24 stundir - 05.02.2008, Blaðsíða 50

24 stundir - 05.02.2008, Blaðsíða 50
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum í 8 nátta ferð til Tenerife 20. febrúar. Tenerife, sem er stærst Kanaríeyjanna, býður frábærar aðstæður fyrir ferðamanninn; fallegar strendur, fjölbreytta afþreyingu og stórbrotna náttúru. Playa Olid er gott 3 stjörnu íbúðahótel sem var allt endurnýjað árið 2005 og er við Costa Fanabe ströndina ekki langt frá El Duque íbúðahótelinu og Hotel Jacaranda. Allt í kring er úrval af veitingastöðum og verslunum. Á Playa Olid er fín aðstaða, sundlaugargarður með tveimur sundlaugum og barnalaug, sólbaðsaðstöðu og snarl-bar við laugina. Auk þess veit- ingastaður, bar, billiard, internetaðstaða, sjónvarpssalur, verslanir o.fl. Íbúðirnar eru vel búnar með 1 svefnherbergi, stofu og eldhúsaðstöðu. Gríptu tækifærið og skelltu þér í vetrarfrí á ótrúlegum kjörum. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Tenerife 12. febrúar frá kr. 54.990 Sértilboð á Playa Olid Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 54.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í íbúð í 8 nætur 12. febrúar. 50 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 24stundir Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is Gestir veitingastaðarins Hard Rock muna vel eftir styttunni af Leifi heppna sem prýddi hinn fornfræga stað í Kringlunni. Var Leifur með forkunnarfagran Fender-raf- magnsgítar á bakinu, í stíl við stað- inn, en núna prýðir styttan höf- uðstöðvar Baugs í London, einsog fram kom á vísi.is. Staðinn vantaði víkingabrag Það var athafna- og veit- ingamaðurinn Tómas Tómasson sem lét smíða styttuna frægu á sín- um tíma. „Ég sá styttuna af Leifi heppna fyrir framan Hallgríms- kirkju þegar ég var að gera Hard Rock árið 1987 og sá strax að að- eins vantaði gítarinn á bakið. Mig vantaði eitthvert sniðugt tákn inn á staðinn og fannst mér vík- ingaþemað passa vel, því Banda- ríkjamenn áttu Frelsisstyttuna, Frakkar áttu Parísarturninn og svo framvegis. Ég fékk því eina frábæra listakonu, Guðrúnu Sigríði Har- aldsdóttur, til að gera þetta fyrir mig. Og það tókst líka svona listi- lega vel til hjá henni, alveg eins og ég vildi hafa það,“ sagði Tommi sem seldi Hard Rock í hendur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar árið 1997. „Allir erlendu munirnir voru í eigu Hard Rock-fyrirtækisins og fóru aftur til síns heima. Aðrir íslenskir munir fóru annaðhvort til sinna réttu eigenda ef þeir svo kusu eða til mín, sem hef geymt þá sam- viskusamlega síðan. Annars munu þeir eflaust sóma sér best í Popp- minjasafninu sem verið er að reisa í Keflavík, en Keflvíkingar og Rún- ar Júl eru vel til þess fallnir að varðveita slíka muni hjá sér.“ Styttan á viðeigandi stað „Hún er í góðum höndum þyk- ist ég vita. Það er mjög viðeigandi að hún skuli prýða höfuðstöðvar íslensks útrásasrfyrirtækis í Lund- únum, enda var Leifur útrásarvík- ingur mikill á sínum tíma,“ sagði Tommi að lokum og hélt áfram að steikja sína landsþekktu hamborg- ara, kennda við Búlluna. Styttan og vertinn Tómas segir Leif vel eiga heima í Lundúnum. Útrásarvíkingurinn Leifur heppni nemur land í Lundúnum Styttan á mjög viðeigandi stað Styttan af Leifi heppna sem prýddi Hard Rock veitingastaðinn er nú stödd í Lundúnum, í höf- uðstöðvum Baugs. Tómas Tómasson rifjar upp til- urð hennar og tilgang. ➤ Styttan af Leifi var gerð úrstriga og gúmmíkenndu, harðgerðu efni. ➤ Fender-gítarinn á styttunni erstækkaður nífalt, af alvöru eintaki er prýddi Hard Rock. ➤ Hard Rock var endanlega lok-að árið 2005. STYTTAN Árvakur/Kristinn tölvukosti heims. Auk þess er aldr- ei stungið upp á því þjóðráði að taka rafmagnið af hverfi morðingj- ans, sem stöðva myndi útsendingu morðins og líklega koma í veg fyrir dauða saklauss manns. Auðvitað hefði morðinginn getað verið með varaaflstöð, en tillagan hefði þó mátt koma fram, þó ekki nema til þess að viðra alla möguleika í stöð- unni. Utan þess er myndin ansi hefðbundin í uppbyggingu og það eina sem er eftirminnilegt er dauð- dagi hinna ólánsömu fórnarlamba og vankunnátta Netlöggunnar, sem líklega er nokkuð raunsönn ef hugmyndir Steingríms J. Sigfús- sonar um Netlöggu hefðu náð fram að ganga. Þetta er mynd sem á best heima á Torrent-vefjum, enda helst ætluð þeim sem slíka vefi stunda. Í spennutryllinum Untraceable fylgjumst við með netlöggunni Jennifer Marsh, sem kemur illþýði internetsins á bak við lás og slá í þægilegri fjarlægð í því sem líkist helst þægilegri skrifstofuvinnu. Gamanið kárnar fljótt þegar einn tölvunjörðurinn myrðir fólk í beinni netútsendingu, þar sem fjöldi heimsókna ræður hraðanum á dauðdaga fórnarlambsins. Frum- leg hugmynd og í raun undarlegt að Hollywood hafi ekki hugsað út í slíkt fyrr, enda efnið ekki algerlega nýtt af nálinni. Ógeðfelldar aftökur Aðferðir morðingjans eru ógeð- felldar og minna um margt á Saw- myndirnar, en ádeilan er samt sem áður á netverja sem laðast að hryll- ingi ýmiskonar, viðbjóði og ósóma líkt og mý á mykjuskán. Þó hug- myndin sé ágæt, er hún mjög ótrú- verðuglega útfærð á köflum og handritið gallað. Að starfsmenn FBI í myndinni skuli vera jafn ráðalausir og raun ber vitni er kjánalegt, ekki síst fyrir þær sakir, að þeir hafa yfir að ráða öflugasta Rýnt í skjáinn Netáhorf nær nýjum hæðum með hryllingi. Netlöggur og netnirðir: Fín hugmynd illa útfærð Tvífararnir að þessu sinni eru annars vegar stórleikarinn Stacey Keach, sem margir kannast við sem spæjarann Mike Hammer úr samnefndum þáttum og kynþátta- hatarann Cameron Alexander úr American History X (einnig leikur hann fangelsisstjórann í Pris- onbreak-þáttaröðinni á Stöð 2), og hins vegar stórsöngvarinn og vagn- stjórinn André Bachmann, gjarnan nefndur konungur kokteiltónanna. Það er vissulega svipur með þeim félögum. Tvífarar vikunnar André Bachman Erfitt er að sjá mun á félögunum. Mike Hammer Spurning hvort hann grípi einhvern tíma í hljóðnema? 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Það er mjög viðeigandi að hún skuli prýða höfuðstöðvar íslensks útrásasrfyrirtækis í Lundúnum, enda var Leifur útrásarvíkingur mikill á sínum tíma. Sérfræðingar í saltfiski 466 1016 - Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu - Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar - Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur - Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta www.ektafiskur.is pöntunarsími: frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood Untraceable Bíó: Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni og Keflavík. Leik stjóri: Gregory Hoblit Að al hlut verk: Diane Lane, Billy Burke Eft ir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is BÍÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.