24 stundir - 05.02.2008, Blaðsíða 40

24 stundir - 05.02.2008, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 24stundir MasterCard Mundu ferðaávísunina! Barcelona frá 19.990 kr. Flugsæti með sköttum. Fargjald A. Netverð á mann. Takmarkað magn sæta í boði á þessu verði. Lægsta fargjald er uppselt á mörgum brottförum. Heimsferða Vorveisla Síðustu sætin! Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is Bókaðu núna! E N N E M M / S IA • N M 3 19 97 Beint flug 7. mars - örfá sæti 10. mars 13. mars - örfá sæti 28. mars 31. mars 3. apríl - uppselt 7. apríl 10. apríl - örfá sæti 13. apríl 17. apríl - nokkur sæti 21. apríl 24. apríl - nokkur sæti 27. apríl 1. maí 5. maí 8. maí - nokkur sæti 12. maí Beint flug 24. mars 28. mars - nokkur sæti 31. mars 4. apríl - örfá sæti 7. apríl Beint flug 24. apríl - örfá sæti 28. apríl - UPPSELT 1. maí 5. maí - örfá sæti 8. maí - örfá sæti 8. júní - AUKAFLUG Beint flug 11. apríl - örfá sæti 14. apríl 17. apríl - UPPSELT Beint flug 23. apríl - örfá sæti 27. apríl 30. apríl - nokkur sæti 4. maí 9. maí - örfá sæti Prag frá 39.990 kr. Flug, skattar og gisting í 4 nætur með morgunverði í tvíbýli á Hotel Corinthia Towers *****. Sértilboð 24. og 31. mars. Budapest frá 61.690 kr. Flug, skattar og gisting í tvíbýli með morgunverði á Hotel Carat **** í 4 nætur 1. maí. Netverð á mann. Kraká frá 44.790 kr. Flug, skattar og gisting í tvíbýli með morgunverði á Hotel Chopin *** eða Hotel Wyspianski *** í 3 nætur 14. apríl. Netverð á mann. Vilnius frá 40.790 kr. Flug, skattar og gisting í tvíbýli með morgunverði á Hotel Europa City *** í 3 nætur 27. apríl. Netverð á mann. B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur iris@24stundir.is Að sögn Bjarna Hrafns Ingólfssonar hjá Heimsferðum hafa vetrarferðir aldrei verið vinsælli en nú. „Fólk ferðast tvímælalaust meira á þess- um tíma en það gerði áður fyrr en það virðist ekki hafa áhrif á sum- arferðirnar. Fólk fer einfaldlega oft- ar í ferðalög.“ Vinsælustu vetraráfangastaðirnir eru Kanaríeyjar, Tenerife og Dóm- iníska lýðveldið. „Fólk fer einnig í skíðaferðir en sólarlandaferðirnar eru þó vinsælastar.“ Að ýmsu þarf að huga þegar farið er í ferðalag á þessum árstíma. Fyrst þarf að gæta þess að fríið stangist ekki á við próf eða aðra mikilvæga atburði í skólum barnanna. Einnig þarf að bóka fríið í vinnunni með fyrirvara til að koma í veg fyrir að allir skelli sér á ströndina á sama tíma. Ef allt gengur upp er ekki eftir neinu að bíða og hægt að leggja af stað á ströndina. 10 daga ferðir vinsælastar Að sögn Bjarna er lengd ferðanna allt frá einni viku og upp í þrjár vik- ur. „10-11 daga ferðir eru mjög vin- sælar en það er mjög hæfilegur tími á þessum árstíma. Við erum til dæmis að bjóða upp á sérstaklega skemmtilegar ferðir til Jamaíka í febrúar en það er hægt að velja á milli ferða þar sem dvalið er í 10 og 11 daga.“ Jamaíka er þekkt fyrir þægilega stemningu og ekta karabískt skemmtanalíf. Ferðaskrifstofan Úrval Útsýn býður einnig upp á sólarferðir fyrir alla fjölskylduna. Samkvæmt vef- síðu þeirra www.urvalutsyn.is er Portúgal vinsælasti áfangastaðurinn og hefur verið það um árabil. Þeir sem vilja upplifa alvöru suðræna menningu ættu hins vegar að bóka sér flug til Brasilíu. Flogið er til Natal sem kölluð er borg sólarinnar en þar er hægt að njóta þess að liggja á ströndinni og skoða stórglæsilegt umhverfi. Það er ekki seinna vænna að skipuleggja flóttann úr frostinu en hvort sem þú vilt fara í vinkonu- ferð, hjónaferð eða fjölskylduferð þá ættir þú að finna eitthvað við þitt hæfi. Hægt er að skipuleggja ferðina sjálfur með því að leita uppi ódýr fargjöld og hótel á netinu en þeir sem vilja fá pakka ættu að hafa sam- band við næstu ferðaskrifstofu. Ekki gleyma sólarvörninni og sól- gleraugunum. Vetrarferðir til sólarstranda verða stöðugt vinsælli Íslendingar flýja úr kuldanum Vetur hefur sjaldan verið jafn kaldur og hann hefur verið upp á síðkastið. Ef- laust dreymir því marga um að keyra út í Leifsstöð og fljúga til heitari landa. Á meðan sumir láta sig dreyma og halda áfram að vaða snjóinn henda aðrir sundfötunum í tösku og drífa sig af stað. Yndislegt Alltaf gott veður á Costa Del Sol ➤ Eru mjög vinsælar á köldustumánuðum ársins hér á landi. ➤ Eru jafn vinsælar hjá þeimeldri og þeim yngri enda geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. SÓLARFERÐIR Hinn almenni Íslendingur þarf oft að grípa til frumlegra ráða til að geta skemmt sér. Þeir sem eru á leið til útlanda vita að það er ekki alltaf hlaupið að því að fá hótelherbergi á viðráðanlegu verði og því getur verið nauðsynlegt að hugsa út fyrir kassann. Heimili um allan heim Íbúðaskipti eru frábær lausn fyr- ir þá sem eiga húsnæði hér heima og eru tilbúnir að lána það út til ferðalanga sem búa erlendis. Með þessu móti er hægt að sleppa við hótelkostnaðinn og koma sér þægi- lega fyrir á þarlendu heimili. Byrj- endur í íbúðaskiptum geta meðal annars farið á vefsíðuna www.bo- ligbytte.no/Island. Á síðunni er hægt að skrá sig sem félaga en þeir fá aðgang að öllum upplýsingum um húsnæði sem í boði eru og þeirra húsnæði fer einnig í gagna- safn sem aðrir félagar hafa aðgang að. Ekki bara góð reynsla Það er að sjálfsögðu vissara að hafa varann á enda hefur fólk orðið mjög illa úti í svona skiptum en sem dæmi má nefna íslensku hjón- in sem bjuggu í Danmörku og skiptu á húsnæði við hjón á Ís- landi. Þegar fjölskyldan kom frá Danmörku í lánsíbúðina tók á móti þeim margra daga uppvask, skítur og bleiur á gólfinu. Ekki tók betra við þegar þau sneru aftur heim en þá fundu þau meðal ann- ars sprautunálar og bleiur undir rúmi. Þessi hjón eru ákveðin í að gera þetta aldrei aftur en margir hafa komið mjög ánægðir úr svona ferð. Það er bara gamla góða reglan um að kynna sér málið vel sem kemur í veg fyrir að fríið breytist í martröð. iris@24stundir.is Íbúðaskipti verða stöðugt vinsælli Sprautunálar í lánsíbúðinni LÍFSSTÍLLFERÐIR ferdir@24stundir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.