24 stundir


24 stundir - 05.02.2008, Qupperneq 35

24 stundir - 05.02.2008, Qupperneq 35
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 35 Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Vetrarhátíð í Reykjavík hefst næst- komandi fimmtudag, þann 7. febrúar og stendur í þrjá daga. Líkt og undanfarin ár verða ýmsar uppákomur víða í borginni í til- efni hátíðarinnar, og hefst dag- skráin við Skólavörðuholt klukkan 19.30 þar sem lagt verður af stað í litríka ljósagöngu. Ljósum prýddir dansarar leiða gesti í gegnum ólíka ljós-, hljóð- og leikheima og endar gangan við Reykjavíkurt- jörn þar sem fransk-japanski sirk- usinn Oki Haiku Dan leikur listir sínar í og við Ráðhús Reykjavíkur þar sem setning hátíðarinnar fer fram. Að sögn Skúla Gautasonar, viðburðafulltrúa á Höfuðborgar- stofu, miðast dagskráin að venju við að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi. „Hinar ýmsu stofn- anir borgarinnar, fyrirtæki og ein- staklingar bjóða upp á viðburði fyrir börn og fullorðna enda hefur eftirsóknin eftir þátttöku í hátíð- inni verið mjög mikil og við höf- um tekið við umsóknum og unn- ið að undirbúningi hennar í um eitt ár, eða allt frá síðustu Vetr- arhátíð,“ segir hann og bætir því við að hátíðin hafi fest sig í sessi í hugum borgarbúa. Margir hápunktar Eins og fyrr segir er dagskrá Vetrarhátíðar afar þétt, en að- spurður um hápunkta hennar seg- ist Skúli til dæmis hlakka mikið til tangómaraþonsins sem hefst á há- degi í Iðnó á laugardegi og lýkur á hádegi á sunnudegi. „Það gengur einfaldlega út á að byrjendur sem vanir dansarar fá kennslu í tangó og svo verður dansað eins lengi og hver og einn hefur úthald til ásamt því sem haldinn verður leikþáttur um sögu tangósins, haldnir verða tónleikar og fleira. Svo verða lokatónleikar hátíðar- innar á Nasa ekki af verri kant- inum en þar spilar rússneska stelpnahljómsveitin Iva Nova. Þetta er mjög áhugaverð hljóm- sveit sem spilar blöndu af rokki og rússneskri þjóðlagatónlist,“ segir hann. Dagskrána í heild má sjá á slóðinni vetrarhatid.is. Hin árlega Vetrarhátíð í Reykjavík Tangódans og Rússarokk Dagskrá Vetrarhátíðar er fjölbreytileg að vanda en hátíðin hefst á fimmtu- daginn og stendur í þrjá daga. Litadýrð Frá Vetrar- nótt í fyrra. ➤ Fastur liður í dagskrá hátíð-arinnar er Safnanótt sem verður á föstudaginn. Þar munu reykvísk söfn vera opin til klukkan 1, aðgangur verð- ur ókeypis og ýmsar uppá- komur í boði. HÁTÍÐIN Hrafnhildur Inga Sigurð- ardóttir opnar sýninguna „Í forsal vinda“ í START ART við Laugaveg 12b þann 7. febrúar næst- komandi. Myndefnið einkennist af haust- og vetrarlægðunum sem gengið hafa yfir síðan í haust. Þetta er sjöunda einkasýning Hrafnhildar og hún stendur til 5. mars. Hrafnhildur í START ART Auk sýningar Hrafnhildar Ingu verður önnur sýning í START ART opnuð á fimmtudaginn, en það er ljós- myndasýning Christinu Gart- ner. Sýningin ber heitið Það sem lifir og á henni getur að líta myndir sem hún tók sumarið 2007 í Loðmundarfirði þar sem hún hefur dvalið langdvölum undanfarin 20 sumur. Ljósmyndir úr Loðmundarfirði MENNING menning@24stundir.is Morgunverðarfundur Slysavarnaráðs 6. febrúar á Grand Hóteli 2+2 EÐA 2+1 VEGIR: Öryggi vegfarenda – kostnaður samfélagsins – erum við á réttri leið? Skráning fer fram á www.lydheilsustod.is/skraning fyrir 5. febrúar Dagskrá Fundarstjóri: Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður Kl. 08.00 Skráning og greiðsla þátttökugjalds Kl. 08.25 Setning morgunverðarfundar Guðlaugur Þór Þórðarson, Heilbrigðisráðherra Kl. 08.35 2+1 vegir - öruggur og ódýr valkostur Haraldur Sigþórsson, Línuhönnun 2 + 2 = 0 – reiknum dæmið til enda Steinþór Jónsson, formaður Samstöðu og FÍB Framanákeyrslur 1998-2007 Gögn rannsóknarnefndar umferðarslysa um banaslys Ágúst Mogensen, Rannsóknarnefnd umferðarslysa Kl. 09.35 Fyrirspurnir og pallborðsumræður Í panel verða: Haraldur Sigþórsson, Steinþór Jónsson, Ágúst Mogensen og Þórólfur Þórlindsson forstjóri Lýðheilsustöðvar Kl. 10.00 Fundarslit Þátttökugjald er 2.000 kr. og greiðist við upphaf fundarins Innifalið í þátttökugjaldi er morgunverðarhlaðborð Tenerife Í BEINU FLUGI FRÁ AKUREYRI 11.-27. maí Fjölbreytt gisting í boði! Gríptu þetta einstaka tækifæri og smelltu þér í frí til Tenerife. MasterCard Mundu ferðaávísunina! EN N EM M / SI A / N M 28 23 4 Heimsferðir Akureyri • s: 461 1099 • Geislagata 12 • akureyri@heimsferdir.is Bókaðu str ax! www.heim sferdir.is

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.