24 stundir - 05.02.2008, Page 50

24 stundir - 05.02.2008, Page 50
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum í 8 nátta ferð til Tenerife 20. febrúar. Tenerife, sem er stærst Kanaríeyjanna, býður frábærar aðstæður fyrir ferðamanninn; fallegar strendur, fjölbreytta afþreyingu og stórbrotna náttúru. Playa Olid er gott 3 stjörnu íbúðahótel sem var allt endurnýjað árið 2005 og er við Costa Fanabe ströndina ekki langt frá El Duque íbúðahótelinu og Hotel Jacaranda. Allt í kring er úrval af veitingastöðum og verslunum. Á Playa Olid er fín aðstaða, sundlaugargarður með tveimur sundlaugum og barnalaug, sólbaðsaðstöðu og snarl-bar við laugina. Auk þess veit- ingastaður, bar, billiard, internetaðstaða, sjónvarpssalur, verslanir o.fl. Íbúðirnar eru vel búnar með 1 svefnherbergi, stofu og eldhúsaðstöðu. Gríptu tækifærið og skelltu þér í vetrarfrí á ótrúlegum kjörum. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Tenerife 12. febrúar frá kr. 54.990 Sértilboð á Playa Olid Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 54.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í íbúð í 8 nætur 12. febrúar. 50 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 24stundir Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is Gestir veitingastaðarins Hard Rock muna vel eftir styttunni af Leifi heppna sem prýddi hinn fornfræga stað í Kringlunni. Var Leifur með forkunnarfagran Fender-raf- magnsgítar á bakinu, í stíl við stað- inn, en núna prýðir styttan höf- uðstöðvar Baugs í London, einsog fram kom á vísi.is. Staðinn vantaði víkingabrag Það var athafna- og veit- ingamaðurinn Tómas Tómasson sem lét smíða styttuna frægu á sín- um tíma. „Ég sá styttuna af Leifi heppna fyrir framan Hallgríms- kirkju þegar ég var að gera Hard Rock árið 1987 og sá strax að að- eins vantaði gítarinn á bakið. Mig vantaði eitthvert sniðugt tákn inn á staðinn og fannst mér vík- ingaþemað passa vel, því Banda- ríkjamenn áttu Frelsisstyttuna, Frakkar áttu Parísarturninn og svo framvegis. Ég fékk því eina frábæra listakonu, Guðrúnu Sigríði Har- aldsdóttur, til að gera þetta fyrir mig. Og það tókst líka svona listi- lega vel til hjá henni, alveg eins og ég vildi hafa það,“ sagði Tommi sem seldi Hard Rock í hendur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar árið 1997. „Allir erlendu munirnir voru í eigu Hard Rock-fyrirtækisins og fóru aftur til síns heima. Aðrir íslenskir munir fóru annaðhvort til sinna réttu eigenda ef þeir svo kusu eða til mín, sem hef geymt þá sam- viskusamlega síðan. Annars munu þeir eflaust sóma sér best í Popp- minjasafninu sem verið er að reisa í Keflavík, en Keflvíkingar og Rún- ar Júl eru vel til þess fallnir að varðveita slíka muni hjá sér.“ Styttan á viðeigandi stað „Hún er í góðum höndum þyk- ist ég vita. Það er mjög viðeigandi að hún skuli prýða höfuðstöðvar íslensks útrásasrfyrirtækis í Lund- únum, enda var Leifur útrásarvík- ingur mikill á sínum tíma,“ sagði Tommi að lokum og hélt áfram að steikja sína landsþekktu hamborg- ara, kennda við Búlluna. Styttan og vertinn Tómas segir Leif vel eiga heima í Lundúnum. Útrásarvíkingurinn Leifur heppni nemur land í Lundúnum Styttan á mjög viðeigandi stað Styttan af Leifi heppna sem prýddi Hard Rock veitingastaðinn er nú stödd í Lundúnum, í höf- uðstöðvum Baugs. Tómas Tómasson rifjar upp til- urð hennar og tilgang. ➤ Styttan af Leifi var gerð úrstriga og gúmmíkenndu, harðgerðu efni. ➤ Fender-gítarinn á styttunni erstækkaður nífalt, af alvöru eintaki er prýddi Hard Rock. ➤ Hard Rock var endanlega lok-að árið 2005. STYTTAN Árvakur/Kristinn tölvukosti heims. Auk þess er aldr- ei stungið upp á því þjóðráði að taka rafmagnið af hverfi morðingj- ans, sem stöðva myndi útsendingu morðins og líklega koma í veg fyrir dauða saklauss manns. Auðvitað hefði morðinginn getað verið með varaaflstöð, en tillagan hefði þó mátt koma fram, þó ekki nema til þess að viðra alla möguleika í stöð- unni. Utan þess er myndin ansi hefðbundin í uppbyggingu og það eina sem er eftirminnilegt er dauð- dagi hinna ólánsömu fórnarlamba og vankunnátta Netlöggunnar, sem líklega er nokkuð raunsönn ef hugmyndir Steingríms J. Sigfús- sonar um Netlöggu hefðu náð fram að ganga. Þetta er mynd sem á best heima á Torrent-vefjum, enda helst ætluð þeim sem slíka vefi stunda. Í spennutryllinum Untraceable fylgjumst við með netlöggunni Jennifer Marsh, sem kemur illþýði internetsins á bak við lás og slá í þægilegri fjarlægð í því sem líkist helst þægilegri skrifstofuvinnu. Gamanið kárnar fljótt þegar einn tölvunjörðurinn myrðir fólk í beinni netútsendingu, þar sem fjöldi heimsókna ræður hraðanum á dauðdaga fórnarlambsins. Frum- leg hugmynd og í raun undarlegt að Hollywood hafi ekki hugsað út í slíkt fyrr, enda efnið ekki algerlega nýtt af nálinni. Ógeðfelldar aftökur Aðferðir morðingjans eru ógeð- felldar og minna um margt á Saw- myndirnar, en ádeilan er samt sem áður á netverja sem laðast að hryll- ingi ýmiskonar, viðbjóði og ósóma líkt og mý á mykjuskán. Þó hug- myndin sé ágæt, er hún mjög ótrú- verðuglega útfærð á köflum og handritið gallað. Að starfsmenn FBI í myndinni skuli vera jafn ráðalausir og raun ber vitni er kjánalegt, ekki síst fyrir þær sakir, að þeir hafa yfir að ráða öflugasta Rýnt í skjáinn Netáhorf nær nýjum hæðum með hryllingi. Netlöggur og netnirðir: Fín hugmynd illa útfærð Tvífararnir að þessu sinni eru annars vegar stórleikarinn Stacey Keach, sem margir kannast við sem spæjarann Mike Hammer úr samnefndum þáttum og kynþátta- hatarann Cameron Alexander úr American History X (einnig leikur hann fangelsisstjórann í Pris- onbreak-þáttaröðinni á Stöð 2), og hins vegar stórsöngvarinn og vagn- stjórinn André Bachmann, gjarnan nefndur konungur kokteiltónanna. Það er vissulega svipur með þeim félögum. Tvífarar vikunnar André Bachman Erfitt er að sjá mun á félögunum. Mike Hammer Spurning hvort hann grípi einhvern tíma í hljóðnema? 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Það er mjög viðeigandi að hún skuli prýða höfuðstöðvar íslensks útrásasrfyrirtækis í Lundúnum, enda var Leifur útrásarvíkingur mikill á sínum tíma. Sérfræðingar í saltfiski 466 1016 - Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu - Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar - Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur - Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta www.ektafiskur.is pöntunarsími: frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood Untraceable Bíó: Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni og Keflavík. Leik stjóri: Gregory Hoblit Að al hlut verk: Diane Lane, Billy Burke Eft ir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is BÍÓ

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.