24 stundir - 05.02.2008, Page 28

24 stundir - 05.02.2008, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Fiat 500 verður kynntur til leiks um mánaðamót febrúar/mars. Við erum ekki búnir að verðleggja bif- reiðina, en verðið verður í takti við verð annarra smábíla hér á landi, við eigum eftir að fá frekari upp- lýsingar frá tengilið okkar í Dan- mörku. Hátt verð stafar af háum innflutningsgjöldum,“ segir Guð- mundur Ingvarsson hjá Bílaum- boðinu Sögu sem flytur inn Fiat- bifreiðar. Bjarni Þórarinn Sigurðsson, sölustjóri Renault-fólksbifreiða hjá BogL á Íslandi, segir umboðið ekki hafa pantað Renault Twingo Ext- reme-bifreiðar. „Bílarnir eru skemmtilegir,“ segir Bjarni. „Hins vegar eru þeir þriggja dyra og þeir eru ekki vinsælir á Íslandi. Ef áhugi reynist vera fyrir bifreiðinni end- urmetum við stöðuna.“ Verðstríð geisar í Evrópu milli Fiat 500 og Renault Twingo Extreme Verðstríðið nær ekki hingað til lands ➤ Á hefðbundna fjölskyldu-bifreið leggst 30 prósenta vörugjald (tollur), 24,5 pró- senta virðisaukaskattur, úr- vinnslugjald og flutnings- kostnaður. ➤ Vörugjald leggst ofan á kaup-verð ásamt flutningskostnaði, en síðan bætist við úrvinnslu- gjald og að lokum leggst virðisaukaskatturinn ofan á þetta allt saman. ➤ Ef bifreiðin kostar um milljónkrónur (sbr Fiat 500 á Bret- landsmarkaði) þá er samtala þeirra gjalda er leggjast ofan á kaupverðið um 800.000 krónur án þess að tekið sé til- lit til skráningargjalda. VIÐ KAUPUM ÞÁ SAMT! Í Bretlandi geisar verð- stríð. Þrátt fyrir vinsældir bílsins Fiat 500 lækkar verð hans jafnt og þétt í samkeppni við annan smábíl, Renault Twingo Extreme. Fiat 500 selst á 980 þúsund íslenskar krónur og Renault á 940 þúsund. Bílaumboðið Saga fær Fi- at 500 til landsins um mánaðamótin febrúar/ mars og segir Guð- mundur Ingvarsson hjá umboðinu að verð bílsins verði í takt við verð ann- arra smábíla hér á landi sem er á bilinu 1.400.000- 1.700.000. 10 litlir Fiat 500 Árið er 1957 og mynd- in er tekin á Fiat-ralli! Stoltur Fiat 500-eigandi! Ómar Ragnarsson í Fiat 500-bifreið sinni. 50 árum seinna Hinn lipri og smágerði Fiat 500 kominn í nútímabúning. Bíllinn hefur hlotið lof bílaáhugamanna, þar á meðal félaganna og sérvitringanna úr Top Gear-þáttunum. Skemmtilegur, sportlegur og ódýr (annars staðar en hér á landi) Renault Twingo Extreme Samkvæmt Umferðarstofu voru 1.315 nýir fólksbílar ný- skráðir í þessum fyrsta mánuði ársins frá 1. janúar til 30. janúar, en það er meira en á sama tíma í fyrra. Þá voru nýskráðir fólks- bílar 968 talsins. Um er að ræða rúma 27 prósenta aukningu á þessum mánuðum. Mest selt af Toyota Flestir hinna nýskráðu bíla eru af gerðinni Toyota en þeir voru 447 talsins eða tæplega 34 pró- sent nýskráðra bíla. Einnig seld- ist töluvert af Honda, Nissan, Subaru og Skoda eða á um átt- unda tug af hverjum. Nýskrán- ingar notaðra bíla voru hins veg- ar aðeins 284 í janúar á þessu ári. Af þeim voru 69 Mercedes Benz-bifreiðar, 33 Ford-bifreiðar og 22 Land Rover-jeppar. Mest selt í júlí í fyrra Fjöldi nýskráðra fólksbifreiða á síðasta ári var 15.092 en það er samdráttur frá árinu áður, en þá voru nýskráðar fólks- bifreiðar 17.127. Nýskráningar notaðra bíla á árinu 2006 voru 2.284. Mest var sala nýskráðra bíla í júní í fyrra en þá seldust 2.693 ökutæki en minnst var selt í upphafi árs. Þrátt fyrir að bíla- sala hafi dregist saman á síð- asta ári jókst sala á ákveðnum bílum mikið í byrjun þessa árs. Fjöldi nýskráðra Land Rover- jeppa var til dæmis aðeins 6 í janúar á síðasta ári en í þessum mánuði hafa selst 36 Land Ro- ver-bifreiðar eða rúmlega ein á dag. Sala nýrra bíla eykst í byrjun árs Meira sala í janúar Ert þú leið(ur) á að skipta um perur? DÍÓÐULJÓSIN FRÁ OKKUR ERU: Ljósin frá okkue geta lýst leið þína lengi lengi ... Klettagarðar 11, 104 Reykjavík TRUCK - LITE Ljósasamlokurnar frá okkur eru: ÓBRJÓTANDI HÖGGÞOLNAR ENDAST OG ENDAST ORKUSPARANDI ÓBRJÓTANDI 10.000 KLST. ÁBYRGÐ PASSA FYRIR ALLAR GERÐIR VÖRU- OG FLUTNINGABÍLA Næsta námskeið hefst 8. febrúar

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.