24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 1

24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 1
Konur leggja síður en karlar fram gagntilboð í launaviðræðum. Og ef þær gera það eru tilboðin oftast lægri en þegar karlar eiga í hlut. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn tveggja nema í Háskól- anum í Reykjavík. Vita ekki hvers virði þær eru »18 24stundirföstudagur11. janúar 20087. tölublað 4. árgangur Kolbrún Halldórsdóttir alþing- ismaður er fjölhæf þegar kemur að tómstundum en hún dansar fla- menco-dansa og segir dansinn losa úr læðingi kvenorkuna og tilfinn- ingahita. Dansandi kvenorka NÁMSKEIл24 Halldór Björn Runólfsson, safn- stjóri hjá Listasafni Íslands, er afar bjartsýnn á komandi ár í safninu en bæði innlendir og erlendir lista- menn koma við sögu, m.a. með samvinnu. Líflegt listalíf KOLLA»22 Margir danskir þingmenn eru hlynntir því að gerð verði skrá yfir hrottamenni til þess að veitinga- staðir geti varast þau. Stjórn- armaður í félagi veitingahúsa á Ís- landi segir slíka skrá verða gerða hér. Danir vilja skrá ofbeldismenn »2 Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is „Ég skil, í ljósi umræðu um Gríms- eyjarferju og aðrar framkvæmdir, að menn vilji hafa bæði belti og axlabönd. En þarna er horft til þeirra ganga sem dýrust eru í heiminum og þeirra dýrustu sem gerð hafa verið á Norðurlöndum á undanförnum árum. Þarna er vel lagt í alla liði,“ segir Dagur B. Egg- ertsson, borgarstjóri í Reykjavík, um skýrslu sem Vegagerðin gerði opinbera í gær um kostnað við lagningu Sundabrautar í jarðgöng. Þar kemur fram að slík fram- kvæmd myndi kosta 24 milljarða króna í stað þeirra 15,9 milljarða króna sem áður var áætlað. Því mælir Vegagerðin með svo- kallaðri eyjalausn sem sé níu millj- örðum króna ódýrari. Viss um að tölurnar lækki Göngin sem Dagur talar um eru Södra Länken-göngin í Stokkhólmi en sérstök skoðunarferð var farin þangað við gerð skýrslunnar. Dagur segir hana bæta við alla verkliði frá þeirri áætlun sem áður var miðað við. „Menn hafa greini- lega vaðið fyrir neðan sig. Það er farið úr því að hönnun og eftirlit kosti átta prósent í að það kosti fimmtán prósent, sem er jafnmikið og á Kárahnjúkum. Þegar útboð hafa verið opnuð þá hef ég nú sannfæringu fyrir því að ýmsar af þessum tölum verði umtalsvert lægri en í skýrslunni.“ Gauti Kristmannsson, fulltrúi Íbúasamtaka Laugardals í samráðs- hópi um legu Sundabrautar, segir staðlana sem miðað er við í skýrsl- unni nýja í íslenskri jarðgangagerð. Hann vill fá að vita hver ákvað að beita þeim nú. „Mér skilst að það hafi einfald- lega verið skipt um staðla. Þá eru þetta einfaldlega talnakúnstir. Þess- ir staðlar sem verið er að beita eru nýir og þýða í fyrsta lagi að verðið hækkar. En það hlýtur þá að þýða að önnur göng, til dæmis Vaðla- heiðargöng, verða miklu dýrari. Það væri allavega mjög einkenni- legt ef það ætti bara að beita þeim á göng fyrir Reykvíkinga.“ Staðlarnir uppfærðir Hreinn Halldórsson, fram- kvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, segir staðlana einungis hafa verið uppfærða. „Það er nýkomin út Evróputilskipun um lágmarksör- yggi í jarðgöngum. Síðastliðin 20 til 30 ár höfum við notað norska jarðgangastaðla og nýjasta útgáfan af þeim var birt í desember 2006. Þar er búið að færa inn þessa til- skipun og því er tekið mið af henni í þessari úttekt. Það þýðir aukinn kostnað.“ Sundagöng eru fyrstu íslensku jarðgöngin sem tekin eru út sam- kvæmt hertu kröfunum. Vegagerðin með bæði belti og axlabönd  Borgarstjórinn í Reykjavík segir nýja skýrslu um Sundagöng bæta kostnaði við verkliði frá því sem áður var  Hann telur að verðið muni lækka mikið þegar tilboð verði opnuð SUNDABRAUT Myndin sýnir legu Sundaganga annars vegar og eyjaleiðarinnar hins vegar. Göng sem tilheyra Sundagöngum Gangamunnar við Sundagöng Vegur ofanjarðar í eyjaleiðinni Göng sem tilheyra eyjaleiðinni Tilbúnar eyjur fyrir eyjaleiðina Hamrar Foldir Elliðaár- vogur Laugardalur Laugarnes Rimar SundKirkjusandur ÁKVÖRÐUN Á NÆSTU VIKUM»12 ➤ Samkvæmt nýrri skýrslu umjarðgangalausn við lagningu Sundabrautar kemur fram að kostnaður við hana yrði 24 milljarðar króna. ➤ Skýrsla Línuhönnunar frá þvíí nóvember 2006 gerði ráð fyrir að Sundagöng myndu kosta 15,9 milljarða króna. SUNDAGÖNG Benedikt vill boltatrúboð ÚTSALA Ú TSALA ÚT SALA ÚTS ALA ÚTSA LA ÚTSA 10-70% AFSLÁTTUR Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500, opið: 10-21 Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504, opið virka daga: 10-18 og laugard. 11-15 Heilsudýnur - Rafmagnsrúm - Húsgögn - Sófar - Koddar - Sængur - Rúmföt Rúmteppi - Handklæði - Sloppar - Gjafavara 2 1 2 2 0 GENGI GJALDMIÐLA GENGISVÍSITALA 121,43 ÚRVALSVÍSITALA 5.333 SALA % USD 63,19 -0,49 GBP 123,11 -0,50 DKK 12,48 -0,28 JPY 0,58 -0,36 EUR 92,94 -0,28 -0,33 1,18 NÁNAR 4 VEÐRIÐ Í DAG 113%munur á ræktinni NEYTENDAVAKTIN 14 Benedikt páfi sextándi sagði pílagrímum sem sóttu hann heim í Vatíkanið að sér þætti knattspyrna hafa áríðandi hlutverki að gegna í uppeldi ungs fólks. „Ég myndi vilja að fótbolta- íþróttin yrði nýtt sem miðill til að fræða fólk um lífsreglur heiðarleika, samstöðu og bræðralags, sérstaklega þá sem yngri eru,“ sagði kirkju- faðirinn. aij Verktakar beita íbúa þrýstingi og jafnvel ósannindum til að komast yfir fasteignir í miðborginni. Þetta segir Hörður Torfason, sem telur verktaka jafnvel flytja óreglufólk inn í hús sem þeir vilji rífa og láta þau grotna niður. Óreglufólk flutt inn til að fæla frá »6 Margir foreldrar grunnskólabarna í Reykjavík telja einsetningu grunnskóla ekki hafa tekist sem skyldi. Óánægja kom fram á fundi foreldra með forsvarsmönnum menntasviðs Reykjavík- ur og ÍTR. Einsetning skóla dugar ekki »8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.