24 stundir


24 stundir - 11.01.2008, Qupperneq 6

24 stundir - 11.01.2008, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 24stundir „Þeir svífast einskis til að komast yfir eignir sem þá langar í.“ Þetta segir Hörður Torfason tónlistar- maður en í fyrra falaðist verktaka- fyrirtæki eftir kaupum á litlu húsi sem hann á í miðbæ Reykjavíkur. „Þeir spurðu mig hvort ég vildi ekki selja því að nágrannar mínir hefðu ákveðið að selja fasteignirnar sínar. Ég kvaðst ætla að hugsa mál- ið en þegar ég fór að grennslast fyr- ir kom í ljós að það var ósatt að ná- grannar mínir hefðu ákveðið að selja eignirnar sínar, þannig að það var logið að mér,“ segir Hörður. Lúaleg vinnubrögð Hann segir verktaka beita íbúa þrýstingi til að selja fasteignir sínar svo þeir geti í einhverjum tilfellum rifið húsin og byggt ný hús og stærri með fleiri íbúðum. Hann sakar verktaka um að fara bakdyra- megin að sínum markmiðum. „Þeir kaupa eina íbúð í húsi og setja þar inn óreglufólk sem gerir íbúum lífið leitt. Svo hirða þeir ekki um fasteignirnar sínar og láta þær grotna niður til að lækka fast- eignavirði svæðisins rétt á meðan þeir reyna að ná því markmiði sínu að fæla íbúa frá og þreyta aðra til að selja. Hvern langar til að búa í nágrenni við svona ástand?“ spyr Hörður. Borgaryfirvöld spila með Hörður gagnrýnir borgaryfir- völd fyrir að ganga erinda verktaka við kynningu tillagna að deili- skipulagi. Hann segir að sér og ná- grönnum sínum hafi verið sendar tillögur að deiliskipulagi í desem- ber 2006 og hann hafi gert athuga- semdir við tímasetninguna í kjöl- farið. „Að senda tillögurnar á þessum tíma þegar um jafnmikilvægt mál er að ræða er fáránlegt. Fólk verður að fá að taka þátt í ríkara mæli í þessu ferli öllu saman,“ segir Hörður. Svipað mál er komið upp í tengslum við Baldursgötureitinn svokallaða. Þar hafa íbúar gagnrýnt vinnubrögð borgarinnar, að sam- ráði við þá hafi verið ábótavant við gerð deiliskipulags fyrir reitinn og þeim hafi verið gefinn of skammur tími til að andmæla. Þeim bárust tillögur að deiliskipulagi reitsins í desember. „Sá eini sem græðir á svona vinnubrögðum er verktak- inn,“ segir Hörður. aegir@24stundir.is Miðborgarbúi sakar verktaka um vafasöm vinnubrögð Óreglufólk flutt inn til að fæla „Vandamál Reykjavíkur er að hún er hugsuð frá einu húsi í einu frá einni lóð í einu,“ segir Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, doktorsnemi í skipulagshagfræði. „Ef einn aðili, hvort sem það væri fjárfestir eða borgin, fengi að skipuleggja stórt svæði þá væri komin hagkvæmni í það að fjár- festa meira í útlitsgæðunum og umhverfinu,“ bætir hann við. Sigmundur hefur gert rannsókn á þróun borga í Austur-Evrópu eft- ir fall kommúnismans árið 1989. „Þessar borgir gáfu einstakt tæki- færi til þess að skoða hvað hefur áhrif í borgarhagkerfinu,“ segir hann og bætir við: „Þar var öllu miðstýrt. Hvar fólk byggi og hvar fyrirtæki voru sett niður, oft alveg óháð aðstæðum. Það myndaðist því eins konar núllpunktur þegar losnaði um þessa miðstýringu og út frá honum var hægt að skoða hvernig hlutirnir hreyfðust til.“ Niðurstöðurnar komu Sig- mundi nokkuð á óvart en þær leiddu í ljós að þeim borgum sem lögðu áherslu á aðlaðandi um- hverfi, til dæmis varðveislu gamalla húsa og menningararfs, vegnaði miklum mun betur. Hann segir Kraká í Póllandi gott dæmi um þetta. „Fyrst laðaði þetta að mikið af ferðamönnum en svo kom í ljós að það sama og laðaði ferðamenn- ina að laðaði líka að fólk og fyr- irtæki,“ segir Sigmundur. „Sérstak- lega erlend fyrirtæki voru frekar tilbúin að fjárfesta í borg sem hafði myndað sinn grunn sem ferða- mannastaður. Það var auðveldara að fá fólk til að flytja þangað.“ Sigmundur segir að betra væri að byggja hátt og þétt í grennd við gamla miðbæinn heldur en í hon- um sjálfum. „Gamli bærinn eykur verðmæti fasteigna í kringum sig og sú byggð sem er þar í kring veit- ir honum viðskiptavini.“ elias@24stundir.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, doktorsnemi í skipulagshagfræði Verndun húsa er hagkvæm Vísitala íbúðaverðs á höf- uðborgarsvæðinu hækkaði um 0,1% frá fyrra mánuði samkvæmt nýjustu útreikn- ingum Fasteignamats ríkisins. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitala íbúðaverðs um 1,3%. Síðastliðna 6 mánuði hefur vísitalan hækkað um 4,4%. Hækkun vísitölu íbúðaverðs síðastliðna 12 mánuði var 15%. Marga síðustu mánuði hefur því verið spáð að íbúða- verð færi lækkandi og eru merki um það farin að sjást þótt vísitala íbúðaverðs hafi áfram hækkað alveg til árs- loka. bee Vísitala íbúðaverðs Húsnæðið hækkar enn „Þetta er ójöfn staða og það er mjög vont að það er ekki hægt að taka á henni. En það á ekki að setja löggjöf um að fólk geti setið áfram á landi vegna þess að það hafi haft það á leigu,“ segir Har- aldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, um mögulega löggjöf um bætt réttindi sumarhúsaeigenda. ejg Haraldur Benediktsson Lög eru ekki lausnin Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is „Það skiptir mestu máli að í þess- um nýju lögum hafi fólk sem hefur byggt upp sumarhús á leigulóðum til áratuga einhvern rétt,“ segir Sveinn Guðmundsson, formaður Landssambands sumarhúsaeig- enda. Félagsmálaráðherra mun senn kynna nýtt frumvarp sem tekur á þessum réttindum. Sumarhúsaeigendur úr ánauð Sveinn segir að landeigendur hafi í auknum mæli reynt að mis- nota sér þá stöðu sem margir sum- arhúsaeigendur eru í. „Þeir eru búnir að leggja mikið í bæði bú- staðinn og landið, þannig að fólk er nánast í ánauð,“ segir Sveinn og bætir við: „Þetta nýta sumir sér til þess að þvinga fólk til að kaupa lóðirnar á einhverju ímynduðu markaðsverði sem þeir sjálfir búa til. Verði sem verður til vegna þess að þeir sjálfir kaupa þetta á háu verði og láta síðan svæðið kaupa upp fjárfestinguna.“ Vonar að lögin leysi vandann Sveinn segir dæmi um að land- eigendur heimti að leigjendur kaupi hektarann af þeim á 40 milljónir en að öðrum kosti verði þeir að taka upp hús sitt og fara burt af svæðinu. „Það sem við viljum sjá í nýju lögunum er að þau feli það í sér að forleiguréttur verði virkur jafnvel þó að landeigandinn selji lóðina,“ segir Sveinn. „Þannig hefur sum- arbústaðareigandinn áfram rétt á því að leigja lóðina.“ Hann segir þetta þó ekki leysa allan vanda. „Leigusalinn getur í staðinn sagst ætla að hækka leig- una í tvær milljónir á ári í stað 40 þúsunda áður og þannig útilokað leigandann frá því að leigja. Við teljum að lögin geti tekið á þessu líka. Málið verði sett í gerðardóm þar sem það verði metið hvert rétt markaðsverð leigu á viðkomandi svæði er. Ég er að vona að þessi at- riði rati inn í þetta nýja frumvarp.“ Breytt frumvarp Gylfi Kristinsson, skrifstofu- stjóri í félags- og tryggingamála- ráðuneytinu, segir að upphafleg drög frumvarpsins sem starfshóp- ur félagsmálaráðherra skilaði af sér í febrúar síðastliðnum hafi verið gagnrýnd, „fyrir það að ekki sé bætt réttarstaða leigjanda lóðar undir frístundahús gagnvart lóð- areiganda. Unnið hefur verið að því að mæta þessari gagnrýni“, segir hann. Frumvarpið verður lagt fyrir ríkisstjórn á næstu dög- um. ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Sumarhúsaeigendur vilja losna úr ánauð  Sumarhúsaeigendur vona að réttur þeirra verði bættur í nýju frumvarpi félagsmálaráð- herra  Segja landeigendur í leið að skjótum gróða þvinga fólk til að kaupa á okurverði ➤ Þáverandi félagsmálaráð-herra skipaði starfshóp í júlí árið 2006 til þess að fjalla um réttarstöðu eigenda og íbúa frístundabyggða. ➤ Þetta var í kjölfar umræðuum að reynt væri að misnota stöðu sumarhúsaeigenda. STARFSHÓPUR Sumarhúsabyggð Sum- arhúsaeigendur á leigu- lóðum eru í veikri stöðu. 24stundir/Kristinn Benediktss Svífast einskis Hörður Torfason er harðorður í garð verktaka. Það eru tvær góðar ástæður til að skoða húsbíla... ...McLouis og Weinsberg Sýning á laugardag og sunnudag frá eitt til fimm. 24 stundir/Alfons

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.