24 stundir - 30.11.2007, Síða 49

24 stundir - 30.11.2007, Síða 49
24stundir FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 49 Kópavogsbúar blása til jólahátíðar á Hálsatorgi og nágrenni laugardaginn 1. desember. Ýmsar menningarstofnanir eru í nágrenninu og taka þær þátt í hátíðarhöld- unum. Að sögn Lindu Udengaard, deild- arstjóra menningarmála hjá Kópavogsbæ, hefur ekki verið efnt til jólahátíðar með þessum hætti áður. Lífi blásið í torgið „Við erum aðeins að blása lífi í nýja torgið okkar og menningarstofnanir,“ segir hún. Dagskráin er fjölbreytt og höfðar til breiðs aldurshóps að sögn Lindu. „Í Gjá- bakka, félagsmiðstöð eldri borgara, verður opið hús og fólki býðst að læra að skera út laufabrauð. Í Safnahúsinu geta börnin fræðst um jólaköttinn og leitað að honum í húsinu. Hápunktur dagsins er náttúrlega þegar ljós verður tendrað á vinabæjarjóla- trénu frá Jönköping,“ segir hún. Handverksmarkaður í Gjábakka hefst kl. 13 og síðan rekur hver atburðurinn annan. Nánari dagskrá má nálgast á vef bæjarins, kopavogur.is. Einnig jól í Garðabæ Ljós verða einnig tendruð á jólatré á Garðatorgi í Garðabæ á morgun. Jólatréð er gjöf frá vinabænum Asker í Noregi og hefst athöfnin á torginu rétt fyr- ir kl. 16. Blásarasveit leikur nokkur lög fyr- ir gesti. Gunnar Pálmason, formaður Nor- ræna félagsins í Garðabæ, býður gesti velkomna. Ole Jacob Johansen, varabæj- arstjóri Asker, afhendir tréð fyrir hönd As- ker og Páll Hilmarsson, forseti bæjar- stjórnar Garðabæjar, veitir trénu viðtöku. Búast má við því að jólasveinar láti sjá sig og syngi jólalög. Kópavogsbúar efna til jólahátíðar á Hálsatorgi Jólastemning í Kópavogi Ljós tendruð Ljós verða tendr- uð á jólatrjám í miðbæjum Kópa- vogs og Garðabæjar á morgun. ● Rokk á Nasa Hin fornfræga bandaríska rokkhljómsveit Skid Row leikur ásamt Sign á Nasa á fullveldisdaginn. Aðgangseyrir er 2.900 krónur. ● Deadmaus á Nasa Dead- maus kemur fram ásamt Chost, Impulce & Enger á Nasa í kvöld. Húsið verður opnað kl. 23 og er aðgangseyrir 2000 krónur. ● Danshátíð Einn heitasti plötusnúður danssenunnar í Bristol, DJ Cheeba, heldur uppi stuðinu á tónleikastaðnum Org- an laugardagskvöldið 1. desem- ber. ● Ragga á Sólheimum Ragn- hildur Gísladóttir kemur fram á Aðventudögum á Sólheimum laugardaginn 1. desember kl. 15:30. ● Jólabasar Árlegur jólabasar KFUK verður í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28 laugardag- inn 1. desember kl 14:00 og stendur fram eftir degi. ● Listdanssýning Nemendur við Listdansskóla Íslands setja upp sýningu í Hafnarfjarðarleik- húsinu á laugardag kl. 20. ● Útgáfutónleikar í Fríkirkj- unni Björg Þórhallsdóttir sópr- ansöngkona heldur útgáfu- tónleika í Fríkirkjunni laugardaginn 1. desember kl. 17. ● Óperuperlur Fjórir óperu- söngvarar flytja þekkt og minna þekkt atriði úr heimi óperunnar í Íslensku óperunni í kvöld kl. 20. ● Jól og vöfflur Jólasöngur og vöfflusala Kammerkórs Mos- fellsbæjar verður laugardaginn 1. des. í Kjarnanum í Mosfellsbæ kl. 16:20. ● Dagur harmóníkunnar Ár- legir hausttónleikar Harmoniku- félags Reykjavíkur verða í Ráð- húsi Reykjavíkur 2. des. kl. 15. ● Beat-skáld norðan heiða Bókmenntakvöld sem helgað verður beat-skáldunum banda- rísku fer fram í Populus Tremula á Akureyri í kvöld. UM HELGINA

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.