24 stundir - 11.01.2008, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 24stundir
Eftir Hildu H. Cortez
hilda@24stundir.is
„Við þekkjum öll erfitt fólk og á
námskeiðinu sem kallast Að takast
á við erfiða einstaklinga tökum við
fyrir ákveðnar týpur og hegð-
unarmynstur einstaklinga,“ segir
Ingrid. „Það sem við förum líka í
er okkar eigin hugsun vegna þess
að samskipti eru flókin og auðvelt
að gera mistök. Stundum drögum
við rangar ályktanir um það sem
aðrir eru að hugsa eða þarfnast og
stundum er þetta bara skilnings-
leysi og við höldum að aðrir
bregðist við á ákveðinn hátt.“
Erfitt að breyta fólki
„Það sem er í raun mikilvægt að
hafa í huga og við kennum á nám-
skeiðinu er að fólk er kannski ekki
endilega erfitt heldur er það öðru-
vísi og við þurfum að eiga við
þennan mismun. Þetta er líka
spurning um að skilja sjálfan sig
fyrst áður en við förum að skilja
aðra, það er mjög erfitt að breyta
öðrum því að erfiðir einstaklingar
telja sig ekki ósanngjarna, þeir
telja sig hafa rétt á sinni skoðun.
Stundum er fólk erfitt af því að
það er stressað eða í slæmu skapi
eða finnst því vera ógnað. Svo eru
sumir sem sjá alltaf það neikvæða
í öllu.“
Ingrid segir oft hægt að skipta
erfiðum einstaklingum í ákveðnar
týpur. „Við tölum til dæmis um
einræðisherrann sem er ein-
staklingur sem valtar yfir aðra, er
oft óútreiknanlegur og talar niður
til fólks. Þetta fólk reiðist auðveld-
lega og kennum við fólki til dæmis
að bregðast ekki við meðan á
reiðikasti stendur og láta viðkom-
andi ekki æsa sig upp en eins er
mikilvægt að hörfa ekki. Svo er
það vitringurinn sem þykist sér-
fróður um allt og kunnátta hans er
að eigin mati afar mikil og einstök.
Hann hunsar skoðanir annarra og
líkar ekki að vera mótmælt. Þessi
aðili finnur alltaf sökudólg ef
skoðun hans reynist vera röng. Í
samskiptum við vitringinn bend-
um við fólki á að vera vel und-
irbúið og biðja viðkomandi um
nánari útskýringar á máli sínu og
leggja fram rök í formi spurninga í
stað þess að fara að hegða sér sem
gagnsérfræðingur. Það er heldur
alls ekki gott að gera lítið úr sjálf-
um sér eða þekkingu sinni.“
Hlutverkaleikur skilar miklu
Á námskeiðinu bregða þeir Jón
Gnarr og Valgeir Skagfjörð sér í
gervi erfiðra einstaklinga, enda er
hlutverkaleikur partur af pró-
gramminu. „Jón Gnarr er auðvit-
að snillingur í að leika mismun-
andi týpur og Valgeir er það líka,
en margir hafa eflaust séð Jón í
Næturvaktinni í hlutverki Georgs
Bjarnfreðarsonar þar sem óhætt er
að segja að hann sé sannkallaður
einræðisherra. Við leggjum
áherslu á að fólk taki virkan þátt
og við viljum að fólk komi með
eigin dæmi. Síðan er farið í hlut-
verkaleik þar sem tekist er á við
erfiða einstaklinga en þannig lærir
fólk að tileinka sér tæknina sem
við erum að kenna á námskeiðinu.
Við lærum líka mikið af því að
horfa á aðra og eru yfirleitt svona
12 til 15 á námskeiðinu og allir
með eigin sögu af einstaklingum
sem þeir takast á við dagsdaglega.“
Nýtt samskiptamynstur
Að sögn Ingridar felst nám-
skeiðið einnig í því að kenna fólki
nýtt samskiptamynstur. „Margir
festast kannski sjálfir í ákveðnu
mynstri þegar þeir eiga við þessa
erfiðu einstaklinga og bregðast
alltaf eins við þeim og fá þar af
leiðandi alltaf sömu viðbrögðin.
Það þarf því líka að átta sig á því
að það er sjaldnast hægt að breyta
fólki og er þetta oftar spurning um
að breyta sjálfum sér og sinni sam-
skiptatækni. Það er það sem við
getum haft stjórn á, við getum
ekki haft stjórn á öðru fólki og al-
mennt er mikilvægt að reyna að
skilja hinn erfiða, ekki dæma eða
ásaka og ekki taka viðkomandi
persónulega.“
Höfum alltaf val þegar við tökumst á við erfiða einstaklinga
Hvernig skal takast á
við erfiðar týpur?
➤ Námskeiðið Að takast á viðerfiða einstaklinga verður
haldið þann 21. janúar næst-
komandi á Grand Hótel og
stendur yfir frá klukkan 13 til
17.
➤ Nánari upplýsingar er hægtað fá hjá Þekkingarmiðlun í
síma 892-2987 eða á
www.thekkingarmidlun.is.
NÁMSKEIÐIÐ
„Mannleg samskipti
geta verið flókin, sér-
staklega þegar
ákveðnar týpur eiga í
hlut,“ segir Ingrid Ku-
hlman, framkvæmda-
stjóri Þekkingarmiðl-
unar. „En það er hægt
að læra að takast á við
slíka einstaklinga.“
Jón Gnarr Bregður
sér í hlutverk erfiðra
einstaklinga á nám-
skeiði hjá Þekking-
armiðlun.
24 stundir/Kristinn
Sumt er einfaldlega ekki hægt að
kenna heldur verður maður að æfa
sig eins mikið og maður getur. Að
kyssa er eitt slíkt og svo sem ekki
amalegt að æfa sig í því. Notaðu
skammdegið til að kúra uppi í sófa
með makanum og æfið ykkur í að
kyssast á mismunandi hátt. Stuttir,
langir, blautir eða mömmukossar,
úrvalið er endalaust og um að gera
að gera eitthvað svona kósí eftir
langan vinnudag.
Kenndu mér að
kyssa rétt
Það er auðveldlega hægt að kenna
að spara. T.d. getur verið góð hug-
mynd þegar farið er í frí að bóka
ekki hótel heldur frekar finna ein-
hvern sem er tilbúinn að skiptast á
húsi eða íbúð við þig. Slík skipti
verða æ vinsælli víða um heim.
Mundu líka að kaupa ekkert í flýti
ef þú getur verið án hlutarins í ein-
hvern tíma og veltu vel fyrir þér
verði og nauðsyn, svo og hvort var-
an kostar alls staðar það sama.
Lærðu auðvelda
sparsemi
stundir
Skemmtileg námskeið
Námskeið fyrir börn og unglinga:
* Gítarnámskeið
* Trommunámskeið
* Bassanámskeið
10 vikna hljóðfæranámskeið
ætlað byrjendum. Kennt í litlum
hóptímum þar sem þátttakendum
er raðað í hópa eftir aldri og getu.
Námskeið fyrir fullorðna:
* Partýgítarnámskeið
* Leikskólagítarnámskeið
6 vikna skemmtileg gítarnámskeið
ætluð byrjendum í gítarleik
Upplýsingar og skráning á
www.tonsalir.is
ónsalir
Bæjarlind 2 - Sími 534-3700 - www.tonsalir.is
Tónsalir er ryþmískur tónlistarskóli
þar sem leitast er við að viðhalda
gleðinni í hljóðfæraleiknum.
Fræðslunámskeið Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins eru
ætluð þeim sem vinna með börnum með þroskaraskanir og
eru jafnframt opin aðstandendum. Námskeiðin eru bæði
fræðileg og hagnýt.
Meðal þess sem verður í boði á vormisseri:
• Einhverfa og aðrar raskanir á einhverfurófi
• Aspergersheilkenni og skyldar raskanir, grunn- og
framhaldsnámskeið
• Aspergersheilkenni og kynheilbrigði
• Skipulögð kennsla, byggð á hugmyndafræði TEACCH
• Atferlisþjálfun fyrir börn með einhverfu
• Ráðagóðir foreldrar – námskeið í hegðunarstjórnun fyrir
foreldra barna með þroskaraskanir
• Börn með hreyfihömlun - þátttaka í grunnskólastarfi
• Börn með þroskaraskanir - nám, hegðun og félagsleg
þátttaka í grunnskóla
• Snemmtæk íhlutun - markmið og leiðir
• Jákvæðar leiðir til bættrar hegðunar
• Tákn með tali, grunn- og framhaldsnámskeið
• ofl.
Upplýsingar og skráning á námskeið er á www.greining.is
NÁMSKEIÐ VOR 2008
H
2
h
ö
n
n
u
n