24 stundir - 05.02.2008, Page 36

24 stundir - 05.02.2008, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 24stundir Mikið úrval af perlum, leðurreimum og festingum. Einnig gjafaöskjur, standar og pokar. Tökum hópa eina kvöldstund í skartgripagerð. Gott verð. Allt til leir og glergerðar. ALLT EFNI TIL SKARTGRIPAGERÐAR Glit ehf. Krókhálsi 5 110 reykjavík Sími 587 5411 30% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Þegar Bandaríkjamenn hófu innrás sína í Írak árið 2003 fylltust margir Írakar von um að líf þeirra ætti eft- ir að breytast til hins betra eftir áralanga harðstjórn Saddams Husseins. Fjölmargir enskumæl- andi Írakar buðu fram krafta sína í þágu bandaríska hersins sem túlk- ar og treystu því að innrásin myndi ekki einungis breyta ástandi lands- ins til hins betra heldur myndu Bandaríkjamenn ávallt standa vörð um öryggi og velferð hinna þús- unda túlka sem störfuðu í þeirra þágu. Fljótlega kom þó í ljós að herinn kom til landsins illa und- irbúinn, og með óljós markmið. Íraskir túlkar fundu að öryggi þeirra var ógnað af íröskum and- spyrnuhreyfingum sem sökuðu þá um landráð en að Bandaríkjamenn virtust lítinn metnað hafa í að tryggja öryggi þeirra. Fjölmargir túlkar hafa verið ráðnir af dögum fyrir að starfa fyrir Bandaríkjaher og ýmsir hafa sótt um hæli í Bandaríkjunum en verið synjað. Þeir urðu því útlagar í eigin landi en áttu engan annan samastað. Þetta kemur fram í 16 þúsund orða grein bandaríska blaðamannsins Geirge Packer sem birtist í dag- blaðinu The New Yorker, en hann var fréttaritari í Írak. Greinin vakti mikla athygli en Packer vildi gera meira úr þessu þannig að hann hefur nú skrifað leikrit byggt á greininni. Verkið heitir Betrayed og verður frumsýnt í SoHo-hverfi í New York á morgun. Fréttaritari skrifar leikrit um líf túlka í Bagdad Útlagar í Írak Leikritið Betrayed sem verður frumsýnt í New York á morgun er eftir bandaríska blaðamann- inn George Packer og byggir á grein hans um stöðu túlka í Írak. Öryggi þeirra er ógnað en þeir fá litla sem enga vernd. Ekki fjarri raunveruleik- anum Verkið byggir á upplifun höfundar í Írak. ➤ Sögusviðið er Bagdad og að-alpersónan er hugsjónakon- an Intisar sem ræður sig til starfa sem túlkur fyrir Banda- ríkjamenn. Hún hefur látið sig dreyma um frelsi frá barn- æsku og hefur trú á Banda- ríkjaher þegar hann kemur, en verður fyrir vonbrigðum. VERKIÐ Á Gel-hárstofu við Hverfisgötu 37 stendur yfir myndlistarsýning Körlu Daggar Karlsdóttur, og ber sýningin heitið „Hitaðu matinn þinn sjálfur“. Efniviðurinn eru meðal annars margyfirkeyrðir bílapartar sem fundnir hafa verið á götum borg- arinnar og fleira. Karla veltir fyrir sér mýkt og hörku í mismunandi efni og þögn útsaumsins í höndum kvenna. Sýningin stendur í þrjár vikur og er öllum opin. Sýning Körlu Daggar í Gel Þögn útsaumsins Félagið Ísland-Palestína mun standa fyrir sýningum á heimildar- og bíómyndum um málefni Palest- ínu og Ísraels fyrsta þriðjudag hvers mánaðar það sem eftir lifir vetrar í Alþjóðahúsinu. Í dag verð- ur heimildarmyndin Occupation 101 fyrir valinu og hefst sýningin klukkan 20. Í myndinni má sjá greiningu á staðreyndum og leynd- armálum sem eru umvafin hinni langvinnu deilu milli Ísraels og Pal- estínu. Fjallað er um líf fólks undir hersetu Ísraels, hlutverk Bandaríkj- anna í baráttunni og stærstu hindr- unina í vegi fyrir langvarandi friði. Rætur átakanna eru útskýrðar frá sjónarmiði friðarsinna, frétta- manna, trúarleiðtoga og fræði- manna í málefnum Miðaustur- landa og mannúðarmála. Félagið Ísland-Palestína býður í bíó Ástandið í Palestínu MENNING menning@24stundir.is a Fljótlega kom þó í ljós að her- inn kom til landsins illa und- irbúinn og með óljós markmið. Farandleikhús Þjóðleikhússins hef- ur undanfarna daga sýnt leiksýn- inguna norway.today í framhalds- skólum á landsbyggðinni, en næstkomandi föstudag, þann 8. febrúar, verður haldin boðssýning á henni í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu fyrir fólk á aldrinum 14 til 24 ára. Síðar halda sýningar á verkinu áfram fyrir framhaldsskóla og al- menning á höfuðborgarsvæðinu. Verkið fjallar hina tvítugu Júlíu sem leitar að einhverjum á netinu sem er tilbúinn til þess að fremja með henni sjálfsmorð. Hún finnur hinn nítján ára gamla Ágúst á spjallrás. Vopnuð samlokum, bjór og mynd- bandstökuvél leggja þau af stað í langferð upp á himinháa bjarg- brún í Noregi þar sem þau ætla að láta verða af því að stökkva. Boðssýning fyrir ungmenni

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.