24 stundir - 05.02.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 05.02.2008, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 24stundir FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Þegar fjármögnun er erfið, eins og nú er, þá skiptir mjög miklu máli að geta haft stærri hluta fjármögnunar í formi innlána og geta sýnt efnahagsreikning sem er þannig samsettur Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is Netbankar í eigu Kaupþings og Landsbankans hafa vakið athygli í Bretlandi í þeirri samkeppni sem þar ríkir nú á innlánamarkaðnum. Kaupþing opnaði um mánaðamót- in netbankann Kaupþing Edge en Landsbankinn hefur rekið net- bankann Icesave frá haustinu 2006. Netbankarnir bjóða báðir háa vexti af innlánum. Innlán mikilvæg Arnar Bjarnason, prófessor við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, segir það ekki koma á óvart að mikil samkeppni sé í innlánum. „Þegar fjármögnun er erfið, eins og nú er, þá skiptir mjög miklu máli að geta haft stærri hluta fjármögn- unar í formi innlána og geta sýnt efnahagsreikning sem er þannig samsettur,“ segir Arnar. Hann segir þetta skipta bankana miklu máli og því séu þeir tilbúnir að borga að- eins hærri innlánsvexti. „Þá lítur efnahagsreikningurinn betur út. Sterk innlánastaða í efnahagsreikn- ingi getur síðan leitt til hagstæðari kjara í lántökum.“ Nýjung hjá Kaupþingi Í upphafi þessa mánaðar hleypti Kaupþing nýjum netbanka, Kaup- thing Edge, af stokkunum í Bret- landi. „Kaupthing Edge er innlána- banki sem starfar eingöngu á netinu,“ segir Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings. „Kostnaður er því í lág- marki og þess vegna getum við boðið betri kjör en þeir hefð- bundnu bankar sem fyrir eru í þessum löndum,“ bætir hann við. Fyrsti Kaupthing Edge-netbankinn var opnaður í Finnlandi í október. Síðan þá hafa verið opnaðir bankar í Svíþjóð, Noregi og Belgíu auk Bretlands. Hefur gengið framar vonum Icesave, netbanki Landsbankans, á sér lengri sögu en Kaupthing Edge. „Við fórum af stað með þetta í október 2006 og þetta hefur geng- ið vonum framar,“ segir Tinna Molphy hjá fjárfestatengli Lands- banks en rétt eins og hjá Kaupthing Edge býður Icesave upp á mismun- andi tegundirinnlánsforma. „Ástæðan fyrir því hve vel þetta hefur gengið hjá okkur er hvað þetta er einfalt. Þetta er bara þann- ig að fólk fær það sem er auglýst.“ Mikil samkeppni Bæði Jónas og Tinna segja mikla samkeppni vera á breska innlána- markaðnum og hún fari vaxandi. Lundúnir Kaupþing og Landsbankinn láta finna fyrir sér í samkepninni þar. Íslendingar í innlánastríði  Netbankar í eigu Kaupþings og Landsbankans vekja athygli  Góð innlánastaða er mikilvæg þegar fjármögnun er erfið ➤ Starfsemi Icesave hófst íoktóber 2006 og er fyrirtækið eingöngu starfrækt á Bret- landi. ➤ Í lok ársins 2007 voru innlánhjá Icesave alls 4,8 milljarðar punda. Þar af voru 14 prósent í bundnum innlánum. ➤ Kaupthing Edge er nú starf-rækt í fimm löndum og mun þeim fjölga á árinu. INNLÁNAKJÖR Árvakur/Golli MARKAÐURINN Í GÆR             !!"                               !"#      $ %        &#  '()*+ '  , -./.   0#1   2         345   #"   " 61  "(## (7      81 !"# "    +9 #/   01  - -   :   -        ;# 1         -/    !                                                                           : -   0 -< = $ ' >4?3?@>@ @3A?5@>4 B@C34C5A5 B>3B@@?BC @DCBAB@>4 >45B53C 5@?5CC >54A>?4?A5 3??44>C>> >@CBBCC ??C>5C5C A@4?>535 4BC@35C >>55??B5 5ABCCCC C @AAC34 45@DDAA , B@CCCC ?>BC33 3@>AB , , , ?D533CCC , , AEBC @?E>C >3EA@ >CE>5 >?EBC 3BECC BDE@C D4DEC 3CE35 ??E5C 4E4C >3E44 5E4B ?5E@C >E?> 4E5? >A4E5 >5@A @35EC >E>? >35EC 3E3@ B3EBC , , 34C5 , , AEB@ @?EAC >3E?3 >CE>D >?EB5 3BEBC BDE55 D4?EC 3CE55 >CCE5 4E45 >3ED? 5E4A ?5EAC >E?3 4E4@ >A?EC >5AB @@CEC >EBC >@CEC 3E3? , , , 345C >>ECC 4E5C /   - >C >A @5 @B @? A B ?4 3@ B 3> B@ @ 5 @ , > >5 , > 5 B , , , ? , , F#   -#- @BBCCA @BBCCA @BBCCA @BBCCA @BBCCA @BBCCA @BBCCA @BBCCA @BBCCA @BBCCA @BBCCA @BBCCA @BBCCA @BBCCA @BBCCA >BBCCA @BBCCA @BBCCA 3C>BCCA @BBCCA @BBCCA @BBCCA ?>BCCA 4>BBCCD BBABCCD @BBCCA B5>BCCA >@>BCCA ● Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaup- þingi, fyrir 1.536 milljónir króna. ● Mesta hækkunin varð á bréf- um í Century Aluminium, eða 1,97%. Bréf í Marel hækkuðu um 0,90% og í Eimskipum um 0,15%. ● Mesta lækkunin varð á bréfum í SPRON, 3,93%. Bréf í Færeyja- banka lækkuðu um 2,86% og bréf í Icelandic Group um 2,34%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,08% og stóð í 5.404,60 stigum í lok dags. ● Íslenska krónan veiktist um 0,24% í gær. ● Samnorræna OMX-vísitalan lækkaði um 0,85%. Breska FTSE- vísitalan lækkaði um 0,1% og þýska DAX-vísitalan hækkaði um 0,5%. Yfirmaður kínverska álfyrirtæk- isins Chinalco, sem nýverið keypti 12% hlut í Rio Tinto ásamst Alcoa, segir að félagið líti á kaupin sem fjárfestingu og ekki sé útilokað að hluturinn verði seldur til BHP Billiton ef rétt verð fæst fyrir hann. Hafa kaupin vakið upp margar spurningar á markaði og telja ýmsir að með þessu séu félögin tvö að reyna að koma í veg fyrir að BHP eignist Rio Tinto. mbl.is Útilokar ekki sölu til BHP Uppgjör stærstu fyrirtækj- anna í Kauphöllinni hafa nú verið kynnt, en upp- gjörslotunni er þó ekki lok- ið. Í vikunni verða uppgjör þriggja fyrirtækja kynnt. Í dag verður uppgjör Öss- urar opinberað, á morgun uppgjör Spron og uppgjör 365 á fimmtudag. Í Morgunkorni Glitnis kemur fram að greining- ardeild bankans geri ráð fyrir því að Össur muni uppfylla áætlun stjórnenda um rekstrartekjur fyrir árið 2007, sem var upp á 330 milljónir Bandaríkjadala, og hagnaður síðasta ársfjórðungs hafi numið 7,2 milljónum dala. Glitnir gerir ráð fyrir að tap Spron á síðasta fjórðungi nýliðins árs hafi numið 6,5 milljörðum króna. Glitnir gerir aftur á móti ráð fyrir að 365 hafi skilað hagnaði á síðasta árs- fjórðungnum enda hafi rekstur félagsins gengið vel á árinu. Glitnir býst við 130 milljóna hagnaði á ársfjórðungnum. ejg Þrjú uppgjör kynnt í vikunni Innra eftirlit franska bankans So- ciété Générale brást, sagði fjár- málaráðherra Frakklands, Christine Lagarde, er hún kynnti skýrslu um fjársvik verð- bréfamiðlara bankans, Jerome Kerviel, en talið er að viðskipti sem hann átti með framvirkum samningum hafi kostað bankann að minnsta kosti 4,82 milljarða evra. Lagarde sagði við frétta- menn í morgun að það væri ljóst að ákveðinn búnaður innra eft- irlits Société Générale virkaði ekki sem skyldi. mbl.is Innra eftirlit SocGen brást Forstjóri Microsoft, Steve Ball- mer, segir að ef tilboði Microsoft í Yahoo! upp á 42 milljarða dala verði tekið muni samkeppni aukast meðal leitarvéla á netinu og um leið á auglýsingamarkaði á netinu, þar sem sameinað félag muni veita Google, sem er með forystuna á þessum markaði, harða samkeppni. Forsvarsmenn Google hafa sagt að ef af samrunanum verði sé sú hætta fyrir hendi að Microsoft komist í ráðandi stöðu á netinu. mbl.is Spáir aukinni samkeppni www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Björgum mannslífum! • Ávallt tilbúið til notkunar • Einfalt og öruggt • Einn aðgerðarhnappur • Lithium rafhlaða • Íslenskt tal PRIMEDIC hjartastuðtæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.