24 stundir - 05.02.2008, Page 39

24 stundir - 05.02.2008, Page 39
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 39 Á sjötta þúsund manns starfa við uppeldi og menntun barna í tæplega 270 leikskólum hér á landi. Þá hefur hlutfall þeirra sem dvelja átta tíma eða lengur á leikskóla farið úr 40 pró- sentum í 75 prósent á síðustu tíu árum að því er fram kemur í nýjum kynningarbækl- ingi sem gefinn hefur verið út í tilefni dags leikskólans sem haldinn verður hátíðlegur í fyrsta skipti á morgun, miðvikudaginn 6. febrúar. Dagsetningin er engin tilviljun en á þessum degi árið 1950 var fyrsta félag leik- skólakennara stofnað. Þýðing leikskólans fyrir börnin „Tilgangur dagsins er fyrst og fremst að gera samfélagið betur meðvitað um þýðingu leikskólans fyrir börnin og efla jákvæða ímynd leikskólakennslu og þar með áhuga fólks á þessu starfi,“ segir Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara. Hún tekur undir að umræða um leik- skólamál sé oft á tíðum neikvæð. „Við vilj- um viðhalda þessari jákvæðu og góðu ímynd leikskólans sem hann hefur haft. Við viljum ekki leyfa þessu tali um manneklu og tímabundinn vanda sem steðjar að leikskól- unum ná yfirhöndinni,“ segir hún. Árviss viðburður Dagur leikskólans verður árviss viðburður í framtíðinni og segir Björg að leikskóla- stjórar hafi frjálsar hendur um hvað þeir gera í tilefni hans. „Það eru vinsamleg til- mæli að þessi dagur fari á dagatalið í fram- tíðinni en þetta er ekki hugsað þannig að það verði kvöð fyrir alla skólana að gera daginn eftirminnilegan. Núna verður hann gerður eftirminnilegur með þessum bækl- ingi sem verður dreift til allra foreldra,“ seg- ir hún. Dagur leikskólans haldinn í fyrsta skipti Markmiðið að efla ímynd starfsins Annað heimili Æ fleiri börn verja átta tím- um eða meira á hverjum degi í leikskóla. Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, Rannsóknastofnun um lyfjamál og Endurmenntun Háskóla Íslands gerðu nýverið með sér samning til tveggja ára sem felur í sér samstarf um símenntun lyfjafræðinga og starfsfólks í lyfjaiðnaði. Meðal samstarfsverkefna er nýtt meistaranám í lyfjaskráningum. Námið er 12 einingar og nær yfir þrjú misseri. Það samanstendur af fjórum námskeiðum sem taka á meginviðfangsefnum lyfjaskráninga. Einnig eru í boði tvö styttri námskeið á vormisseri: náttúrulyf og þróun lyfja. Meistaranám í lyfjaskráningum Samstarfsnet Evrópufræða Evrópufræðasetur Háskólans á Bifröst hefur ásamt 65 háskólastofn- unum víðsvegar í Evrópu gengið frá samningi við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að koma á fót samstarfsneti Evrópufræða í álfunni. Í þessu verkefni koma færustu fræðimenn á sviði Evrópufræða saman og mynda með sér formlegan samstarfsvettvang til að vinna að sameiginlegum rannsóknum. Verkefnið er til þriggja ára og er styrkt af Erasmus-áætlun ESB. Slík samstarfsnet eru til í ýmsum fræðigreinum en þetta er í fyrsta sinn sem slíku neti er komið á í Evrópufræðum. 40 nemendur verða brautskráðir frá Háskólanum á Bifröst laugardag- inn 9. febrúar. Athöfnin hefst kl. 14. Tónlistarskóli Borgarfjarðar ann- ast tónlistarflutning við athöfnina og verðlaun verða veitt fyrir góðan námsárangur. Dr. Ágúst Einarsson rektor flytur hátíðarræðu. Nem- endur við skólann eru nú um 1.100 talsins. Brautskráning frá Bifröst Launa mið ar og verk taka mið ar Bif reiða hlunn inda mið ar Hluta fjár mið ar Launa fram tal Skýrsla um við skipti með hluta bréf Ýmis lán til ein stakl inga Stofn sjóð smið ar Tak mörk uð skatt skylda - greiðslu yf ir lit Greiðslu mið ar – leiga eða afnot Hluta bréfa kaup skv. kaup rétt ar samn ingi Nánari upplýsingar eru á vef ríkisskattstjóra www.rsk.is Jón a J óns dót tir Rim a 2 4 112 Re ykj aví k 210 272 -22 29 1.9 67. 043 78. 684 860 39. 340 860 1.9 67. 043 274 .67 0 Við minnum á að enn er tími til að skila gögnum á rafrænu formi www.skattur.is 8. febrúar upplysingar Kolbrun S.510 3722 Kolla@24stundir.is Kata@24stundir.is Katrin s.510 3727 Serblad 24 stunda heimili og honnun

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.