24 stundir


24 stundir - 30.11.2007, Qupperneq 49

24 stundir - 30.11.2007, Qupperneq 49
24stundir FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 49 Kópavogsbúar blása til jólahátíðar á Hálsatorgi og nágrenni laugardaginn 1. desember. Ýmsar menningarstofnanir eru í nágrenninu og taka þær þátt í hátíðarhöld- unum. Að sögn Lindu Udengaard, deild- arstjóra menningarmála hjá Kópavogsbæ, hefur ekki verið efnt til jólahátíðar með þessum hætti áður. Lífi blásið í torgið „Við erum aðeins að blása lífi í nýja torgið okkar og menningarstofnanir,“ segir hún. Dagskráin er fjölbreytt og höfðar til breiðs aldurshóps að sögn Lindu. „Í Gjá- bakka, félagsmiðstöð eldri borgara, verður opið hús og fólki býðst að læra að skera út laufabrauð. Í Safnahúsinu geta börnin fræðst um jólaköttinn og leitað að honum í húsinu. Hápunktur dagsins er náttúrlega þegar ljós verður tendrað á vinabæjarjóla- trénu frá Jönköping,“ segir hún. Handverksmarkaður í Gjábakka hefst kl. 13 og síðan rekur hver atburðurinn annan. Nánari dagskrá má nálgast á vef bæjarins, kopavogur.is. Einnig jól í Garðabæ Ljós verða einnig tendruð á jólatré á Garðatorgi í Garðabæ á morgun. Jólatréð er gjöf frá vinabænum Asker í Noregi og hefst athöfnin á torginu rétt fyr- ir kl. 16. Blásarasveit leikur nokkur lög fyr- ir gesti. Gunnar Pálmason, formaður Nor- ræna félagsins í Garðabæ, býður gesti velkomna. Ole Jacob Johansen, varabæj- arstjóri Asker, afhendir tréð fyrir hönd As- ker og Páll Hilmarsson, forseti bæjar- stjórnar Garðabæjar, veitir trénu viðtöku. Búast má við því að jólasveinar láti sjá sig og syngi jólalög. Kópavogsbúar efna til jólahátíðar á Hálsatorgi Jólastemning í Kópavogi Ljós tendruð Ljós verða tendr- uð á jólatrjám í miðbæjum Kópa- vogs og Garðabæjar á morgun. ● Rokk á Nasa Hin fornfræga bandaríska rokkhljómsveit Skid Row leikur ásamt Sign á Nasa á fullveldisdaginn. Aðgangseyrir er 2.900 krónur. ● Deadmaus á Nasa Dead- maus kemur fram ásamt Chost, Impulce & Enger á Nasa í kvöld. Húsið verður opnað kl. 23 og er aðgangseyrir 2000 krónur. ● Danshátíð Einn heitasti plötusnúður danssenunnar í Bristol, DJ Cheeba, heldur uppi stuðinu á tónleikastaðnum Org- an laugardagskvöldið 1. desem- ber. ● Ragga á Sólheimum Ragn- hildur Gísladóttir kemur fram á Aðventudögum á Sólheimum laugardaginn 1. desember kl. 15:30. ● Jólabasar Árlegur jólabasar KFUK verður í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28 laugardag- inn 1. desember kl 14:00 og stendur fram eftir degi. ● Listdanssýning Nemendur við Listdansskóla Íslands setja upp sýningu í Hafnarfjarðarleik- húsinu á laugardag kl. 20. ● Útgáfutónleikar í Fríkirkj- unni Björg Þórhallsdóttir sópr- ansöngkona heldur útgáfu- tónleika í Fríkirkjunni laugardaginn 1. desember kl. 17. ● Óperuperlur Fjórir óperu- söngvarar flytja þekkt og minna þekkt atriði úr heimi óperunnar í Íslensku óperunni í kvöld kl. 20. ● Jól og vöfflur Jólasöngur og vöfflusala Kammerkórs Mos- fellsbæjar verður laugardaginn 1. des. í Kjarnanum í Mosfellsbæ kl. 16:20. ● Dagur harmóníkunnar Ár- legir hausttónleikar Harmoniku- félags Reykjavíkur verða í Ráð- húsi Reykjavíkur 2. des. kl. 15. ● Beat-skáld norðan heiða Bókmenntakvöld sem helgað verður beat-skáldunum banda- rísku fer fram í Populus Tremula á Akureyri í kvöld. UM HELGINA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.