24 stundir - 05.02.2008, Page 1

24 stundir - 05.02.2008, Page 1
Gunnar Dofri Ólafsson er formað- ur stjórnar Ad Astra sem býður upp á námskeið fyrir bráðger börn í 6.-10. bekk grunnskóla en sjálfur var hann bráðger sem barn. Bráðger formaður MENNTUN»38 SALA % USD 65,04 +0,23  GBP 128,41 +0,60  DKK 12,93 +0,16  JPY 0,61 -0,16  EUR 96,45 +0,16  GENGISVÍSITALA 126,19 +0,24  ÚRVALSVÍSITALA 5.404,60 -1,08  24stundirþriðjudagur5. febrúar 200824. tölublað 4. árgangur Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýning á verkum eins frægasta listmálara Færeyja, Sámals Joen- sen Mikines, en sonur hans, Kári Mikines var viðstaddur opnun sýningarinnar. Lifði fyrir listina KOLLA»22 27,9% munur á hjartamagnyl NEYTENDAVAKTIN »4 -1 -1 -1 -2 -3 VEÐRIÐ Í DAG »2 Hægt verður að svipta veit- ingastaði í Mississippi starfs- leyfi ef þeir gerast ítrekað uppvísir að því að selja offitu- sjúklingum mat, verði nýtt lagafrumvarp samþykkt. Flutningsmenn frumvarpsins búast síður við að það verði að lögum. Vonast þeir til þess að vekja athygli á vandamáli í fylki þar sem 30% íbúa þjást af offitu. „Enginn gerir neitt í því. Þeir halda bara áfram að fara á hlaðborð og borða,“ segir Ted Mayhall þingmaður. aij Bollurnar bannaðar GENGI GJALMIÐLA Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Flugumferðin um Keflavíkurflugvöll verður svo mikil næsta sumar að ekki er útilokað að farþegum verði ekið í rútu til og frá einhverj- um flugvélum á mesta háannatímanum, að sögn Stefáns Thordersen flugvallarstjóra. „Það er búist við svipaðri aukningu næsta sumar og var á síðasta ári en þá jókst milli- landaflugið um 7,3 prósent frá árinu áður. Þrjú stæði á flughlaðinu sem ekki tengjast land- göngubrúm hafa verið fullnýtt á háannatíma. Þau hafa verið það nálægt flugstöðinni að far- þegar hafa gengið til og frá. Það gæti hins vegar komið til þess að nýta þyrfti stæði lengra frá og aka farþegum,“ greinir Stefán frá. Öll stæði fullnýtt á háannatíma Flugvélastæði með landgöngubrúm við flug- stöðina eru 11 og eru þau, eins og stæðin þrjú á flughlaðinu, fullnýtt á háannatíma. „Það er hins vegar ekki endalaust hægt að bæta við landgöngubrúm,“ bendir flugvallarstjórinn á. Vegna legu Íslands, áætlunarleiða og nýt- ingar flugvélakosts flugfélaganna er vinsælasti áningartíminn á Keflavíkurflugvelli í tvær klukkustundir snemma á morgnana og aðrar tvær klukkustundir síðdegis. Í fyrra fóru 13.500 flugvélar í almennu milli- landaflugi um Keflavíkurflugvöll með tæplega 2,2 milljónir farþega. Alls stunduðu 11 flug- félög farþegaflug á Keflavíkurflugvelli á árinu. Um háannatímann síðastliðið sumar voru nærri 300 ferðir á viku í áætlunarflugi og reglubundnu leiguflugi allra flugrekenda á Keflavíkurflugvelli. Í sumar áætla 16 flugfélög að halda uppi reglubundnu farþega- og leiguflugi um Kefla- víkurflugvöll. Ekki liggur fyrir hversu margar flugferðir verða farnar til og frá vellinum í hverri viku í sumar. Stækkun stöðvarinnar til athugunar Stefán bendir á að umferð um Keflavík- urflugvöll og úthlutun flugvélastæða sé sam- kvæmt alþjóðlegu kerfi. „Flugfélög vinna sér inn ákveðinn rétt til að nota ákveðin stæði. Þau sem koma inn ný í takmarkaðan tíma á há- annatíma hafa minni rétt til að nota stæðin.“ Samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli er fjölgun flugvélastæða með tilheyrandi stækkun flugstöðvarinnar nú til athugunar. Leifsstöð sprungin  Landgöngubrýrnar ekki nógu margar á háannatíma  Líklegt að farþegum verði ekið í rútum út í vél  Sextán flugfélög ætla að fljúga frá Keflavík í sumar, en voru 11 í fyrra ➤ Tæplega tvær milljónir farþega fóru umKeflavíkurflugvöll í fyrra. ➤ Farþegaspár erlendra skipulagssérfræð-inga gera ráð fyrir að farþegafjöldinn fari í 3,2 milljónir árið 2015. ➤ Suðurbygging Leifsstöðvar, sem er 17.000fermetrar með fimm landgöngubrúm, var tekin í notkun sumarið 2001. KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR „Ég flutti drápu í ungmennafélagsandanum eftir karl föður minn, Vígþór H. Jörundsson, en hann er gamall skólamaður á eftirlaunum. Hún endar svona: Hér skal reisa æsku okkar ævintýrahöll,“ segir Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri í Norðlingaskóla. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri og nemendur í fjórða bekk tóku fyrstu skóflu- stunguna að nýjum skóla við Árvað 3 í gær. Nýi skólinn verður leik- og grunnskóli og tónlistarskóli undir einu þaki. „Kaffistofa verður fyrir foreldra og eldri borgara, ég vil alla inn í daglegt starf skólanna,“ segir Sif. Þrír skólar undir einu þaki „Vil að Norðlingaskóli verði nýr sveitaskóli í Reykjavíkurhreppi“ Árvakur/Árni Sæberg Bæjarstjórinn bað skólastjórann um að falla frá athugasemdum um skipulag. Eldri borgarar vildu ekki hitta bæjarstjórann og gefa honum færi á að lýsa fundi þeirra. Logandi pólitísk átök á Álftanesi »4 Bankarán var framið í útibúi Glitnis í Lækjargötu í gærmorgun. Lögreglan greip ræningjann stuttu eftir ránið. Sá er þekktur brota- maður og framdi síðast vopnað rán í 10-11 verslun í Kópavogi í fyrra. Rán í útibúi Glitnis upplýst »2 Mikið úrval notaðra bíla á góðum kjörum! fitnesskort TILBOÐ Brautarholti 20 • 105 Rvk • Sími 561 5100 • www.badhusid.is »14

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.