24 stundir - 11.01.2008, Side 8

24 stundir - 11.01.2008, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 24stundir Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is „Þegar hugmyndin um einsetningu grunnskóla kom fram um 1990, var aðaláherslan að frístundirnar færu inn í skólana og öll fjölskyldan væri komin heim klukkan 5. Það hefur ekki orðið,“ segir Kristín Ólafs- dóttir en hún er ein þeirra hátt í 80 foreldra sem mættu á fund menntasviðs Reykjavíkurborgar og Íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkur (ÍTR) í gær. Efni fundarins var samstarf skóla, frístundaheim- ila og félagsmiðstöðva og aukin samfella í skóladegi barna. Kristín vill meina að ekki hafi tekist nægilega vel upp með sam- þættingu tómstunda og skóla. Dóttir hennar sækir tónlistartíma út fyrir skólann en hún vildi sjá tónlistarnámið í skólanum. Fjöldi foreldra á fundinum var á sömu skoðun, til að mynda sagði móðir tveggja unglingsdrengja sem æfa sund að skólinn kæmi lítið til móts við þá, svo þeir þurfa að vakna klukkan fimm til að ná á æf- ingu áður en skólinn hefst. Hún vildi sjá breytingu þar á. Þá var töluvert rætt um að börn þyrftu að fara langa leið til að stunda frí- stundastarf, jafnvel starf sem áður fór fram í skólunum. Björn Ingi Hrafnsson formaður ÍTR og Ómar Einarsson sviðsstjóri sögðu nýja stöðu í tómstundastarfi nú, þar sem það væri orðið svo tengt skólunum. Íþróttaþjálfarar þyrftu að mæta á vinnutíma og þannig þyrfti að semja upp á nýtt við margt það fólk sem nú hefur umsjón með barnastarfi. Þá væri sú krafa einnig að aukast að það fólk hefði meiri menntun á sínu sviði. Mannekla enn vandamál Skortur á starfsfólki stendur víða í vegi fyrir því að börn komist að á frístundaheimilum. Ómar sagði það vilja borgarinnar að fá fólk til starfa í þessum geira, meðal annars með því að bjóða upp á fullt starf þar sem fólk ynni til að mynda sem skólaliðar fyrir hádegi en eftir há- degi á frístundaheimilum. Á sumr- in starfaði það svo við tómstunda- starf á vegum ÍTR. Biðlistar á frístundaheimilin voru einnig meðal þess sem brann á fundarmönnum og höfðu sumir beðið í mörg ár eftir plássi. Björn Ingi Hrafnsson minnti á að frístundaheimilin væru ekki lögbundin þjónusta sveitarfélaga heldur hefði verið boðið upp á þau til reynslu, þó augljóst væri að þau væru orðin föst í sessi. Þá var mikið rætt um sam- göngumál og almennt álitið að bæta þyrfti stórlega strætisvagna- samgöngur innan hverfa. Skýr vilji frá pólitíkusum Björn Ingi sagðist eftir á nokkuð sáttur við fundinn. „Við erum mjög ánægð með að hafa staðið fyrir þessum fundi, það var rétt ákvörðun“ segir hann. Hildur Björg Hafstein frá SAM- FOK var jákvæð eftir fundinn. „Það er allavega skýr vilji frá pólitíkusum og embættismönnum til að breyta þessu,“ sagði hún. ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Einsetning skóla mistókst  Miklar umræður um frístundaheimilin á fundi með foreldrum  Markmið hafa ekki náðst  Bæta þarf samgöngur 24stundir/Eggert Fjölmenni Margt brann á foreldrum á fundi ÍTR í gær. aÁhersla verði lögð á samþættingubóknáms, íþrótta, listnáms og tóm- stunda í samfelldum skóladegi. Markmiðið er að vinnudegi barna ljúki fyrr á daginn og fjölskyldan eigi lengri samverustundir. Þannig verði uppfyllt markmið sem sett voru við einsetningu grunnskólans. Úr Kosningastefnuskrá B-listans í Reykjavík 2006 24stundir/Eggert „Þetta byrjaði með því að einn bauðst til að gefa vinnu við pípu- lagnir ef sveitarfélagið keypti efnið og þá byrjaði bara boltinn að rúlla,“ segir Ásdís Leifsdóttir, sveit- arstjóri í Strandabyggð, en um næstu helgi er óskað eftir sjálf- boðaliðum til að mála Félagsheim- ilið á Hólmavík. Að sögn Ásdísar ætlar sveitarfé- lagið að leggja til efni og nú um helgina er áætlað að ljúka málning- arvinnu við félagsheimilið. „Fólk bara mætir klukkan eitt og byrjar að vinna, það eru nokkrir búnir að hafa samband og segjast ætla að koma svo það verður vel mætt. Við ætlum líka að bjóða upp á vöfflur og svona og hafa gaman af þessu,“ segir Ásdís. Seinna verður skipt um pípulagnir og lagt parket. Sjálf- boðavinna af þessu tagi er ekki einsdæmi í sveitinni. „Það var byggður nýr fótboltavöllur hér á Hólmavík því sá sem var áður var aðeins fyrir utan bæinn og krakk- arnir þurftu að hjóla eftir þjóðveg- inum til að komast þangað,“ segir hún en tvær helgar í leiðindaveðri unnu allir sem vettlingi gátu valdið að því að búa til nýjan völl, burtséð frá því hvort þeir áttu börn eða ekki. „Það er dugmikið og bjart- sýnt fólk sem býr hér á Ströndum,“ segir sveitarstjórinn . fifa@24stundir.is Óska eftir sjálfboðaliðum á Hólmavík Flikkað upp á félagsheimilið Ljósmynd Ingimundur Pálsson Félagsheimilið Nú vantar bara fólk því málningin er til Árborg hefur ákveðið að kaupa Vallholt 38 á Selfossi til að hýsa dagvist fyrir heilabilaða í sam- starfi við Félag aðstandenda Alz- heimerssjúklinga (FAAS) sem mun reka starfsemina. Dagvistin verður sú fyrsta sinnar tegundar sem sett er á fót utan höfuðborg- arsvæðisins.. „Við erum nátt- úrlega með Alzheimersjúklinga hér sem hafa engin úrræði,“ segir Mar- grét Erlingsdóttir bæjarfulltrúi. Óskað er eftir fjármagni frá ríkinu til rekstrar þjónustunni og verður dagvistin svo opnuð um leið og leyfi fæst frá heilbrigðisráðuneytinu fyrir starfseminni. Síðar meir er ætlunin að starfsemin flytjist yfir í hús þjónustumiðstöðvar aldraðra á Austurvegi. Áætlað er að dagvistin muni þjóna 15 manns þegar starfsemin er hafin að fullu. þkþ Dagvist opnuð á Selfossi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfur Más Ólafssonar trillukarls á Hólmavík um að ómerkt verði ákvörðun skatt- stjóra Vestfjarðaumdæmis um að hækka framtalsskyld laun og að ómerktur verði úrskurður yf- irskattanefndar um staðfestingu ákvörðunar skattstjórans. Hér- aðsdómur féllst einnig á kröfu Más um að fá greiddan máls- kostnað. Í málinu var tekist á um hvort viðmiðunarregla ríkisskatt- stjóra um reiknað endurgjald hefði lagastoð. Á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda segir að gera megi ráð fyrir að dómurinn hafi fordæmisgildi. ibs Trillukarl vann mál gegn ríkinu Arna Sigríður Al- bertsdóttir, 17 ára mennta- skólanemi á Ísa- firði, er Vestfirð- ingur síðasta árs, að mati lesenda bb.is frétta. Anna Sigríður slasaðist alvarlega á skíðum í Noregi 30. desember 2006 og lamaðist fyrir neðan mitti. Les- endum bb.is finnst hún góð fyr- irmynd annarra, vegna þraut- seigju og jákvæðni, þótt hún sé bundin við hjólastól. Annar í röð Vestfirðinga ársins 2007 er Jón Bjarnason, bóndi að Hvestu í Arnarfirði, þriðja er Vilborg Arnardóttir, stofnandi Ragga- garðs í Súðavík, fjórði er (Mug- ison), tónlistarmaður í Súðavík, og í fimmta sæti er Reimar Vil- mundarson, skipstjóri í Bolung- arvík. bee Vestfirðingar ársins 2007 P IP A R • S ÍA 9. - 11. janúar landsfrægir skemmtikraftar skemmta matargestum í hádeginu og á kvöldin.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.