24 stundir - 11.01.2008, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 24stundir
„SOS-námskeiðin byggja á rann-
sóknum bandarísks sálfræðings sem
heitir Lynn Clark og ganga út á að
kenna aðferðir til að breyta og bæta
hegðun barna,“ segir Guðlaug
Sturludóttir hjá Félagsvísindastofn-
un en stofnunin býður upp á sex
vikna námskeið fyrir foreldra og þá
sem vinna með börnum. „Aðferð-
irnar byggja á miklum rannsókn-
argrunni en þetta er efni sem hefur
verið rannsakað í tugi ára og sýnt
hefur verið fram á að þetta eru að-
ferðir sem virka, þannig að þetta
eru markvissar aðferðir sem verið er
að kenna. Námskeiðið gengur í
megindráttum út á það að styrkja
jákvæða hegðun barna og minnka
líkurnar á að óæskileg hegðun eigi
sér stað. Eins er verið að kenna að-
ferðir sem miða að því að styrkja
börnin andlega og félagslega þannig
að þau plumi sig betur í lífi og starfi,
enda helst þetta allt í hendur.
Það eru eingöngu sálfræðingar
sem kenna þessi námskeið en þeir
hafa allir farið á sérstök leiðbein-
endanámskeið hjá Gabríelu Sigurð-
ardóttur en hún er forsprakki SOS-
námskeiðanna á Íslandi ásamt
Ágústu Ingvarsdóttur sálfræðingi.“
SOS-námskeiðin standa yfir í sex
vikur en þátttakendur mæta einu
sinni í viku í 2,5 klukkutíma í senn.
Námskeiðsgögn eru bók dr. Lynn
Clark, SOS - Hjálp fyrir foreldra, en
námskeiðið samanstendur af fyr-
irlestrum og umræðum auk þess
sem sýnd eru dæmi um samskipti
foreldra og barna á myndbandi.
Nánari upplýsingar í síma 525-
4544 síma 525-4544 og á gjs@hi.is.
24 stundir/Ómar
Foreldrum hjálpað að bæta hegðun barna sinna
Hvernig skal styrkja
jákvæða hegðun barna
Börn Á SOS-námskeið-
inu er foreldrum kennt að
styrkja jákvæða hegðun.
Það færist mjög í vöxt að ungir
krakkar hefji almennt tónlistarnám
með söngrödd sína sem aðal-
hljóðfæri. Ásrún Davíðsdóttir, að-
stoðarskólastjóri Söngskólans í
Reykjavík, segir að allt frá stofnun
skólans árið 1973 hafi verið mikil
eftirspurn eftir skólavist fyrir börn
og unglinga. „Fyrir um það bil 10
árum var stofnuð unglingadeild
við skólann og fljótlega bættist við
yngri unglingadeild fyrir nem-
endur allt niður í 11 ára en raunin
varð sú að það voru nær eingöngu
stúlkur sem stunduðu nám við
unglingadeildir. Síðastliðið haust
var því brugðið á það ráð að stofna
sérstaka karladeild við Söngskól-
ann sem ber nafnið ungmenna-
deild og hún er mjög vinsæl. Þar
stunda nám ungir menn, flestir
komnir úr mútum, og drengir allt
niður í 13 ára undir stjórn Alex-
anders Ashworth, barítónsöngvara
og píanóleikara.“
Stunda námið utan skólatíma
Ásrún talar um að í náminu sé
miðað við að nemendur hafi góð-
an tónlistargrunn eða söngreynslu
til að byggja á. „Það er lögð áhersla
á alla þætti tónlistarnáms; radd-
tækni, túlkun, samsöng, tónfræði
og hreyfingar í takt við tónlist. Við
miðum kennslutímann við að
nemendur geti stundað námið eftir
venjulegan skólatíma í almenna
skólakerfinu,“ segir Ásrún og bætir
við að nemendur unglingadeilda
Söngskólans hafi tekið þátt í ýms-
um uppfærslum með Óp-
erukórnum og Sinóníuhljómsveit
Íslands. „Þar má nefna sviðs-
uppfærslur á óperunum Turandot
og Carmen með Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands og nú síðast Carmina
Burana, sem Kór unglingadeilda
söng með Óperukórnum í Reykja-
vík og kom út á hljómdiski nú fyrir
jólin.“
Söngskólinn í Reykjavík
Röddin sem hljóðfæri
Unglingadeild Nokkrir áhuga-
samir nemendur í unglingadeild
Söngskólans í Reykjavík.
Kara Arngrímsdóttir, danskenn-
ari hjá Dansskóla Jóns Péturs og
Köru, hefur dansað í tæplega 40 ár
og finnst alltaf jafngaman. ,,Ég
byrjaði sem barn í dansi, var bara í
barnapössun hjá Hermanni Ragn-
ars, og sem unglingur æfði ég bæði
samkvæmisdans og djassballet og
fimleika líka. Þá fór ég að æfa dans
sem keppnisíþrótt, kenna dans og
stofnaði loks dansskóla. Allt hefur
þetta sinn sjarma en er þó mjög
ólíkt.“
Dansskólinn var staðsettur í
Bolholti 8 til ársins 2005. Þá um
haustið flutti dansskólinn í Borg-
artún 6 í nýuppgert húsnæði á 4.
hæð. Kennt er í þremur sölum,
Sólarsal, Mánasal og Stjörnusal. Á
milli Sólarsalar og Mánasalar er
felliveggur og er hægt að gera þá að
einum stórum sal sem er þá tæp-
lega 300 m2. Nemendur skólans
eru á öllum aldri og námskeiðaúr-
valið er fjölbreytt og úr mörgu að
velja. Meðal annars er kenndur al-
mennur dans, s.s samkvæm-
isdansar og barnadansar, þá eru-
vinsæl námskeið í
samkvæmisdönsum fyrir full-
orðna. Freestyle er síðan vinsælt
hjá unglingum.
Kennsla í breikdansi
Námskeið í breikdansi hafa
einnig verið vinsæl í skólanum.
Breik gjörbreytti fátækrahverfum
New York ásamt hipphoppmenn-
ingunni sem varð til þess að klíku-
krakkarnir fóru að kljást með
rappi og dansi frekar en kylfum og
sveðjum. Breikið tekur til sín
hreyfingar úr m.a. capoeira, stepp-
dansi, kungfú, akróbatík og fim-
leikum. „Breik reynir heilmikið á,“
segir Kara. Þó það sjáist minna
núna en þegar æðið var sem mest
kringum ’86-’88, er það mun vin-
sælla og sífellt fleiri og stærri
keppnir koma á hverju ári á heims-
vísu auk þess sem fjöldi iðkenda
margfaldast.
Hafa dansað og kennt saman í mörg ár
Dansinn alltaf vinsæll
KYNNING
24stundir/Ómar
www.idan.is
Í IÐNAÐI VORIÐ
SÍMENNTUN
Nýr
námsvísir
kominn út
Yfir 100 námskeið fyrir
starfsfólk í íslenskum iðnaði
2008
SÍMENNTUN