24 stundir - 05.02.2008, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 24stundir
FÉOGFRAMI
vidskipti@24stundir.is a
Þegar fjármögnun er erfið, eins og nú er, þá
skiptir mjög miklu máli að geta haft stærri
hluta fjármögnunar í formi innlána og geta sýnt
efnahagsreikning sem er þannig samsettur
Eftir Elías Jón Guðjónsson
elias@24stundir.is
Netbankar í eigu Kaupþings og
Landsbankans hafa vakið athygli í
Bretlandi í þeirri samkeppni sem
þar ríkir nú á innlánamarkaðnum.
Kaupþing opnaði um mánaðamót-
in netbankann Kaupþing Edge en
Landsbankinn hefur rekið net-
bankann Icesave frá haustinu 2006.
Netbankarnir bjóða báðir háa vexti
af innlánum.
Innlán mikilvæg
Arnar Bjarnason, prófessor við
viðskiptadeild Háskólans á Bifröst,
segir það ekki koma á óvart að
mikil samkeppni sé í innlánum.
„Þegar fjármögnun er erfið, eins og
nú er, þá skiptir mjög miklu máli
að geta haft stærri hluta fjármögn-
unar í formi innlána og geta sýnt
efnahagsreikning sem er þannig
samsettur,“ segir Arnar. Hann segir
þetta skipta bankana miklu máli og
því séu þeir tilbúnir að borga að-
eins hærri innlánsvexti. „Þá lítur
efnahagsreikningurinn betur út.
Sterk innlánastaða í efnahagsreikn-
ingi getur síðan leitt til hagstæðari
kjara í lántökum.“
Nýjung hjá Kaupþingi
Í upphafi þessa mánaðar hleypti
Kaupþing nýjum netbanka, Kaup-
thing Edge, af stokkunum í Bret-
landi. „Kaupthing Edge er innlána-
banki sem starfar eingöngu á
netinu,“ segir Jónas Sigurgeirsson,
framkvæmdastjóri samskiptasviðs
Kaupþings. „Kostnaður er því í lág-
marki og þess vegna getum við
boðið betri kjör en þeir hefð-
bundnu bankar sem fyrir eru í
þessum löndum,“ bætir hann við.
Fyrsti Kaupthing Edge-netbankinn
var opnaður í Finnlandi í október.
Síðan þá hafa verið opnaðir bankar
í Svíþjóð, Noregi og Belgíu auk
Bretlands.
Hefur gengið framar vonum
Icesave, netbanki Landsbankans,
á sér lengri sögu en Kaupthing
Edge. „Við fórum af stað með þetta
í október 2006 og þetta hefur geng-
ið vonum framar,“ segir Tinna
Molphy hjá fjárfestatengli Lands-
banks en rétt eins og hjá Kaupthing
Edge býður Icesave upp á mismun-
andi tegundirinnlánsforma.
„Ástæðan fyrir því hve vel þetta
hefur gengið hjá okkur er hvað
þetta er einfalt. Þetta er bara þann-
ig að fólk fær það sem er auglýst.“
Mikil samkeppni
Bæði Jónas og Tinna segja mikla
samkeppni vera á breska innlána-
markaðnum og hún fari vaxandi.
Lundúnir Kaupþing og
Landsbankinn láta finna
fyrir sér í samkepninni þar.
Íslendingar í
innlánastríði
Netbankar í eigu Kaupþings og Landsbankans vekja athygli
Góð innlánastaða er mikilvæg þegar fjármögnun er erfið
➤ Starfsemi Icesave hófst íoktóber 2006 og er fyrirtækið
eingöngu starfrækt á Bret-
landi.
➤ Í lok ársins 2007 voru innlánhjá Icesave alls 4,8 milljarðar
punda. Þar af voru 14 prósent
í bundnum innlánum.
➤ Kaupthing Edge er nú starf-rækt í fimm löndum og mun
þeim fjölga á árinu.
INNLÁNAKJÖR
Árvakur/Golli
MARKAÐURINN Í GÆR
!!"
!"#
$
%
&#
'()*+
'
,
-./.
0#1
2
345
#"
" 61
"(##
(7
81
!"# "
+9#/
01 - -
:
-
;#
1
-/
!
: -
0 -< =
$
'
>4?3?@>@
@3A?5@>4
B@C34C5A5
B>3B@@?BC
@DCBAB@>4
>45B53C
5@?5CC
>54A>?4?A5
3??44>C>>
>@CBBCC
??C>5C5C
A@4?>535
4BC@35C
>>55??B5
5ABCCCC
C
@AAC34
45@DDAA
,
B@CCCC
?>BC33
3@>AB
,
,
,
?D533CCC
,
,
AEBC
@?E>C
>3EA@
>CE>5
>?EBC
3BECC
BDE@C
D4DEC
3CE35
??E5C
4E4C
>3E44
5E4B
?5E@C
>E?>
4E5?
>A4E5
>5@A
@35EC
>E>?
>35EC
3E3@
B3EBC
,
,
34C5
,
,
AEB@
@?EAC
>3E?3
>CE>D
>?EB5
3BEBC
BDE55
D4?EC
3CE55
>CCE5
4E45
>3ED?
5E4A
?5EAC
>E?3
4E4@
>A?EC
>5AB
@@CEC
>EBC
>@CEC
3E3?
,
,
,
345C
>>ECC
4E5C
/
- >C
>A
@5
@B
@?
A
B
?4
3@
B
3>
B@
@
5
@
,
>
>5
,
>
5
B
,
,
,
?
,
,
F#
-#-
@BBCCA
@BBCCA
@BBCCA
@BBCCA
@BBCCA
@BBCCA
@BBCCA
@BBCCA
@BBCCA
@BBCCA
@BBCCA
@BBCCA
@BBCCA
@BBCCA
@BBCCA
>BBCCA
@BBCCA
@BBCCA
3C>BCCA
@BBCCA
@BBCCA
@BBCCA
?>BCCA
4>BBCCD
BBABCCD
@BBCCA
B5>BCCA
>@>BCCA
● Mestu viðskiptin í Kauphöll
OMX í gær voru með bréf í Kaup-
þingi, fyrir 1.536 milljónir króna.
● Mesta hækkunin varð á bréf-
um í Century Aluminium, eða
1,97%. Bréf í Marel hækkuðu um
0,90% og í Eimskipum um 0,15%.
● Mesta lækkunin varð á bréfum
í SPRON, 3,93%. Bréf í Færeyja-
banka lækkuðu um 2,86% og bréf í
Icelandic Group um 2,34%.
● Úrvalsvísitalan lækkaði um
1,08% og stóð í 5.404,60 stigum í
lok dags.
● Íslenska krónan veiktist um
0,24% í gær.
● Samnorræna OMX-vísitalan
lækkaði um 0,85%. Breska FTSE-
vísitalan lækkaði um 0,1% og
þýska DAX-vísitalan hækkaði um
0,5%.
Yfirmaður kínverska álfyrirtæk-
isins Chinalco, sem nýverið
keypti 12% hlut í Rio Tinto
ásamst Alcoa, segir að félagið líti
á kaupin sem fjárfestingu og ekki
sé útilokað að hluturinn verði
seldur til BHP Billiton ef rétt
verð fæst fyrir hann.
Hafa kaupin vakið upp margar
spurningar á markaði og telja
ýmsir að með þessu séu félögin
tvö að reyna að koma í veg fyrir
að BHP eignist Rio Tinto. mbl.is
Útilokar ekki sölu til BHP
Uppgjör stærstu fyrirtækj-
anna í Kauphöllinni hafa
nú verið kynnt, en upp-
gjörslotunni er þó ekki lok-
ið. Í vikunni verða uppgjör
þriggja fyrirtækja kynnt.
Í dag verður uppgjör Öss-
urar opinberað, á morgun
uppgjör Spron og uppgjör
365 á fimmtudag.
Í Morgunkorni Glitnis
kemur fram að greining-
ardeild bankans geri ráð
fyrir því að Össur muni
uppfylla áætlun stjórnenda um rekstrartekjur fyrir árið 2007, sem var
upp á 330 milljónir Bandaríkjadala, og hagnaður síðasta ársfjórðungs
hafi numið 7,2 milljónum dala. Glitnir gerir ráð fyrir að tap Spron á
síðasta fjórðungi nýliðins árs hafi numið 6,5 milljörðum króna. Glitnir
gerir aftur á móti ráð fyrir að 365 hafi skilað hagnaði á síðasta árs-
fjórðungnum enda hafi rekstur félagsins gengið vel á árinu. Glitnir
býst við 130 milljóna hagnaði á ársfjórðungnum. ejg
Þrjú uppgjör kynnt í vikunni
Innra eftirlit franska bankans So-
ciété Générale brást, sagði fjár-
málaráðherra Frakklands,
Christine Lagarde, er hún kynnti
skýrslu um fjársvik verð-
bréfamiðlara bankans, Jerome
Kerviel, en talið er að viðskipti
sem hann átti með framvirkum
samningum hafi kostað bankann
að minnsta kosti 4,82 milljarða
evra. Lagarde sagði við frétta-
menn í morgun að það væri ljóst
að ákveðinn búnaður innra eft-
irlits Société Générale virkaði
ekki sem skyldi. mbl.is
Innra eftirlit
SocGen brást
Forstjóri Microsoft, Steve Ball-
mer, segir að ef tilboði Microsoft
í Yahoo! upp á 42 milljarða dala
verði tekið muni samkeppni
aukast meðal leitarvéla á netinu
og um leið á auglýsingamarkaði á
netinu, þar sem sameinað félag
muni veita Google, sem er með
forystuna á þessum markaði,
harða samkeppni.
Forsvarsmenn Google hafa sagt
að ef af samrunanum verði sé sú
hætta fyrir hendi að Microsoft
komist í ráðandi stöðu á netinu.
mbl.is
Spáir aukinni
samkeppni
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Björgum
mannslífum!
• Ávallt tilbúið til notkunar
• Einfalt og öruggt
• Einn aðgerðarhnappur
• Lithium rafhlaða
• Íslenskt tal
PRIMEDIC hjartastuðtæki