24 stundir


24 stundir - 11.01.2008, Qupperneq 10

24 stundir - 11.01.2008, Qupperneq 10
Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Bresk stjórnvöld munu á næstu ár- um hvetja orkufyrirtæki til þess að fjölga kjarnakljúfum í landinu. Áformin mæta andstöðu umhverf- isverndarsamtaka, en stjórnvöld segja þetta nauðsynlegt skref til að mæta orkuþörf Bretlandseyja. John Hutton, viðskiptaráðherra Breta, kynnti orkumálaáætlun rík- isstjórnarinnar í gær. Hann sagði stjórnvöld verða að líta til þess að samhliða því að landið þyrfti sífellt meiri orku væru núverandi kjarna- kljúfar í landinu að renna sitt skeið á enda. Á næstu 15 árum yrði að taka þá alla úr umferð, en um þess- ar mundir standa þeir undir 19% raforkuframleiðslu landsins. Kjarnorka sögð umhverfisvæn Bresk stjórnvöld segjast með þessu ekki ætla að snúa baki við endurnýjanlegum orkugjöfum, en benda á að útblástur kjarnorkuvera á gróðurhúsalofttegundum sé minni en margra annarra kosta. Því standi ekki til að takmarka fram- leiðslu rafmagns með kjarnorku. „Ég ætla ekki að setja tilbúið þak á það hlutfall rafmagns sem Bret- land getur framleitt, hvorki með kjarnorku né annarri tækni sem losar lítið kolefni,“ segir Hutton. „Það myndi ekki vera í samræmi við langtímahagsmuni þjóðarinnar, og þar sem kjarnorka er þrautreynd og örugg tækni, sem ekki losar mikið kolefni, væri ekki rétt að úti- loka nú þegar að hún leiki hlutverk í orkuframtíð Bretlands.“ Bretland klofið Líklegt er talið að fyrstu nýju kjarnakljúfarnir muni rísa á sunn- anverðu Englandi, þar sem orku- þörfin er mest. Jim Mather, orku- málaráðherra Skotlands, hefur lýst því yfir að þar muni engin ný kjarn- orkuver rísa. „Við getum framleitt örugga og hreina orku sem ekki losar mikið kolefni með því að nýta græna möguleika Skotlands og tekið á loftslagsbreytingum án þess að auka byrðar af völdum kjarnorku- úrgangs,“ sagði Mather. Dögun nýrrar kjarnorkualdar  Tugir kjarnorkuvera í byggingu  Ákvörðun Breta um fjölgun kjarnorkuvera er talin munu hafa áhrif á afstöðu annarra ríkja ➤ 16% raforku heimsins eruframleidd með kjarnorku. 34% innan Evrópusambands- ins. ➤ Frakkland uppfyllir 73%orkuþarfar sinnar með kjarn- orku. ➤ Flest eru starfandi kjarn-orkuver í Bandaríkjunum, 104 að tölu. ORKUMÁL Kjarnorkuverið í Dungeness Er meðal þeirra sem búist er við að stækki á næstunni. 10 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 24stundir Japan mun á næstu fimm árum láta rösklega 600 milljarða króna renna til þróun- arríkja til að að- stoða þau við að takast á við hlýn- un jarðar. Féð mun verða veitt í formi styrkja eða lána á hagstæðum kjör- um. Er aðgerð- unum ætlað að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Er sér- staklega litið til grannríkjanna Indónesíu og Kína. Í Kína myndi féð nýtast til að minnka mengun frá kolaknúnum raforkuverum. aij Japan Bjóða fé til um- hverfisverndar Yfirvöld í Georgíu hafa gefið út ákæru á hendur viðskiptajöfr- inum Badri Patarkatsishvili, sem býr um þessar mundir erlendis. Saka yfirvöld Patarkatsishvili um að hafa skipulagt valdarán í tengslum við mótmæli gegn rík- isstjórninni í lok síðasta árs og segja hann hafa borið ríflega sex milljarða króna mútur á hátt- settan lögreglumann. aij Georgía Landráðskæra Óttast er að fuglaflensa hafi bor- ist til Bretlandseyja eftir að veir- an greindist í þremur dauðum svönum á suður- strönd Englands. Hafa yfirvöld hvatt fólk sem heldur fugla til að gæta þess að þeir hafi ekkert sam- neyti við villta fugla, til að koma í veg fyrir að smit berist í alifugla. Talsmaður Defra, sem hefur eft- irlit með umhverfis- og matvæla- málum, segir að ekki sé ráðgert að hefja skipulegar aðgerðir gegn villtum fiðurfénaði. Það geti orð- ið til að dreifa mögulegu smiti. aij Bretland Flensa í svönum Óttast er að 6 óbreyttir breskir borgarar og 18 hermenn hafi feng- ið blóð sem ekki hafi verið skimað fyrir HIV- og lifrarbólgusmiti í Írak og Afganistan. Hermennirnir urðu allir fyrir alvarlegum áverkum við störf sín. Þar sem blóð skorti hjá breskum herlæknum fengu menn- irnir bandarískt blóð. Derek Twigg, varnarmálaráð- herra Bretlands, segir að hermenn- irnir hefðu „nánast örugglega“ lát- ist án blóðgjafar. Segir hann bresk yfirvöld líta málið alvarlegum aug- um, þótt líkurnar á smiti séu hverf- andi litlar. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið segist nú hafa fullvissað sig um að blóðgjafarnir séu hvorki smitaðir af HIV né lifrarbólgu. andresingi@24stundir.is Vangát herlækna í Írak og Afganistan Breskir hermenn fá óskimað blóð Eldur kom upp í einum elstu jarðgöngum Færeyja síðdegis á miðvikudag. Slökkvistarf gekk vel og engan sakaði. Norðskálagöngin eru ein elstu jarðgöng eyjanna og röskir 2,5 km að lengd. Liggja þau í gegnum fjall- garð á Austurey, á milli Norðskála og Funnings- fjarðar. Eldsupptök eru rakin til ljósavélar. Þaðan virðist eldurinn hafa dreifst í annað lauslegt í göngunum. Veðuraðstæður hömluðu slökkvistarfi nokkuð. „Það var erfitt að slökkva eldinn, því vindáttin snerist oft,“ segir Signheðin Davidsen slökkviliðsstjóri. Engar skemmdir urðu á göngunum sjálfum. Umferð var hleypt aftur á þau eftir að slökkvilið hafði reykræst þau. aij Eldur í Norðskálagöngum Í ljós hefur komið að úrval ken- ískra og bandarískra forseta- frambjóðenda er ekki jafnótengt og í fyrstu mætti ætla. Barack Obama, sem sækist eftir tilnefn- ingu demókrata í embætti Banda- ríkjaforseta, og Raila Odinga, sem mátti láta í minni pokann í forsetakosningum í Kenía, eru náskyldir. Fylgismönnum stjórnarandstæð- ingsins Odinga þykir skondið að vestanhafs gætu menn orðið fyrri til að kjósa mann af Luo- þjóðarbrotinu í embætti forseta. BBC hefur eftir Odinga að hann kannist við föður Obama. Þeir fæddust og ólust upp í sama þorpi í Kenía, en Odinga segir þá hafa verið frændur. Áður höfðu ættfræðigrúskarar rakið ættir Obama saman við Dick Cheney, varaforseta Banda- ríkjanna. aij Frændur í for- setaframboði Lögreglan í Bosníu hefur að beiðni alþjóðadómstólsins í Haag gert upptæk vegabréf fjögurra fjölskyldumeðlima Radovan Ka- radzic. Eru þau grunuð um að hafa hjálpað herforingjanum fyrrverandi að komast undan réttvísinni undanfarin 11 ár. Karadzic og samverkamanns hans, Radko Mladic, bíða ákærur fyrir stríðsglæpi. aij Þrengt að Ra- dovan Karadzic Á þriðja tug manna lá í valnum og meira en 70 manns slösuðust þegar sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sig í loft upp fyrir fram- an byggingu hæstaréttar í Lahore í Pakistan. Maðurinn var í miðri þyrpingu lögreglumanna og fólks sem mót- mælti ríkisstjórn landsins, en svo virðist sem lögreglumennirnir hafi verið skotmörk hans. aij Sprengjuárás í Pakistan Nær allar læknastofur sem fram- kvæma fóstureyðingar á Spáni eru í einnar viku verkfalli. Með því vilja starfsmenn stofanna hvetja til breytinga á lagaumhverfi þeirra. Undanfarna mánuði hefur lögregla gert áhlaup á fjölda læknastofa og dregið starfsmenn þeirra fyrir dóm, sakaða um að framkvæma fóstur- eyðingar af röngum ástæðum. Roland Ledea, fóstureyðingarlæknir í Madrid, sagði við BBC að lögum um fóstureyðingar þyrfti að breyta í takt við nýja tíma að fordæmi annarra Evrópuríkja. „Mér finnst að fóstureyðingar eigi að vera frjáls- ar, aðeins háðar konunni sem er ólétt, engu öðru,“ sagði Ladea. aij Fóstureyðingalæknar í verkfalli KJARNORKUVER Í HEIMINUM Lönd þar sem kjarnorkuver eru í rekstri Lönd þar sem kjarnorkuver eru í byggingu

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.