tileinkaðir minningu selló-
snillingsins og hljómsveitarstjórans Mstislav Rost-
ropovits sem lést í apríl síðastliðnum. Rostropo-
vits var einn allra áhrifamesti tónlistarmaður
sögunnar og áhrifa hans gætti langt út fyrir svið
tónlistar.
Klassík við kertaljós í Hafnarborg
Á notalegum
nótum Tríó
Reykjavíkur leikur
við kertaljós í
Hafnarborg.
LÍFSSTÍLLHELGIN
helgin@24stundir.is a
Við ætlum að taka nokkur þekkt lög í
lok dagskrárinnar en til að byrja með
syngjum við lög sem hafa ekki hljómað frá
því að þau voru frumflutt.
Mikið úrval af
handklæðum
og baðmottum
Feim Lene - Bjerre
Bæjarlind 6 www.feim.is
opið virka daga 10 - 18 og
Laugardaga 11 - 16
Veiðikortið veitir aðgang að 31 vatnasvæði vítt og
breitt um landið og kostar aðeins 5000 kr.
K
R
A
FT
A
V
ER
K
Fæst hjá N1, veiðibúðum
og á www.veidikortid.is
Frí heimsending þegar verslað er beint á vefnum
ECC Bolholti 4
Sími 511 1001
www.ecc.is
Vinsælasta
lofthreinstitæki
á Íslandi!
Hvað ætlar þú að
gera í dag?
- kemur þér við