24 stundir - 05.02.2008, Side 29

24 stundir - 05.02.2008, Side 29
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 29 Fyrirtæki og foreldrar hér á landi hafa nýtt sér svokallaðan Saga- búnað til að fylgjast með starfsfólki sínu og börnum. Með honum má fá upplýsingar um aksturslag bíl- stjóra, en búnaðurinn mælir hraða, skyndilega hemlun, krappar beygjur og margt annað sem telja má óeðlilegt í aksturslagi. Í upplýs- ingum um búnaðinn segir að hon- um sé ætlað að stuðla að bættri umferðarmenningu. Búnaður fylgist með bílstjórum Von er á öflugri Ford Focus á markaðinn á þessu ári en Ford- menn bíða nú spenntir eftir kröft- ugum bíl. Aukinn kraft Ford ST260 má þakka endurbættu ECU og útblásturskerfi sem gerir það að verkum að bíllinn nær 95 km hraða á 5,5 sekúndum og kemst hraðast í 250 km/klst. Eigendur eldri Ford ST-bíla geta þó glaðst þar sem þeir geta keypt búnaðinn og sett hann í bílana sína. Kröftugri Ford Focus Volvo-aðdáendur bíða nú spenntir eftir komu Volvo XC60 á markaðinn en von er á gripnum í vor. Volvo XC60 er svokallaður litli bróðir XC90 4x4 en bíllinn verður frumsýndur á bílasýningunni í Genf í mars 2008. Bíllinn er fyrsti Volvoinn sem er framleiddur af Steve Mattin, hinum nýja breska hönnuði hjá Volvo. Að hans sögn á bíllinn að endurspegla sterkt og áreiðanlegt ökutæki og eru þeir sem borið hafa bílinn augum nú þegar sammála um að nokkuð vel hafi tekist til og vonast menn til þess að Mattin nái að gæða Volvo nýju lífi. Mikil spenna fyrir frumsýningu Nýr Volvo á markaðinn í vor Undanfarin ár hefur ákveðin aukning átt sér stað í innflutn- ingi á notuðum bílum, meðal annars frá Bandaríkjunum, en þar má nefna innflutning á bíl- um eins og Lexus, Lincoln og Land Rover. Sömu reglur gilda um nýskráningu hér á landi á bílum frá Bandaríkjunum og notuðum bílum frá öðrum lönd- um þegar um er að ræða hvort bílar séu tjónabílar eða ekki. Skráning eftir fylgigögnum Með bílum sem fluttir eru til landsins frá Bandaríkjunum þurfa að fylgja ýmis gögn eins skráningarskírteini og reikningar vegna bifreiðakaupa en Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri ökutækjasviðs Umferðarstofu, segir það fara eftir þeim gögnum sem fylgja bílunum hvernig þeir eru skráðir. „Þeir bílar sem eru til dæmis skráðir tjónabílar eru þeir sem eru með tjónatitla í staðinn fyrir venjulega skráningartitla. Þegar þeir verða fyrir tjóni úti í Banda- ríkjunum þá eru mismunandi reglur eftir fylkjum hvers konar titla þeir bera. Sumir eru einfald- lega stimplaðir sem ónýtir eða stimplaðir til sölu í varahluti. Hér á landi er bíllinn skráður sem tjónabíll sé það skráð í skír- teini hans sem kemur með inn- sendum gögnum frá viðkomandi aðila. Ef slíkar upplýsingar fylgja ekki með þá er bara um venju- lega skráningu á notuðum bíl að ræða líkt og með notaða bíla frá öðrum löndum. Það er því ekki rétt að allir notaðir bílar frá Bandaríkjunum séu skráðir sem tjónabílar, hvort sem þeir eru skemmdir eða óskemmdir.“ hilda@24stundir.is Innfluttir notaðir bílar frá Bandaríkjunum Mismunandi tjónatitlar 24 stunda Auglysingasimi Kolbrun S.510 3722 / kolla@24stundir.is Katrin s.510 3727 /kata@24stundir.is Serblad 12. februar 2008 vinnuvelar

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.