24 stundir - 05.02.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 05.02.2008, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 24stundir Týni nemandi svokölluðu námsmannakorti sem veitir ókeypis ferðir með Strætó þarf hann að greiða 10 þúsund krónur fyrir nýtt kort. „Þetta er Strætó til há- borinnar skammar. Sonur minn týndi kortinu sínu í veðrahamnum um daginn og þarf nú að greiða upp- hæð sem er algjörlega út í hött,“ segir faðir sem hafði samband við 24 stundir. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir stjórn fyrirtækisins hafa ákveðið upphæðina. „Það var ákveðið á sínum tíma að efla ábyrgðartilfinninguna gagnvart þessu korti sem felur í sér rúmlega 30 þús- unda króna verðmæti. Við höfum reyndar látið nýtt kort af hendi án endurgjalds hafi nemandi tapað seðla- veski með námsmannakortinu og öðrum skilríkjum, komi staðfesting frá banka um að til dæmis greiðslu- kort hafi tapast,“ segir Reynir og bætir við að rætt hafi verið um að lækka greiðsluna fyrir nýtt kort þar sem talsvert langt er liðið á skólaárið. „Gjaldið á ekki að vera hærra en sem nemur kostn- aði við að gera nýtt kort. Það er eins og verið sé að refsa nemendum fyrir að týna kortinu,“ leggur faðirinn áherslu á. ibs Endurnýjun tapaðs námsmannakorts kostar 10 þúsund krónur Á að efla ábyrgðartilfinningu Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Átján ára Hafnfirðingur, Haukur Arnar Hafþórsson, ber lögregl- una á Selfossi þungum sökum og segir hana hafa beitt sig ofbeldi við sýnatöku árla dags á föstu- daginn. Haukur hlaut áverka vegna viðskipta sinna við lögreglu og hefur ráðið sér lögfræðing til að kanna stöðu sína. Hann útilokar ekki að kæra lögreglumennina sem áttu í hlut. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lögreglan á Selfossi er sökuð um að beita ofbeldi við sýnatöku því að síðastliðið sumar var lögreglan kærð fyrir að taka þvagsýni úr konu, sem grunuð var um ölv- unarakstur, með ofbeldi. Selfosslögreglan vildi ekki tjá sig um mál Hauks þegar eftir því var leitað. Svívirðingar og ofbeldi Lögregla stöðvaði för Hauks Arnars á föstudagsmorgun, vegna gruns um ölvunarakstur. „Um leið og ég settist inn í lögreglubíl- inn byrjuðu þeir að ausa yfir mig svívirðingunum og kölluðu mig hálfvita og aumingja,“ segir Haukur Arnar. Hann viðurkennir að hafa ekið bifreiðinni eftir að hafa drukkið tvo bjóra. Þegar á lögreglustöðina var komið var Hauki tjáð að taka þyrfti úr honum blóðsýni vegna gruns um ölvunarakstur. „Þá kom þarna einhver maður sem mér var sagt að væri læknir. Ég er mjög hræddur við nálar og bað því um að maðurinn framvísaði einhverjum gögnum til að færa sönnur á að hann væri læknir. Þá réðust skyndilega þrír lögreglu- menn á mig og héldu mér á með- an þessi maður dró úr mér blóð.“ Hlaut áverka á sál og líkama Hauki var mjög brugðið en hann hlaut áverka vegna átak- anna. „Þeir tóku mjög fast á mér en ég veitti enga mótspyrnu. Ég er rispaður og marinn eftir þá og get engan veginn sætt mig við þessa meðferð.“ Haukur leitaði til lögfræðings vegna atviksins og segir að málið sé þar í skoðun. Þyki lögfræðingi hans tilefni til hyggst Haukur kæra lögreglu fyrir meðferðina eins og áður segir. Blár og marinn eftir sýnatöku  Átján ára piltur sakar lögreglumenn á Selfossi um að beita sig ofbeldi við sýnatöku  Íhugar að leggja fram kæru vegna málsins Haukur Arnar Haf- þórsson Sakar lög- reglu um að beita sig harðræði við sýnatöku. ➤ Samkvæmt 47. grein umferð-arlaga getur lögregla fært ökumann til blóð- og þvagrannsóknar ef ástæða þykir til. ➤ Ökumanni ber að láta sýni afhendi. ➤ Samræmdar reglur um sýna-töku lögreglu eru í smíðum. SÝNATAKA Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur- borgar mun tilkynna fimm skemmti- og veitingastaði til lög- reglu fyrir brot á tóbaksvarnarlög- um með því að heimila reykingar innandyra, en lögregla getur svipt staði rekstrarleyfi sem fara á svig við lögin. Heilbrigðisnefnd og Vinnueftir- lit ríkisins sinntu eftirliti með reyk- ingabanni á skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur á föstudags- kvöld. Að sögn Rósu Magnúsdóttur, sviðsstjóra hollustuháttadeildar umhverfissviðs borgarinnar, voru 25 skemmtistaðir heimsóttir og reyndust fimm þeirra brjóta gegn reykingabanninu. „Við fórum um, mátum stöðuna og gerðum athugasemdir við fimm staði og munum við senda þær til lögreglu sem mun svo ákveða hvert framhaldið verður. Það var ánægjulegt að sjá að flestir fara eftir banninu og gestir sem við spjöll- uðum við voru því fylgjandi.“ aegir@24stundir.is Borgin hafði eftirlit með reykingabanni í Reykjavík um helgina Fimm tilfelli inn til lögreglu Reykingabannið hundsað Borgin mun senda lögreglu athugasemdir vegna fimm veit- ingastaða sem heimila reykingar í sínum húsakynnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.