24 stundir - 05.02.2008, Síða 2

24 stundir - 05.02.2008, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 24stundir VÍÐA UM HEIM Algarve 15 Amsterdam 7 Ankara 2 Barcelona 12 Berlín 6 Chicago -1 Dublin 7 Frankfurt 5 Glasgow 6 Halifax 8 Hamborg 5 Helsinki 1 Kaupmannahöfn 3 London 8 Madrid 10 Mílanó 6 Montreal -3 München 4 New York 3 Nuuk -6 Orlando 27 Osló 0 Palma 19 París 4 Prag 3 Stokkhólmur 3 Þórshöfn -5 Norðvestan og vestan 5-10 m/s og él, en slydda austanlands síðdegis. Frost 0 til 6 stig, en hlánar við austurströnd- ina. VEÐRIÐ Í DAG -1 -1 -1 -2 -3 Slydda eða él Suðvestan 8-15 m/s og éljagangur, en bjart- viðri austantil á landinu. Frost 0 til 8 stig, kaldast norðaustan- og aust- anlands. VEÐRIÐ Á MORGUN 1 -3 -1 -2 -1 Éljagangur Tuttugu kostnaðarsömustu lyfin á Íslandi sem seld eru úr apótek- um eru að meðaltali 7,5% ódýrari á Íslandi en í Danmörku, samkvæmt verðkönnun sem lyfsalahópur SVÞ, Samtaka verslunar og þjónustu, gerði þann 1. febrúar síðastliðinn. Með kostnaðarsömustu lyfjunum er átt við þau lyf sem apótekin selja mest af í verðmætum talið og stofna jafnframt til mestra útgjalda hjá sjúklingum og Tryggingastofn- un ríkisins. Þetta kemur fram við samanburð sem lyfsalahópur Sam- taka verslunar og þjónustu gerði á lyfjaverði hérlendis og í Dan- mörku. „Það var gert samkomulag árið 2004 milli frumframleiðenda og ís- lenska ríkisins um að lækka verð og núna er staðreyndin bara orðin sú að heildsöluverðið er oft jafn lágt eða lægra en í Danmörku,“ segir Þórbergur Egilsson, formaður lyfsalahópsins. Hann segir umræðuna um lyfja- verð hafa verið á villigötum og miðað hafi verið við öfgakennd dæmi og alhæft út frá þeim. „Lyfjagreiðslunefnd ákveður bæði heildsöluverð og smásöluverð á lyfjum,“ segir Þórbergur. „Þegar einhver sækir um lyf á Íslandi fer það fyrir þessa nefnd sem ákveður verð til apóteka og smásöluverð út úr þeim líka, apótekin ákveða það ekki,“ segir hann og bætir við að lyfjagreiðslunefnd miði við meðal- verð á Norðurlöndum. fifa@24stundir.is Dýrustu lyfin á lægra verði á Íslandi en í Danmörku Umræðan oft á villigötum Pillur Lyfjanefnd ákveður lyfjaverð. „Við mokum saltkjötinu upp úr tunnum í dag,“ segir Friðrik Guð- mundsson einn Melabúðarfeðga um aðsóknina í saltkjötið á sprengidag. Saltkjötið í búðinni er unnið með gamla laginu, feðgarnir salta það sjálfir í tunnur. Friðrik segir biðraðir myndast út úr búðinni eftir kjötinu, „reyndar er það hversdags að búðin sé full af fólki og að hér myndist raðir og skemmtileg stemning en saltkjöts- salan fyrir sprengidag er þó alltaf sérstaklega lífleg,“ segir hann. „Við seldum á þriðja tonnið af góðgætinu í fyrra,“ bætir hann við. dista@24stundir.is fifa@24stundir.is Melabúðarfeðgar moka upp úr tunnum 3 tonn af saltkjöti með gamla laginu Fimm ára stúlka slapp naum- lega þegar hún varð undir þungri snjóhengju sem féll ofan af þriggja hæða húsi á Akureyri í fyrrakvöld. Stúlkan var að leik ásamt vinkonu sinni þegar snjó- hengjan féll á hana. Móðir heyrði skruðningana á þakinu og fór því út til að athuga um stúlkurnar. Þegar hún kom að voru vit stúlkunnar full af snjó. Móðirin náði að grafa hana upp úr snjónum og varð henni ekki meint af. Krapastífla í Elliðaám varð til þess að áin flæddi yfir bakka sína í gær og lokaði Rafstöðvarvegi í gærmorgun. Grafa var fengin til að hræra í krapinu og varð rennsli fljótlega eðlilegt á ný. Um hádegisbilið í gær féll snjóflóð á snjóruðningsbíl Vegagerðarinnar í Mjósundunum við Stöðvarfjörð. Ökumanninn sakaði ekki en bíllinn snerist og endaði þversum á veginum. mbl.is Snjóflóð og krapastíflur Sölumet var sett hjá Toyota á Ís- landi í janúar þegar 585 bílar voru afhentir, þar af 300 Land Cruiser- jeppar. „Þetta er um 20% meira en nokkru sinni í janúar,“ segir Krist- inn G. Bjarnason sölustjóri, sem telur fólk hafa mikinn áhuga á nýj- um bílum í upphafi árs og að það lofi góðu um söluna. á næstunni. 300 Land Cruis- erar í janúar Formaður Félags íslenskra lækna- ritara, Kristín Vilhjálmsdóttir, kveðst vænta mikils af fundi sín- um með forstjóra Landspítalans nú í vikunni um tilboðin 12 í til- raunaverkefnið um ritun sjúkra- skráa utan sjúkrahússins. „Við viljum ræða málin. Þetta er alvar- legt fyrir stéttina,“ segir hún. Þuríður Þórðardóttir, læknaritari á Landspítalanum, kveðst hafa heyrt því fleygt að fyrirtæki úti í bæ hafi boðið læknariturum á spítalanum að veita starfseminni forstöðu. „Svo missa kannski aðrir vinnuna í framhaldi af verk- efninu,“ segir hún. ibs Ræða tilboðin um sjúkraskrár Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upplýsti bankarán sem framið var í útibúi Glitnis í Lækjargötu í gær- morgun á mettíma. Fyrir hádegi var búið að handtaka þrjá menn, vegna aðildar að ráninu. Rétt upp úr klukkan níu í gær- morgun kom einn maður inn í útibú Glitnis í Lækjargötu, ógnaði gjaldkera með exi og heimtaði af honum peninga. Manninum var afhent fjárhæð sem var sam- kvæmt heimildum 24 stunda ná- lægt einni milljón króna og flúði síðan af vettvangi. Töldu sig vita hver var að verki Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar aðstoðaryfirlögreglu- þjóns vaknaði strax grunur um hver hefði verið að verki. Mað- urinn forðaði sér á hlaupum og er talið að hann hafi hlaupið yfir á gistiheimili Hjálpræðishersins við Kirkjustræti. „Við handtókum einn mann þar. Stuttu áður höfðu þrír menn yfirgefið staðinn í leigubíl. Tvo þeirra handtókum við í húsnæði í Garðabæ skömmu fyrir hádegi og er annar þeirra sá sem við teljum að hafi framið rán- ið. Við endurheimtum peningana, þeir voru í fórum annars manns- ins sem var handtekinn í Garða- bæ. Jafnframt fannst öxin sem notuð var við ránið í herbergi á gistiheimili Hjálpræðishersins.“ Eins manns er enn leitað í tengslum við ránið. Sá sem er í haldi lögreglunnar grunaður um ránið heitir Ásgeir Hrafn Ólafsson og er fæddur árið 1987. Þetta er ekki fyrsta brot Ás- geirs en í maí í fyrra rændi hann verslun 10-11 vopnaður járn- stöng. Með því broti rauf hann skilorð en 7. nóvember 2006 var Ásgeir demdur í fjórtán mánaða fangelsi, þar af tólf mánuði skil- orðsbundna fyrir innbrot í apótek og stuld á lyfjum. Frá árinu 2003 hefur Ágeir margoft komist í kast við lögin vegna ýmissa aðskilinna brota. HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Lögreglan upp- lýsti ránið hratt  Vopnað rán var framið í útibúi Glitnis í Lækjargötu í gærmorgun  Þekktur brotamaður gripinn vegna málsins fyrir hádegi í gær Lokað Bankanum var lokað á meðan lögreglan rannsakaði vettvang. Hann var opnaður aftur klukkan 11.30. ➤ Ræninginn kom inn í útibúGlitnis klukkan 9.05. Lög- reglan kom á vettvang ríflega fimm mínútum síðar. ➤ Lögreglan handtók einnmann á Hjálpræðishernum klukkan 10.50. ➤ Ræninginn var svo handtek-inn við annan mann í Garða- bæ klukkan 11.50. ATBURÐARÁSIN Árvakur/Frikki STUTT ● Ökuferð 1 Héraðsdómur Suð- urlands hefur dæmt karlmann til að greiða 400 þúsund króna sekt og svipt hann ökuleyfi. Hann ók á 142 km hraða á undir áhrifum fíkniefna. ● Ökuferð 2 Kona ók á eigin bílskúrshurð í Hafnarfirði í fyrrinótt og bakkaði á kyrr- stæðan bíl. Ökuferðin endaði með árekstri. Konan var ölv- uð. ● Ökuferð 3 Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði 8 ökumenn síðastliðinn sólarhring vegna hraðaksturs. Sá sem hraðast ók var á 131 km hraða á Sólheima- sandi. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.