24 stundir - 11.01.2008, Qupperneq 38
Ævintýri í Iðnó
Leiksýning Hin vinsæla sýning
Guðrúnar Ásmundsdóttur, Ævin-
týri í Iðnó, verður tekin upp í Iðnó
á sunnudag en í sýningunni gerir
hún upp fimmtíu ára leikferil sinn
og 110 ára sögu Iðnós. Guðrún
starfaði í húsinu frá 1958 og leiðir
áhorfendur inn í horfinn tíma.
Kvikmyndaveisla
Kvikmyndir Unnendur franskra
kvikmynda eiga von á góðu því að í
dag hefst frönsk kvikmyndaveisla í
Háskólabíói sem stendur til 24.
janúar. Sýndar verða 11 nýlegar
franskar gæðamyndir.
Kammermúsík í janúar
Tónlist Víkingur Heiðar Ólafsson
og félagar í Kammermúsíkklúbbn-
um halda tónleika í Bústaðakirkju
sunnudagskvöld kl. 20. Vegna mik-
illar aðsóknar verða tónleikarnir
endurfluttir í Salnum mánudags-
kvöld kl. 20.
Það besta í bænum
Fer yfir ferilinn Guðrún Ás-
mundsdóttir fer yfir ferilinn í Iðnó.
24stundir/Sverrir
38 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 24stundir
LÍFSSTÍLLHELGIN
helgin@24stundir.is a
Þetta er náttúrlega popp-
tónlist 19. aldarinnar og
hefur lifað svona vel.
Kvenfélagið Garpur og Hafnar-
fjarðarleikhúsið sýna leikritið
Svartan fugl eftir David Harrower í
leikstjórn Graeme Maley á Egils-
stöðum um helgina. Sýningarnar
fara fram í Sláturhúsinu – menn-
ingarsetri á laugardags- og sunnu-
dagskvöld og hefjast kl. 20 í bæði
skiptin. Næstu helgar stendur síð-
an til að sýna verkið á Ísafirði og í
Vestmannaeyjum.
Meðfærileg leikmynd
„Við vorum að sýna Svartan fugl
í Hafnarfjarðarleikhúsinu í haust
og þar sem við erum bara tveir
leikararnir og leikmyndin með-
færileg kom upp sú hugmynd að
fara með verkið vestur enda er
Pálmi frá Bolungarvík,“ segir Sól-
veig Guðmundsdóttir leikkona
sem leikur á móti Pálma Gestssyni í
verkinu.
„Þar sem við ætluðum að æfa
verkið upp á annað borð fannst
mér upplagt að fara líka með það á
Egilsstaði og til Vestmannaeyja. Ég
hafði samband við menningarfull-
trúa á stöðunum og það voru allir
mjög spenntir að fá okkur og hafa
verið okkur innan handar við að
skipuleggja þetta og auglýsa,“ segir
Sólveig.
Leikrit um forboðna ást
Svartur fugl er leikrit um for-
boðna ást og fjallar um Unu og Ray
sem áttu í sambandi fyrir fimmtán
árum og hittast á ný. Verkið hefur
vakið mikla athygli og hlaut meðal
annars verðlaun sem kennd eru við
Sir Laurence Olivier á síðasta ári.
Miðaverð er 2.900 krónur og fer
miðasala fram á vefsvæðinu midi.is
og við innganginn. Einnig býður
Flugfélag Íslands fólki upp á að fá
flug og leikhúsmiða á sérstöku til-
boði.
Svartur fugl hefur sig til flugs
Fugl gerir víðreist Leikritið
Svartur fugl verður sýnt í þrem-
ur bæjum um næstu helgar.
Eftir Einar Jónsson
einarj@24stundir.is
Víða um heim fagna menn nýju ári
með því að blása til Vínartónleika
og eru Íslendingar ekki eftirbátar
annarra þjóða í þeim efnum.
Salonhljómsveit Sigurðar Ingva
Snorrasonar heldur árlega nýárs-
tónleika í Salnum í Kópavogi á
laugardag þar sem Vínartónlistin
verður í öndvegi.
Af nógu að taka
Þetta er fimmta árið í röð sem
sveitin heldur slíka tónleika í Saln-
um og segir Snorri að af nógu sé að
taka þegar Vínartónlistin sé annars
vegar. „Sem dæmi má nefna að Jo-
hann Strauss, einn og sér, samdi
meira en 600 verk fyrir utan bræð-
ur hans og alla hina Vínarkarlana
sem sömdu tónlist í þessum stíl,“
segir hann.
„Það er svolítill galsi í kringum
þetta og fólk er í raun að fagna
árinu,“ segir Snorri og tekur undir
að þetta sé mikil stuðtónlist. „Þetta
er náttúrlega popptónlist 19. ald-
arinnar og hefur lifað svona vel,“
segir hann.
Á tryggan aðdáendahóp
„Þessi tónlist á sér mjög tryggan
aðdáendahóp sem sést best á því að
Sinfóníuhljómsveit Íslands er núna
búin að vera með þrenna tónleika.
Stundum er hún með ferna sem
þýðir að 4.000 manns mæta en
samt er enn þá þörf,“ segir hann.
Ýmsir söngvarar hafa komið
fram á Vínartónleikum Salon-
hljómsveitarinnar á undanförnum
árum og að þessu sinni er röðin
komin að sópransöngkonunni
Huldu Björk Garðarsdóttur. Löngu
er uppselt á tónleika Salonhljóm-
sveitarinnar í Salnum á laugardag
en tónleikarnir verða endurfluttir
daginn eftir í Listasafni Reykjanes-
bæjar kl. 15.
Sigurður Ingvi og félagar blása til Vínartónleika
Leika popptónlist
nítjándu aldarinnar
Salonhljómsveit Sigurðar
Ingva Snorrasonar og
Hulda Björk fagna nýju
ári með tvennum Vín-
artónleikum um helgina.
Sívinsæl Vínartónlist Salonhljómsveit Sigurðar
Ingva leikur popptónlist 19. aldar um helgina.
Myndin er frá tónleikum sveitarinnar fyrir ári.
➤ Átta hljóðfæraleikarar skipaSalonhljómsveitina.
➤ Félagar í Salonhljómsveitinnieru allir jafnframt í Sinfóníu-
hljómsveit Íslands.
➤ Auk tónleikanna um helginalék sveitin á tónleikum í
Laugarborg á þrettándanum.
SALONHLJÓMSVEITIN
24stundir/Ómar
Danshópurinn Dari Dari Dance
Company sýnir verkið Hoppala í
Norræna húsinu um helgina. Inn-
blástur að verkinu sækja höfund-
arnir í almenningssalerni enda ým-
islegt sem á sér stað innan veggja
þeirra.
Tilfinningar á setunni
„Við notum ekki bókstaflega
þær hreyfingar sem maður gerir á
klósettinu heldur veltum við fyrir
okkur hvaða tilfinningar maður
upplifir þar inni. Það eru ýmsar að-
stæður sem koma upp inni á kló-
setti. Stundum ferðu þangað í ró-
legheitum en stundum til að fela
þig eða gráta,“ segir Inga Maren
Rúnarsdóttir sem samdi verkið
ásamt Guðrúnu Óskarsdóttur og
Kötlu Þórarinsdóttur.
Hreyfingar dansaranna taka því
öðrum þræði mið af þeim aðstæð-
um sem kunna að koma upp á sal-
erninu. „Við höfðum til dæmis þá
hugmynd að fólk hittist inni á kló-
setti og færi að rífast um hvor ætti
að fá að nota það og úr því yrði
smádúett,“ segir hún.
Klósetthljóð í tónlist
Lydía Grétarsdóttir semur tón-
list við verkið og sækir hún inn-
blástur á sömu slóðir og danshöf-
undarnir. „Þar sem verkið gerist
inni á almenningsklósetti vorum
við með hugann við alls konar
hljóð sem tengjast því, eins og til
dæmis dropa. Við notum því mikið
hljóð sem hún tók upp inni á kló-
setti, til dæmis með því að skella
setunni, sturta niður og annað
slíkt. Hún býr síðan til tónlistina út
frá þeim hljóðum,“ segir Inga Mar-
en.
Hoppala verður sýnt í sýning-
arsal í kjallara Norræna hússins
laugardag og sunnudag og hefjast
sýningar kl. 20 bæði kvöldin. Að-
gangseyrir er 1.000 krónur.
Dansað á
salerninu
UM HELGINA
● Skemmtun á Akureyri Páll
Óskar Hjálmtýsson þeytir skíf-
um á tveimur böllum í tilefni
afmælis KA um helgina. Dans-
leikur fyrir 16 ára og eldri verð-
ur í KA-heimilinu í kvöld og er
aðgangseyrir 1.000 kr.
Annað kvöld verður afmæl-
ishátíð á sama stað þar sem að-
gangseyrir er 1.500 kr. og ald-
urstakmark 18 ár.
● Fjölskylduhátíð KA-menn
blása einnig til fjölskyldu-
skemmtunar í KA-heimilinu í
dag kl. 16-19. Páll Óskar
skemmtir og aðgangur er
ókeypis.
● Vítamín í Kópavogi Hljóm-
sveitin Vítamín heldur uppi
stuði á skemmtistaðnum
Players í Kópavogi í kvöld.
● Dísel á Dubliner Hljóm-
sveitin Dísel leikur fyrir gesti
Dubliner í Hafnarstræti 11. og
12. janúar.
● Helgin á Oliver DJ Óli Dóri
og Gullfoss & Geysir standa
vaktina á Oliver í kvöld. Annað
kvöld sjá DJ Haukur og Daði
um að þeyta skífunum.
● Alexandra á Gauknum Ný-
stirnið DJ_Lex_Intro sem
heitir réttu nafni Alexandra
stjórnar tónlistarvalinu á
Gauki á Stöng föstudags- og
laugardagskvöld
● Frönsk dansveisla Ed Ban-
ger-gleðskapur fer fram á Org-
an í Hafnarstræti á laugardags-
kvöldið. Fram koma Busy P
(e.þ.s. Pedro Winther), Steed
Lord og skífuþeytarar. Verð í
forsölu er 1.500 krónur.
● Táningur í tölvunni Leik-
félag Selfoss frumsýnir gam-
anleikritið Með táning í tölv-
unni eftir Ray Cooney
föstudaginn 11. janúar. Sýn-
ingar fara fram í litla leikhús-
inu við Sigtún.
● Aladin í Hvergerði Leikfélag
Hveragerðis frumsýnir barna-
leikritið Aladin í leikstjórn Haf-
steins Þórs Auðunssonar laug-
ardaginn 12. janúar. Sýningar
fara fram í Völundi, húsi leik-
féalgsins.
● Fegurð íslams Ljós-
myndasýningin Fegurð íslams
- íslömsk húsagerðarlist verð-
ur opnuð í anddyri Norræna
hússins á morgun. Sænsk-
pakistanski ljósmyndarinn
Linnea Sellersjö tók mynd-
irnar á sýningunni.
● Ágústsýning Gallerí Ágúst
fagnar nýju ári með opnun
málverkasýningar Davíðs Arnar
Halldórssonar laugardaginn 12.
janúar kl. 16. Sýningin kallast
absalút gamall kastale.