24 stundir - 30.11.2007, Side 56
56 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir
Leikstjórinn Sam Raimi mun
ekki koma neitt við sögu hand-
ritsgerðar fjórðu Spiderman-
myndarinnar. Raimi sagði í við-
tali við Comic Book Resources að
söguþráður myndarinnar myndi
ráðast alfarið af því sem hand-
ritshöfundurinn dregur upp úr
hattinum. Raimi sagði að þetta
gilti jafnt um söguþráðinn, per-
sónur sem og allt annað. vij
Ræður engu um
Spiderman
Leikkonan Keri Russell hefur
samþykkt að leika aðalhlutverkið
á móti Adam Sandler í Disney-
myndinni Bedtime Stories sem
verður frumsýnd um jólin 2008.
Myndin fjallar um fasteignasala
sem lendir í þeirri óvenjulegu að-
stöðu að allar sögurnar sem hann
hefur sagt frændsystkinum sín-
um á kvöldin, lifna skyndilega
við. Þá fyrst hefst ævintýrið. vij
Sögumaðurinn
Adam Sandler
Universal-kvikmyndaverið er um
þessar mundir að undirbúa gerð
kvikmyndar um ævi ruðnings-
hetjunnar Joe Namath. Sam-
kvæmt öruggum heimildum mun
Jake Gyllenhaal sjá um að leika
leikstjórnandann Namath en
hann var gríðarlega vinsæll leik-
maður á sjöunda áratugnum og
þykir einn af betri leikstjórn-
endum NFL-deildarinnar. vij
Gyllenhaal er
ruðningshetja
Nintendo Wii er
kannski krúttleg-
asta leikjatölvan
á markaðnum en
hún er einnig sú
sem er skaðlegust
umhverfinu.
Þetta er nið-
urstaða Green-
peace sem nýverið birti lista yfir
þau fyrirtæki í hátækni- og tölvu-
iðnaðinum sem menga hvað
mest. Fyrirtækin fengu einkun á
bilinu 0 og upp í 10 og af leikja-
tölvuframleiðendunum fékk
Sony hæstu einkunnina 7,3 á
meðan Microsoft var töluvert
neðar með 2,7 í einkunn. Nin-
tendo rak hins vegar lestina með
0 í einkunn en góðu fréttirnar
fyrir Nintendo eru þær að nú
liggur leiðin bara upp á við. vij
Nintendo-menn
eru ekki grænir
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Jú, auðvitað erum við ánægð
með þetta en ég er ekki
ánægður með það að vera ekki
ódýrastur alls staðar.
Eftir Viggó I. Jónasson
viggo@24stundir.is
Verðkönnun Gameover.is nær til
allra gerða leikjatölva og var verðið
kannað á völdum hópi leikja í flest-
um þeim verslunum sem selja
tölvuleiki. Könnunin leiddi í ljós að
verslanir BT eru í nær öllum til-
fellum með hæsta verðið.
Sláandi verðmunur
„Þetta byrjaði þannig að við vor-
um í Skeifunni að skoða verð hjá
Elko og BT og sáum hvað það var
alveg fáránlegur munur á milli
þeirra. Því ákváðum við að bera
verðið saman opinberlega; gera al-
mennilega verðkönnun,“ segir Úlfar
Thoroddsen, einn aðstandenda Ga-
meover.is, sem er íslensk vefsíða
sem fjallar um tölvuleiki, um ástæð-
ur þess að aðstandendur síðunnar
ákváðu að ráðast í þessa verðkönn-
un.
Sem fyrr segir var verðið kannað
á fjölmörgum titlum fyrir allar
gerðir leikjatölva og var verðmun-
urinn á sumum tölvuleikjum býsna
mikill á milli þess hæsta og lægsta.
Leikurinn Sims 2: Castaway fyrir
Playstation 2 kostar til dæmis 6.799
krónur í verslunum BT á meðan
sami leikur kostar 4.495 krónur í
verslunum Elko. Þarna er verðmun-
urinn 2.304 krónur, eða 33,9 pró-
sent.
Annar leikur þar sem mikill
munur er á hæsta verði og því
lægsta er leikurinn Ratchet & Clank:
Tools of Destruction fyrir Playsta-
tion 3. Í BT kostar leikurinn 6.999
krónur en í Elko kostar hann 5.395
krónur. Þarna er verðmunurinn
1.604 krónur eða 22,9 prósent og
þessar tölur eru ekki einsdæmi.
„Ég er ekki ánægður með það að
vera ekki ódýrastur alls staðar,“ seg-
ir Örn Ægir Barkarson, innkaupa-
fulltrúi afþreying-
arefnis hjá Elko.
Munurinn í
álagning-
unni
Örn er ekki í
vafa um að verð-
munirinn liggi ein-
vörðungu í álagning-
unni á leikjunum.
„Spurningin er bara:
Viltu græða 300 kall á
hverju seldu eintaki eða
viltu græða 2500 kall?“
Ekki náðist í fulltrúa versl-
ana BT.
Könnunin var gerð 24. nóv-
ember.
Verðkönnun Gameover.is
Leikirnir eru
dýrastir í BT
VERÐKÖNNUN Á TÖLVULEIKJUM
Innkaupakerran
BT ELKO MAX
38.276,-
30.160,-
31.434,-
Leikirnir í innkaupakerrunni
Crysis (PC) Guitar Hero
(PS3)
Rachet &
Clank (PS3)
SIMS 2: Cast-
away (PS2)
The Simpsons
Game (PSP)
Bioshock (PC)
BT ELKO MAX
4.999
3.795 3.989
BT ELKO MAX
9.990
8.495 8.989
BT ELKO MAX
6.799
4.495 4.989
BT ELKO MAX
6.999
5.395 5.489
BT ELKO MAX
3.999 3.995 3.989
BT ELKO MAX
5.490
3.985 3.989
Stakir leikir
Ratchet & Clank (PS3)
BT: 6.999
ELKO: 5.395
JUST4KIDS: 6.799
MAX: 5.489
SKÍFAN: 6.999
TÖLVUVIRKNI: 5.860
Mass effect (360)
BT: 6.999
MAX: 5.789
TÖLVUVIRKNI: 5.860
Crysis (PC)
BT: 5.499
ELKO: 3.795
MAX: 3.989
➤ Leikir fyrir Nintendo Wii ogDS voru oftast ódýrastir í
verslunum Ormsson og Elko.
➤ Tölvuvirkni og Max voru oftmeð næstódýrasta verðið.
➤ Könnunina má sjá í heildsinni á www.gameover.is en
einnig var kannað vöru-
framboð verslana.
VERÐKÖNNUNSamkvæmt verðkönnun
leikjasíðunnar Gameover-
.is eru tölvuleikir nær
undantekningarlaust
dýrastir í verslunum BT á
meðan Elko býður oftast
ódýrustu leikina.
Úlfar Thoroddsen og Vilhelm
Smári Framkvæmdaraðilar verð-
könnunarinnar.
Maður að nafni Randy Nunez
hefur höfðað mál á hendur bæði
Microsoft og Bungie vegna
tölvuleiksins Halo 3. Nunez
segir að Halo 3 virki ekki
með Xbox 360-tölvunni
hans og það séu hrein og
klár svik því leikurinn sé
auglýstur til að virka
með Xbox. Reyni Nu-
nez að spila leikinn
frjósi tölvan. Nunez
krefst skaðabóta. vij
Halo 3 eyðilagði
tölvuna mína
New Line-kvikmyndaverið er um
þessar mundir að vinna að gerð
myndarinnar Man That Rocks
the Cradle og mun Samuel L.
Jackson vera sterklega orðaður
við aðalhlutverkið. Myndin
fjallar um önnum kafinn, fjög-
urra barna föður sem ræður
barnfóstru til að hugsa um börn-
in allan sólarhringinn. Jackson
mun leika barnfóstruna, barna-
hvíslarann Marion Delacroix. vij
Barnahvíslarinn
Sam Jackson