24 stundir - 05.02.2008, Side 54

24 stundir - 05.02.2008, Side 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 24stundir „Þegar vatnið rann niður bakið á mér í sturtunni áttaði ég mig á því að maðurinn á róðrarvélinni var enginn sem ég þekkti. Hafði sennilega ekki gert vinkonum mínum neitt. Hann var líklega ekkert vafasamari en hver annar. Maðurinn var sá sem leikur Hall- dór verkfræðing í Pressunni.“ Hafrún Kristjánsdóttir habbakriss.eyjan.is „..hann er einn af betri kómíker- um sem við eigum. En ég gerði þá reginskyssu að horfa á þáttinn um hann hjá Jóni Ársæli. Ég er engu nær um hver Jón Gnarr er. Ég vissi að hann hafi verið pönk- ari og ódæll unglingur. Ég vissi að hann var trúaður. En hver er hann?“ Jenný Anna Baldursdóttir jenfo.blog.is „fyrir minn húmor kom fyndn- asta komment ever í þættinum í gærkvöldi frá einni í leikskól- anum Grænuborg. Hún átti að lýsa því sem hún sá þegar hún horfði á Fullkomið líf með Frið- riki Ómari og Regínu og sagði: "þetta er lítill Barbie strákur sem er að syngja með mömmu sinni". Anna ólafsdóttir anno.blog.is BLOGGARINN Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Það verður gaman að endurvekja þennan gamla, klassíska sexí stíl,“ segir hin dularfulla Þórey, en hún leggur nú drög að stofnun burles- que-danshóps í Reykjavík ásamt tveimur öðrum stúlkum. Þórey vill hvorki gefa upp fullt nafn né koma fram á mynd að svo stöddu. Sama gildir um hinar stúlkurnar tvær sem standa með henni að danshópnum. Þær hófu að auglýsa eftir stúlkum í hópinn fyrir tæpum tveimur vikum á vef- síðunni Myspace.com og við- brögðin hafa ekki látið á sér standa. „Við erum búnar að fá al- veg fáránlega góðar viðtökur. Ég er að svara skilaboðum á hverjum degi,“ segir Þórey. „Það vantar eitt- hvað svona á Íslandi. Ég er orðin þreytt á því að það er alltaf sama djammið niðri í bæ.“ Fyndið og heitt Burlesque-sýningar eru í senn djarfar og kómískar og hafa verið mjög vinsælar úti í hinum stóra heimi. Dansmeyjarnar hafa sumar komist á stall með stjörnum í glys- borginni Hollywood og er Dita Von Teese einna þekktust. Hún á mjög stóran þátt í því að end- urvekja burlesque-stílinn og koma honum upp á yfirborðið. Þá byrj- aði hljómsveitin Pussycat Dolls sem burlesque-sýning og voru þær meðal annars fastráðnar á klúbb- unum Viper Room og The Roxy. „Þetta verður rosalega skemmti- legt, skrautlegt og litríkt. Burlesque gengur svolítið út á að stríða áhorfendum. Þetta er bæði fyndið og heitt, en ekki gróft,“ segir Þórey og bætir við að þær hafi ekki neina sérstaka líkamsbyggingu í huga í leit sinni að stúlkum í danshópinn. „Við erum að leita að sterkum per- sónuleikum. Stelpum með útgeisl- un og sjarma sem hafa mikinn áhuga á að gera þetta með okkur. Við viljum að hópurinn sé fjöl- breyttur.“ Áheyrnarprufur á næstunni Áheyrnarprufur fara fram á næstunni, en tilkynnt verður um nákvæma dagsetningu og staðsetn- ingu síðar. Þórey hvetur áhuga- samar stúlkur til að kynna sér mál- ið á slóðinni myspace.com/burlesqueiceland. Þar kemur fram að aldurs- takmarkið sé 20 ár og að sýningin gangi ekki út á stripp – þó að stúlkurnar megi ekki vera mjög spéhræddar. Fyrsti „burlesque“-danshópur landsins stofnaður Leita að stúlkum í djarfan danshóp Þrjár stúlkur í Reykjavík hafa stofnað burlesque- danshóp. Fjölmargar stúlkur hafa sótt um og aðstandendur hlakka til að endurvekja þennan kynþokkafulla stíl. Dita Von Teese Ein þekktasta burlesque-stjarna heims. ➤ Burlesque-listformið á ræturað rekja til 19. aldar. ➤ Það blandar saman djörfumdansi, söng, húmor og kyn- þokka. BURLESQUE HEYRST HEFUR … Hljómsveitin Benny Crespo’s Gang kom fram á rokkpöbbnum Dillon á föstudagskvöld. Björn Sig- mundur Ólafsson, trommuleikari sveitarinnar, fór hamförum og lét ekki stöðva sig þegar brotinn trommukjuði hafnaði á höfði hans með þeim af- leiðingum að fossblæddi. Hann hélt uppteknum hætti og var nær óþekkjanlegur eftir tónleikana, en bölvaði því að gleyma myndavélinni. afb Spaugstofan hefur verið í eldlínunni undanfarið eft- ir að hún gerði grín að borgarstjóra Reykjavíkur. Umræðan fór hátt á tímabili og voru Spaug- stofumenn vinsælir gestir spjallþátta þar sem þeir svöruðu fyrir grínið. Siggi Sigurjóns hefur ekki ennþá verið dreginn til ábyrgðar, en það er góð ástæða fyrir því. Karlinn sást síðast á strönd á Te- nerife þar sem hann hleður batteríin. afb Bandið hans Bubba fer vel af stað, en fyrsti þátt- urinn fór í loftið um helgina. Mátti sjá kónginn rúnta í Bolungarvík, þar sem hann var á verbúð í gamla daga. Eftirtekt vakti að Bubbi keyrði Kia- jeppa í þættinum en hann þvertók fyrir það í 24 stundum um daginn að hann hefði keyrt slíkan bíl, enda er hann andlit Range Rover á Íslandi. Kannski fannst honum bara gaman að fikta í tökkunum. tsk „Ég er mjög svekktur. Það er það eina sem ég hef um þetta að segja. Það er svakalegt að þær skyldu guggna,“ segir Elías Jóhann Jóns- son. Elías býr í Árósum í Dan- mörku. 24 stundir sögðu frá því á laugardag að hann væri fastur í hringiðu brjóstamótmæla, en sam- tökin Bara brjóst höfðu boðað mótmæli síðasta sunnudag í sund- laug borgarinnar. Ætluðu þær að mótmæla því að þurfa að hylja barm sinn í sundi. Danskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að mótmælin hefðu orðið að engu vegna dræmrar mætingar. Aðeins tvær stúlkur fóru úr að of- an þegar þær voru komnar út í laug- ina, en starfs- maður á vakt skip- aði þeim jafnóðum að hylja sig. Þær hlýddu og þar með var stystu mótmælum sögunnar lokið. Elías hefur fylgst grannt með framvindu mála í Árósum, en fór þó ekki í sund á sunnudag til að fylgjast með mótmælunum. „Ég er pirraður á því að hafa ekki farið,“ segir hann í augljósu upp- námi, en hann hafði ekki heyrt fréttir af málinu þegar blaða- maður 24 stunda hafði samband. atli@24stundir.is Konur í Árósum guggnuðu á sunnudag Dönsk brjóstamót- mæli í uppnámi Engin mótmæli Danskar stúlkur guggnuðu á brjóstamótmælum. Hissa Elías furðar sig á fram- göngu dönsku kvenþjóðarinnar. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 8 5 6 7 3 1 9 4 2 9 3 7 2 4 6 1 5 8 1 2 4 5 8 9 6 7 3 2 6 8 4 1 3 5 9 7 7 9 3 8 6 5 2 1 4 4 1 5 9 7 2 8 3 6 3 7 9 1 2 8 4 6 5 5 4 2 6 9 7 3 8 1 6 8 1 3 5 4 7 2 9 Ég var að spá í aðeins lægri eldavél. 24FÓLK folk@24stundir.is a Ég er ekki í vafa um að hann kunni það, en það fer kannski ekki vel á því að formlegar gerðir séu staðfestar með slíkum hætti. Birgir, heldurðu að forsetinn kunni að senda sms? Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á þingi að til greina kæmi að fella úr stjórnarskrá það skilyrði að forseti staðfesti lög með eiginhandarund- irskrift, með tillögu um rafræna undirskrift, þar sem for- setinn er mikið erlendis.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.