24 stundir - 11.01.2008, Síða 42
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@24stundir.is
Eftir rúmar þrjá vikur kemur fyrst
í ljós hvaða áhrif nýr þjálfari hef-
ur á stöðu mála hjá landsliði Ís-
lands í knattspyrnu en þá mun
liðið keppa við Möltu, Hvít-Rússa
og Armena á æfingamóti á Möltu.
Er þetta í raun fyrsta tækifæri
Ólafs Jóhannessonar sem ráðinn
var landsliðsþjálfari í október síð-
astliðnum til að hrista saman hóp
að sínu skapi og víst að allmargir
fylgast spenntari með en ella.
Starf Ólafs hingað til hefur ver-
ið tiltölulega rólegt. Hann stýrði
liðinu gegn Dönum í nóvember í
3-0 tapi en hafði skamman tíma
til undirbúnings og verður ekki
dæmdur af þeim leik.
Nú hefur hann hins vegar feng-
ið tæpa þrjá mánuði til undir-
búnings fyrir umrætt mót á
Möltu og ætli hann inn með nýjar
áherslur ættu áhugamenn að sjá
það í leik liðsins, jafnvel þó enn
leiki mikill vafi á hvaða leikmenn
Ólafur hefur aðgang að á þessum
tíma að hans sögn. „Það er aðeins
einn dagur af þessum alþjóðlegur
leikdagur og jafnvel hjá strákun-
um á Norðurlöndum sem ekki
eru að spila er upp og niður hvort
þeir komast til Möltu eður ei. Það
ræðst í næstu viku hvernig leik-
mannahópurinn verður skipaður
en ég á von á að taka með mér
marga héðan af Íslandi.“
Landsliðsþjálfarinn er hins veg-
ar varfærinn hvað mótherjana
varðar og fellst ekki á að þar eigi
íslensku strákarnir að eiga sigur
vísan. „Við eigum ekki neitt gegn
neinum heldur þarf að hafa fyrir
öllu saman og sama gildir um
þessi landslið sem við mætum
þarna.“
Samkvæmt heimslista Alþjóða
knattspyrnusambandsins er lið
Möltu í 136. sæti, Hvít-Rússa í
því 60. og Armenar í 93. Íslenska
liðið er í 90. sæti.
Haus í bleyti Ólafur hefur haft það
fremur náðugt síðustu mánuði en
hugsar mikið um komandi átök.
Fyrsta landsliðs-
verkefni Ólafs
Fyrsta verkefni Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara fram-
undan á Möltu Erfiðlega gengur að fá atvinnumennina til leiks
➤ 2. febrúar kl. 14Hvíta-Rússland - Ísland
➤ 4. febrúar kl. 18.45Ísland - Malta
➤ 6. febrúar kl. 16.30Armenía - Ísland
LEIKIRNIR
42 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 24stundir
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Jafnvel hjá strákunum sem spila
á norðurlöndunum sem ekki
spila þessa dagana er upp og niður
hvort þeir komist til Möltu eður ei.
Innan við mánuður er núþangað til Fabio Capellostjórnar
sínum fyrsta
leik með enska
landsliðinu
gegn Svisslend-
ingum þann 6.
febrúar og
Bretarnir eru
að missa svefn yfir öllu saman.
70 þúsund miðar hafa þegar
selst á Wembley sem er vel yfir
meðallagi gegn smærri þjóð í
bransanum og er alveg klárt að
uppselt verður áður en yfir lýk-
ur. Capello sjálfur skoðaði ein-
mitt Wembley í gær ásamt að-
stoðarmönnum sínum í fyrsta
skipti síðan hann tók við emb-
ættinu.
Sam Allardyce varð í fyrra-kvöld áttundi þjálfarinntil að
taka poka sinn
í ensku úrvals-
deildinni á
þessari leiktíð
þegar for-
ráðamenn
Newcastle
fengu af honum nóg. Fyrrum
þjálfari liðsins, Bobby Robson,
segir pressuna á þjálfurum
komna út í öfgar og vera dap-
urlega þróun í boltanum.
Líklegastur til að fylla ístórt skarð Allardyce erHarry Redknapp að
mati veðbanka.
Hinn fríði
Redknapp hef-
ur gert bæri-
lega hluti með
Portsmouth og
hefur aldrei
neitað flotinu,
sérstaklega því sem ofar er í
skálinni. Margir aðdáendur
vilja hins vegar Alan Shearer
eða eitthvert alvöru nafn eins
og Marcello Lippi.
Eitthvað fer á milli mála íensku pressunni hvortMiddl-
esbrough er að
kaupa Bras-
ilíumanninn
Afonso Alves
frá Heerenveen
eða Bras-
ilíumanninn
Fred frá Lyon nema Gareth
Southgate sé að kaupa þá báða.
Umboðsmenn beggja leik-
manna segja samninga því sem
næst í höfn og að báðir geti far-
ið að æfa með liðinu í byrjun
næstu viku.
Meira um Brassana.Kaká hjá Milanhugnast ekki að fá
Ronaldinho til
liðs síns því
þeir séu of líkir
leikmenn og
eigi erfitt með
að leika saman.
Nokkur sann-
leikur í þessu eins og sést hefur
í þeim leikjum Brasilíu þar sem
báðir spila. En Kaká er einnig
illa við líferni Dinho og segir
það hættulegt fordæmi yngri
leikmönnum Milan.
Manuel Fernandesverður í láni hjáEverton út leiktíðina
samkvæmt nýjum samningi en
til stóð að kaupa kappann í
sumar en sá vildi fremur til
Spánar þá.
Það verður ekki af Boston Celtics tekið að árangur þeirra
í NBA-deildinni það sem af er vetri er stórkostlegur og jafn-
ast á við það sem best gerist í þeirri ágætu deild. Nú þegar
þriðjungur er liðinn af mótinu er vinningshlutfall Celtics
ennþá 88 prósent eftir 33 leiki. Geri aðrir betur.
Nema hvað aðrir geta ekki betur og langt í frá. Aðeins
tvö önnur félög slefa yfir 70 prósenta markið hvað vinn-
ingshlutfall varðar hingað til. Detroit Pistons er með 74,3
prósent og aðeins eitt félag í Vesturdeildinni státar af slík-
um árangri; Phoenix Suns er með 71,4 prósent.
Vesturdeildin er þó greinilega erfiðari viðfangs enda
mun jafnari en Austurdeildin. Þannig eru sjö félög vest-
anmegin með yfir 60 prósenta vinningshlutfall á móti að-
eins þremur austanmegin.
Í Minnesota blóta menn í sand og ösku. Liðið er áber-
andi slakasta liðið í NBA-deildinni meðan fyrrverandi stór-
stjarna þess, Kevin Garnett, blómstrar með Celtics á toppn-
um.
Austur- og vesturdeildir NBA virðast aðeins vera að jafnast
Boston Celtics í algjörum sérflokki
Fyrsta og eina konan sem
starfar sem þulur á golfsjón-
varpsstöðinni Golf Channel
hefur verið sett í bann fyrir
ómakleg ummæli. Lét hún
hafa eftir sér að til að nýliðar
hefðu einhvern möguleika á
að sigra Tiger Woods í ár
þyrfti að hengja hann í gálga í
dimmu öngstræti. Sem reynd-
ar er hárrétt hjá stúlkunni en
ummælin fóru fyrir brjóstið á
forráðamönnum stöðv-
arinnar. Woods sjálfur brosti
þegar hann heyrði af þessu.
Hengja sig á
smáatriði
Detroit Redwings eiga flesta
leikmenn í stjörnuliði ársins í
NHL-deildinni vestanhafs.
Henrik Zetterberg, Pavel Dat-
syuk og Nicklas Lidström eru
allir í byrjunarliði Vest-
urdeildar en stjörnuleikurinn
fer fram þann 26. janúar.
Lidström hlaut flest atkvæði,
480 þúsund talsins.
Þrír frá Detroit
Nýr liðsstjóri Ferrari-liðsins í
Formúlu 1, Stefano Domeni-
cali, vonast til að njósna- og
hneykslismál og hatrömm
pólitík þeirra vegna skaði ekki
Formúluna á nýju ári. Segir
hann nóg komið af slíkum
málum og nú sé tíminn til að
horfa fram á við. Ítrekaði
hann að hvorugur ökumanna
Ferrari fengi sérmeðferð eins
og stundum virtist gerast und-
ir stjórn Jean Todt sem hætti
um áramótin.
Friður og ró
Hlé verður að gera á áralangri
hefð fyrir skíðastökki á hinum
fræga Holmenkollen í Ósló.
Verið er að endurbyggja pall-
inn og lítið verður hægt að
nota svæðið fyrr en seint á
næsta ári.
Holmenkollen
á ís
SKEYTIN INN
Kylfingurinn Birgir Leifur Haf-
þórsson virðist ekki finna fjöl sína
né höggflöt á móti sem fram fer í S-
Afríku. Er hann í 135. sæti eftir
fyrsta daginn þar sem hann varð
sér meðal annars úti um hvorki
fleiri né færri en eina sex skolla og
ólíklegt mjög að hann komist
gegnum 65 manna niðurskurðinn
eftir hringinn í dag. Efstu menn
eru tíu höggum á undan Birgi á 65
höggum.
Gengi Birgis flöktir mjög í S-
Afríku en þar hefur hann leikið á
þeim þremur mótum sem hann
hefur tekið þátt í á nýju leiktíma-
bili. Besti árangur hans var 50. sæt-
ið á Opna S-Afríkumótinu í des-
ember en hann féll úr leik á því
fyrsta; Alfred Dunhill-mótinu.
Reyndar er Birgi nokkur vor-
kunn enda kenndi hann sér meins í
öxl eftir komuna til S-Afríku í vik-
unni en hafði fram að því æft stíft
heima við yfir jólin og áramótin.
Veðurfar hafði einnig sín áhrif á
fyrsta mótsdegi þar suður frá.
Hellirigning gerði keppendum ekki
auðvelt fyrir og kannski ekki und-
arlegt að tveir vanir heimamenn
skyldu deila efsta sætinu að lokn-
um fyrsta hring.
Fyrir mótið var Birgir kominn í
164. sæti peningalistans evrópska
en lokastaða kylfinga á honum ár
hvert ræður því hvort þeir fá end-
urnýjaðan keppnisrétt.
Birgir Leifur Hafþórsson ekki par hrifinn á móti í S-Afríku
Sex skollar og á brattann að sækja