24 stundir - 05.02.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 05.02.2008, Blaðsíða 12
„Við þurfum að gefa okkur að- eins betri tíma,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um afgreiðslu þingflokksins á orkufrumvarpi iðnaðarráðherra. Arnbjörg segist ekki geta lofað því að frumvarpið verði afgreitt í vikunni, en búist var við því að það yrði afgreitt í gær. „Í bullandi vanda“ „Þau eru bara í bullandi vanda með þetta mál,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Fram- sóknarflokksins, og bætir við: „Enda töluðu forystumenn stjórn- arflokkanna í kross í þessu máli í Morgunblaðinu á sunnudaginn.“ Valgerður segir ólíklegt að mál- inu verði lokið í vetur. „Ef farið er yfir það hvernig þessir flokkar hafa talað á undanförnum árum þá kemur það ekki á óvart að þeir nái ekki saman um þetta mál,“ segir Valgerður. elias@24stundir.is Arnbjörg Sveinsdóttir um orkulögin Þurfa meiri tíma til að afgreiða orkulög 12 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 24stundir  Prentun.com Ármúla 34 108 Reykjavík Sími: 527 6500 Víkurfréttir Grundarvegi 23 260 Reykjanesbæ Sími 421 0001 Efnalaugin Björg Gæðahreinsun Góð þjónusta Þekking Opið: mán-fim 8:00 - 18:00 föst 8:00 - 19:00 laugardaga 10:00 - 13:00 málastofnunar, segir þetta hefð- bundna ráðstöfun sem þurft hafi að grípa til áður í gegnum árin. „Ástæðurnar nú eru tvær. í fyrsta lagi eru mjög margir í gæsluvarð- haldi og því hafa margir komið að undanförnu til afplánunar á skömmum tíma. Hitt er að það er verið að endurbyggja fangelsið á Akureyri og það er lokað meðan á þeirri vinnu stendur. Það fangelsi, sem verður með tíu rýmum, verður tekið í notkun á ný í byrjun mars.“ Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is „Í þeim klefum þar sem tveir fang- ar eru vistaðir saman á Litla- Hrauni er eitt sóðalegt klósett, án setu, boltað í vegg, þar sem annar gerir þarfir sínar fyrir augum hins,“ segir í tilkynningu frá Af- stöðu, félagi fanga, vegna þeirrar ákvörðunar fangelsismálayfirvalda að vista tvo menn saman í alls þremur klefum á Litla-Hrauni. Félagið segir það mat sitt að um mikla afturför sé að ræða og að ástandið bjóði hættunni á kyn- ferðisofbeldi heim sem ekki hafi „verið mikið af í fangelsum landsins svo vitað sé, þó grunur um slíkt of- beldi hafi vaknað á síðustu árum“. Mjög margir í gæsluvarðhaldi Páll Winkel, forstjóri Fangelsis- Þeir sem deila eru sérvaldir Margrét Frímannsdóttir, for- stöðumaður á Litla-Hrauni, segir þá sem látnir eru deila klefa vera sérvalda af sérfræðingum Fangels- ismálastofnunar. „Það er gerð sér- stök úttekt á þeim af sálfræðingum og félagsráðgjöfum og þeir metnir út frá getu þeirra til að vera með öðrum í klefa. Við aukum síðan gæslu og eftirlit til að lágmarka alla þá áhættu sem fylgir því að hafa tvo menn saman í klefa. Stjórn Afstöðu var kynnt að það gæti komið til þess að við myndum grípa til þessa úrræðis að vista menn saman í klefa. Þeir gerðu ekki athugasemdir við það.“ Afar sjaldan grunur Þórarinn Viðar Hjaltason, sál- fræðingur hjá Fangelsismálastofn- un, segir engin staðfest dæmi um kynferðisofbeldi hafa komið upp í íslenskum fangelsum, þó að grun- ur hafi stundum vaknað. „Við höf- um þá brugðist við með viðeigandi hætti og reynt að hlúa sérstaklega að þeim sem grunur er um að hafi lent í kynferðislegu einelti eða of- beldi af hálfu samfanga síns. Svo eru þeir náttúrlega fluttir af þeim gangi þar sem okkur grunar að eitthvað hafi gerst og við fylgjumst betur með. En það er afar sjaldan sem eitthvað slíkt kemur upp.“ Þórarinn segir erfitt að fullyrða hvort svona ástand bjóði hættunni heim, líkt og Afstaða segir. „Það gefur þó augaleið að maður veit ekki alltaf allt sem gerist þar sem menn eru tveir einir inni í klefa.“ ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Litla-Hraun Nokkrir vist- menn þurfa að deila klefa. Telja hættu vera á kynferðisofbeldi Ekki hefur verið framið banka- rán í Íslandi frá árinu 2004. Á ár- unum 2003 til 2004 reið yfir alda bankarána og voru framin tíu bankarán á þessum árum. Sex þeirra voru framin á árinu 2003 en fjögur árið 2004. Öll ránin upplýst- ust fljótt og vel. Í öllum tilfellum var gjaldkerum ógnað með vopn- um. Átta útibúanna þar sem ránin voru framin voru á höfuðborgar- svæðinu en eitt rán var framið í Grindavík og annað í Hveragerði. Hertar öryggisreglur Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka fjármála- fyrirtækja, segir að öryggisreglur í bönkum hafi verið hertar á þessu tímabili. „Þessi mál leystust öll fljótt og vel og það held ég að hafi haft mest áhrif á það að þessi bylgja gekk yfir. Ég vona bara að þetta sé ekki upphafið að einhverri viðlíka hrinu og var á þessum árum. Reyndar hef ég enga trú á því.“ freyr@24stundir.is Hrina bankarána reið yfir árin 2003 og 2004 Ekki rán síðan 2004  Fangar látnir deila alls þremur klefum á Litla-Hrauni  Félag fanga segir ráðstöfunina bjóða hættunni á kynferðisofbeldi heim ➤ Endurbætur standa yfir áfangelsinu á Akureyri. Þar mun rýmum fjölga úr átta í tíu. ➤ Endurbótum á Kvíabryggjulauk síðastliðið haust. FANGELSI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.