24 stundir - 30.11.2007, Síða 58

24 stundir - 30.11.2007, Síða 58
58 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is Þetta mun verða fjórða myndin um ævintýri fornleifafræðingsins dr. Jones en síðasta myndin, In- diana Jones and the Last Crusade, var frumsýnd árið 1989. Líkt og í fyrri myndum er myndin samstarfsverkefni leik- stjóranna Steven Spielberg og George Lucas og sem fyrr mun Spielberg sjá um leikstjórn mynd- arinnar. Til þess að fanga andrúmsloft gömlu Indiana Jones-myndanna enn betur hafa aðstandendur myndarinnar ákveðið að halda tölvugerðum atriðum í lágmarki og því verður mestmegnis treyst á áhættuleikara. Það mun líklega koma mörgum á óvart að Harrison Ford sér sjálfur um öll sín áhættu- atriði í myndinni sem verður að teljast nokkuð gott fyrir mann sem er farinn að nálgast sjötugt. Morðóðir kommar Lítið hefur verið staðfest um söguþráð myndarinnar fyrir utan það að Indy er að eltast við ein- hvern stórmerkilegan forngrip sem morðóðir Sovétmenn hafa einnig augastað á. Ungstirnið Shia LaBeouf fer með stórt hlutverk í myndinni og er talið líklegt að hann muni leika son hins aldna fornleifafræðings. Myndefni frá framleiðslu mynd- arinnar hefur verið af skornum skammti en nú hafa lekið á netið myndir úr hinni væntanlegu stór- mynd og er ekki annað að sjá en Harrison Ford líti enn vel út í hlut- verki hins fræga dr. Indiana Jones. Harrison Ford er enn flottur Indiana Jones snýr aftur ➤ Fyrsta myndin, Raiders of theLost Ark, kom út árið 1981. ➤ Sean Connery lék föður In-diana í Indiana Jones and the Last Crusade. INDIANA JONESIndiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull er án efa stórmynd næsta árs. Nýbirtar myndir úr myndinni sýna að Harrison Ford hefur engu gleymt. Harrison Ford hefur alls engu gleymt. Indy og sonur? Harrison Ford og Shia LaBeouf í hlutverkum sínum. Þetta listaverk eftir Betty Dod- son, sem minnir um margt á gamalt Spaugstofuatriði, hefur eflaust sært blygðunarkennd margra, en samkvæmt Betty er markmiðið að fá konur til að taka líkama sinn í sátt. Betty segir margar konur ekki treysta nátt- úrunni fyrir umhirðu píkunnar og freistast til að nota sápu sem getur sett sýrustig legganganna í uppnám. tsk Vekur athygli með leggöngum Samkvæmt rannsókn evr- ópskra vísinda- manna, sem kynnt var á ár- legri ráðstefnu um daginn, inniheldur bjór töluvert magn af kvenhormónum. Prófanir voru gerðar á 100 mönnum yfir ákveðið tímabil. Allir mennirnir þyngdust nokk- uð, fundu þörf til að tala fram úr hófi án þess að hafa eitthvað að segja, urðu óvenju tilfinn- inganæmir, gátu ekki keyrt né hugsað rökrétt, rifust yfir engu, settust við þvaglát, neituðu að biðjast afsökunar þegar þeir höfðu á röngu að standa og stóðu sig verr í rúminu. tsk Bjór breytir körlum í konur Breskir kvikmynda- og sjón- varpsmyndahöfundar sýndu banda- rískum kollegum sínum samstöðu í gær með táknrænum mótmælum í London. Kölluðu þeir hástöfum: „Við styðjum bandaríska höfunda- sambandið.“ Eins og sjónvarps- aðdáendum ætti að vera ljóst hefur bandaríska sambandið, WGA, verið í verkfalli frá 5. nóvember, sem hef- ur lamað alla sjónvarps- og kvik- myndaframleiðslu í Hollywood. Svipuð mótmæli hafa átt sér stað í París, Berlín og fjórum áströlskum borgum. Helsta baráttumálið er að fá hluta ágóðans sem hlýst af net- sölu, en áhorf á kvikmyndir fer að miklu leyti fram í tölvum, símum og öðrum slíkum græjum. traustis@24stundir.is Í verkfalli Breskir kollegar bandarískra handritahöfunda sýndu samstöðu sína. Verkfall handritshöfunda fær víða samúð Bretar sýna samstöðu 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Það mun líklega koma mörgum á óvart að Harrison Ford sér sjálfur um öll sín áhættu- atriði í myndinni sem verður að teljast nokkuð gott fyrir mann sem er farinn að nálgast sjötugt. -hágæðaheimilistæki Miele ryksugur á einstöku tilboðsverði Miele S381 Tango Plus ryksuga með 1800W mótor Verð áður kr. 24.600 Tilboð: Kr. 15.990 Fáanlegir fylgihlutir t.d.: Hebafilter sem hreinsar loftið af ofnæmisvaldandi efnum. Kolafilter sem hreinsar óæskilega lykt. Hentar vel fyrri þá sem eru með gæludýr. Parketbursti sem skilar parketinu glansandi. Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar. Þær eru með stillanlegu röri og mikið úrval fylgihluta er innbyggt í vélina. Verið velkomin í glæsilegar verslanir Eirvíkur á Akureyri og í Reykjavík og kynnið ykkur Miele heimilistækin. AFSLÁTTUR 35% vi lb or ga @ ce nt ru m .is Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is Misty, Laugavegi 178, Sími 551 3366 Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf www.misty.is Rosalega flottur og sexí í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 4.990,- Mjúkur, samt haldgóður, mjög gott snið í D,DD,E,F,FF,G,GG,H,HH,J skálum á kr. 5.990, Stelpulegur og sætur í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 4.990,-

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.