24 stundir - 05.02.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 05.02.2008, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 24stundir Ert þú einn af þeim sem hálf bú- slóðin fylgir á eftir þegar þú stígur út úr bílnum þínum? Það eru margir sem eiga við þetta vanda- mál að stríða og stundum vill það fara úr böndunum þegar rusl og drasl er farið að hrannast upp um allan bíl. Þar sem börn eru á heim- ilinu hafa sumir þá reglu að það sem börnin geta borið út í bílinn geta þau líka borið inn, svo sem skólatöskur, íþróttadót og leikföng. Gott er að hafa ætíð ruslapoka í bílnum til að henda í matar- og drykkjarílátum, kvittunum og öðru slíku sem á það til að safnast upp. Það getur líka verið gott að hafa nokkra poka við höndina fyrir blaut útiföt eða óhreina skó þegar veðrið er vont. Ef þú átt stálpuð börn sem sjá um að fara út með ruslið getur þú einnig fengið þau til að sjá um ruslapokann í bílnum. Gott skipulag Vertu alltaf með eitthvað í bíln- um til að þrífa hann eins og bréf- þurrku, tuskur, teppahreinsi, blautþurrkur fyrir börnin svo og nóg af plastpokum. Geymdu allt þetta í góðu lokuðu boxi í skottinu eða aftur í. Til að hafa bílinn ekki allan í drasli er mikilvægast að hafa gott skipulag á hlutunum og henda dóti og drasli reglulega út úr hon- um. Reyndu jafnvel að finna þér geymsluvasa sem má setja aftan á framsætin eða smella á einhvern góðan stað í bílnum. Settu eldri börnunum skýrar reglur um um- gengni í bílnum því þannig munu þau sýna þeim yngri gott fordæmi. Það er eins með heimilið og bílinn, þér líður betur þar sem ekki er allt í drasli og þú getur auðveldlega fundið hlutina. Sumum finnst líka óþægilegt að bjóða far sé allt í drasli og viðkomandi þarf að grafa sig í gegnum hauga af matarílátum og drasli. maria@24stundir.is Þér líður betur í snyrtilegum bíl Dagleg umhirða mikilvægust Ron Chapple Betri líðan Í snyrtilegum og hreinum bíl, þar sem draslið flæðir ekki um allt, mun þér líða betur. Farðu sérlega varlega þegar þú ert með bíl á leigu erlendis. Passaðu að skilja töskur og persónulegar eigur aldrei eftir þannig að þær sjáist. Einnig skaltu ekki skilja eftir mik- ilvæga pappíra í bílnum en um leið að muna eftir þeim að morgni þar sem þú gætir þurft að sýna þá. Vertu einnig búin/n að kynna þér allar helstu umferðarreglur lands- ins fyrirfram og það sem er öðru- vísi en heima fyrir. Erlendar umferðarreglur Puttaferðalangar eru kannski ekki jafn margir í dag og þeir voru áður en þó eru enn margir sem nýta sér slíkan ferðamáta. Til að húkka sér far er langmikilvægast að velja sér góðan stað til að standa á. Veldu þér stað þar sem bílstjórar geta séð þig nógu snemma til að ákveða hvort þeir ætli að nema staðar og þar sem öruggt er að stöðva bílinn. Kjöraðstæður eru stöðug umferð en ekki of mikil. Sýnilegir putta- ferðalangar Oft klikkar fólk á því augljósasta þegar kemur að því að sporna við þjófnaði á og úr bílum. Nærri 20 prósent bíla sem stolið er hafa ver- ið skildir eftir með lyklinum í svo passaðu þig á því. Bara nokkrar mínútur geta skipt máli. Mundu alltaf eftir að læsa bílnum en sam- kvæmt könnunum eru allt að 50 prósent þeirra bíla sem stolið er ólæstir. Reyndu loks ætíð að leggja bílnum á vel upplýstum stað. Lok, lok og læs og allt í stáli Malarhöfða 2a • 110 Reykjavík Sími 570 9900 • www.fiat.is Opið: virka daga frá 8–18 laugardaga frá 12–16 Saga er umboðsaðili fyrir Alfa Romeo, Ducati, Ferrari, Fiat og Maserati PI PA R • S ÍA • 80 27 4 Alfa Romeo 159 „Fallegasti bíll í heimi“ Þegar Ítalir hanna bíla breyta þeir draumi í veruleika. Þess vegna hefur Alfa Romeo 159 verið kallaður „fallegasti bíll í heimi“ af virtum bílagagnrýnendum. Áreiðanleiki og aksturseiginleikar hafa einnig hlotið mikið lof gagnrýnenda, enda kemst enginn langt á útlitinu einu saman. Komdu því og kíktu undir húddið, próf- aðu ólýsanlega aksturseiginleika og aktu burt á fallegasta bíl í heimi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.