24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 33

24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 33
24stundir FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 33 Hinn heimskunni fyrirlesari, Jack Canfield, verður með dags- námskeið um lögmál sigurgöng- unnar í Háskólabíói þann 2. febr- úar næstkomandi. Jack er einn allra besti og eftirsótt- asti árangurs- og leiðtogaþjálfari í dag og í hópi vinsælustu fyrirlesara Bandaríkjanna ásamt mönnum eins og Bill Clinton, Lance Arm- strong og Anthony Robbins. Jack er með mastersgráðu í sál- fræði frá Harvard og hefur þjálfað athafnamenn og stjórnendur í meira en þrjátíu ár með frábærum árangri. Íslendingar þekkja Canfield ekki síst af þátttöku hans í hinni geysivinsælu kvikmynd „The Sec- ret“ og aðkomu hans að sam- nefndri bók. Bókin var ein mest selda bókin á Íslandi á síðasta ári og hefur selst í yfir 15.000 eintök- um og er enn að seljast. Myndin hefur verið mjög vinsæl. Þá er Jack annar höfunda „Chicken Soup for the Soul“-bókanna og maðurinn á bak við samnefnt við- skiptaveldi, sem Time Magazine kallaði „útgáfuundur áratugarins“ og er því einstaklega hæfur til þess að fjalla um velgengni. Jack er fæddur í Texas og kemur frá lág-miðstéttarfjölskyldu sem var á sífelldum ferðalögum fyrstu árin þar sem faðir hans var í hern- um. Þess má geta að Canfield er í Heimsmetabók Guinness fyrir að hafa átt sjö bækur á sama tíma á metsölulista New York Times. Stephen King kemur næstur með sex bækur. Canfield ritar fasta pistla sem birt- ast reglulega í 150 dagblöðum um allan heim. Einnig ritar hann greinar um einstök málefni og er vinsæll viðmælandi og fréttamatur í fjölmiðlum. Meginþemað í umfjöllun Jacks þann 2. febrúar er lögmál vel- gengninnar og byggist á bók hans „The Success Principles, How to Get From Where You Are to Where You Want to Be.“ Námskeiðið byrjar kl. 9.30 og lýkur kl.16.30. Miðaverð frá 19.900. Miðasalan fer fram á www.newvision.is. Jack Canfield með námskeið KYNNING Íslendingar eru afar hrifnir af Ítalíu og ítölskum mat. Marga dreymir um að dvelja á Ítalíu og læra að búa til ekta mat að hætti heimamanna. Það ætti ekki að vera fjarlægur draumur því margir mat- reiðsluskólar í Toskana-héraði á Ítalíu og í Flórens bjóða upp á námskeið í matreiðslu þar sem nemar dvelja í fallegu umhverfi meðan á því stendur. Sumir skól- arnir eru áratugagamlir og reknir af ítölskum fjölskyldum. Í sumum tilfellum er hægt að læra ítölsku jafnframt matargerðinni. Námskeið þessi eru ekki ein- göngu fyrir matreiðslumenn eða kokkanema heldur allan almenn- ing sem hefur áhuga á ítalskri mat- argerð. Matreiðslumenn geta þó fundið námskeið sem eru sérstaklega hönnuð fyrir þá. Toskana-héraðið á Ítalíu er einkar áhugavert svæði enda er þar matar- og víngerð í hávegum höfð. Stutt er að fara á marga af merki- legustu stöðum Ítalíu, Veróna, Mílanó og Feneyjar eru í norðri og Flórens og Róm í suðri. Lest- arsamgöngur eru auðveldar og bílaleigubílar eru á sanngjörnu verði. Í Toskana eru framleidd hin þekktu Chianti-rauðvín sem flestir Íslendingar þekkja og þar eru einn- ig búnar til heimsþekktar ólífu- olíur. Einn þekktur matreiðsluskóli í Toskana er Toscana Saporita en þar er hægt að fara á vikunámskeið og læra að búa til pasta, ravíóli, ris- otto og aðra þekkta ítalska rétti auk þess sem smakkað er á ostum, ólífum og vínum úr héraðinu. Á netinu má finna fjölmarga aðra matreiðsluskóla í Toskana þannig að úr nægu er að velja. Vikunámskeið á Toscana Sapo- rita með öllu uppihaldi kostar 2550 bandaríska dollara. Sumarfrí og námskeið sameinað Lært að matreiða í Toskana Í Toskana Það er örugglega skemmtilegt að fara á matreiðslunámskeið í Toskana. Auglýsingasímar: Katrín Rúnarsd. 510-3727 kata@24stundir.is Kolbrún Dröfn 510-3722 kolla@24stundir.is fyrir auglýsinguna þína Hafðu samband og fáðu gott pláss 18. janúar 2008 MaturSérblað 24 stunda Fullt af fróðleik og skemmtilegu efni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.