24 stundir - 05.02.2008, Page 32

24 stundir - 05.02.2008, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 24stundir Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@24stundir.is Miklar tafir í umferðinni geta verið afleiðing þess að ökumenn noti far- síma á meðan þeir aka. Samkvæmt bandarískum rannsakendum má að hluta til kenna fólki sem notar far- síma á meðan það keyrir um um- ferðarteppu, þéttskipaða vegi og hæga umferð. Peter Martin hjá um- ferðardeild háskólans í Utah segir að þetta sé líkt því að leysa vind í lyftu, allir þjást. Niðurstöður fyrri rannsókna hafa leitt í ljós að það er álíka hættulegt að aka bíl og tala í farsíma og það er að aka bíl undir áhrifum áfengis. Í kjölfarið hafa rúmlega 50 lönd bannað notkun farsíma með- an á akstri stendur, nema notaður sé svokallaður handfrjáls búnaður. Í nýjustu rannsókninni af þessu tagi voru áhrif farsíma á hegð- unarmynstur í umferðinni skoðuð. Þar voru 36 háskólanemendur fengnir til að aka ákveðna vega- lengd án þess að tala í síma og tal- andi í síma með aðstoð handfrjáls búnaðar. Þeir ökumenn sem töluðu í síma meðan á akstri stóð voru annars hugar, skiptu sjaldnar um akrein, óku hægar og voru lengur að komast á áfangastað. Í mikilli umferð og miðlungs umferð voru 20 prósent minni líkur á að öku- menn sem töluðu í síma skiptu um akrein. Að sama skapi voru þeir 25- 50 sekúndum lengur á eftir hægum farartækjum áður en þeir skiptu yf- ir á aðra akgrein. Eins óku þeir hægar og voru 15-19 sekúndum lengur að komast á áfangastað. Fyr- ir ökumann sem er ekki annars hugar gæti þetta verið öruggari akstursmáti en það á ekki við þegar ökumaðurinn talar í símann og er ekki að hugsa um það sem hann gerir. Þegar margir ökumenn í einu tala í farsíma getur þetta haft mjög mikil áhrif á umferðina. Að tala í farsíma á meðan ekið er líkist því að freta í lyftu Farsímar auka umferðarteppu Umferðarteppa Miklar tafir í umferðinni geta verið afleið- ing þess að ökumenn noti farsíma á meðan þeir aka. Samkvæmt tímaritinu Forbes er Subaru Outback einn besti bíllinn til aksturs í snjó. Bíllinn hefur löngum verið í uppáhaldi meðal þeirra sem stunda vetraríþróttir af miklum móð í Bandaríkjunum þar sem hann þykir mjög örugg- ur í akstri og er þar að auki bú- inn ýmsum þægindum. Volvo XC90 er einnig talinn einn sá besti en hann er afar stöðugur á hálum vegum. Bestu bílarnir í snjónum Bílar sem þurfa ekki bílstjóra eru líklegir til að verða að veruleika innan tíu ára ef marka má forstjóra bandaríska bílaframleiðandans General Motors. „Þetta er ekki óraunhæft og við getum auðveldlega hannað slíkan bíl,“ segir Larry Burns. „Helsta hindrunin er ekki tæknilegs eðlis heldur er ólíklegt að stjórnvöld muni samþykkja slíka bíla á vegum úti, þar sem þau telji það ógna öryggi vegfarenda.“ Bílar án bílstjóra innan tíu ára Í Danmörku hefur verið þróaður búnaður þar sem notast er við GPS-tækni. Er búnaðurinn tengd- ur við gervihnött og lætur bílstjór- ann vita ef hann keyrir of hratt einfaldlega með að því að ávarpa hann með slíkum skilaboðum. Þú ekur of hratt! hljómar þá skyndi- lega í bílnum og ólíklegt annað en flestum myndi bregða í brún við slíkt ávarp og hlýða kallinu. Of mikill hraði gerir nefnilega ekkert gagn. Bílstjórinn ávarpaður A u k i n ö k u r é t t i n d i - M e i r a p r ó f Upplýsingar og innri tun í s íma 567 0300 Næsta námskeið hefst 6 . febrúar www.kistufell.com Spyrnur og stýrishlutir í flestar gerðir bíla VÉLAVERKSTÆÐIÐ VARAHLUTAVERSLUN kistufell@centrum.is Tangarhöfða 13 Sími 577 1313 Vorum að fá sendingu af frábærlega fallegum ljósagrindum í grill fyrir: Scania, Volvo, Man og Mercedes Bens Ljósboginn ehf, Bíldshöfða 14, 111 Rvk, Sími 553-1244 r f i f fr rl f ll lj ri í rill f rir: i , l , r j i f, íl f , , í i - Bíldshöfði 14 - Sími 553 1244 – ljosboginnehf@simnet.is Mikið úrval af: störturum og alternatorum fyrir flestar gerðir fólksbíla, vörubíla og vinnuvéla. Einnig varahlutaþjónusta

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.