24 stundir - 05.02.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 05.02.2008, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Fiat 500 verður kynntur til leiks um mánaðamót febrúar/mars. Við erum ekki búnir að verðleggja bif- reiðina, en verðið verður í takti við verð annarra smábíla hér á landi, við eigum eftir að fá frekari upp- lýsingar frá tengilið okkar í Dan- mörku. Hátt verð stafar af háum innflutningsgjöldum,“ segir Guð- mundur Ingvarsson hjá Bílaum- boðinu Sögu sem flytur inn Fiat- bifreiðar. Bjarni Þórarinn Sigurðsson, sölustjóri Renault-fólksbifreiða hjá BogL á Íslandi, segir umboðið ekki hafa pantað Renault Twingo Ext- reme-bifreiðar. „Bílarnir eru skemmtilegir,“ segir Bjarni. „Hins vegar eru þeir þriggja dyra og þeir eru ekki vinsælir á Íslandi. Ef áhugi reynist vera fyrir bifreiðinni end- urmetum við stöðuna.“ Verðstríð geisar í Evrópu milli Fiat 500 og Renault Twingo Extreme Verðstríðið nær ekki hingað til lands ➤ Á hefðbundna fjölskyldu-bifreið leggst 30 prósenta vörugjald (tollur), 24,5 pró- senta virðisaukaskattur, úr- vinnslugjald og flutnings- kostnaður. ➤ Vörugjald leggst ofan á kaup-verð ásamt flutningskostnaði, en síðan bætist við úrvinnslu- gjald og að lokum leggst virðisaukaskatturinn ofan á þetta allt saman. ➤ Ef bifreiðin kostar um milljónkrónur (sbr Fiat 500 á Bret- landsmarkaði) þá er samtala þeirra gjalda er leggjast ofan á kaupverðið um 800.000 krónur án þess að tekið sé til- lit til skráningargjalda. VIÐ KAUPUM ÞÁ SAMT! Í Bretlandi geisar verð- stríð. Þrátt fyrir vinsældir bílsins Fiat 500 lækkar verð hans jafnt og þétt í samkeppni við annan smábíl, Renault Twingo Extreme. Fiat 500 selst á 980 þúsund íslenskar krónur og Renault á 940 þúsund. Bílaumboðið Saga fær Fi- at 500 til landsins um mánaðamótin febrúar/ mars og segir Guð- mundur Ingvarsson hjá umboðinu að verð bílsins verði í takt við verð ann- arra smábíla hér á landi sem er á bilinu 1.400.000- 1.700.000. 10 litlir Fiat 500 Árið er 1957 og mynd- in er tekin á Fiat-ralli! Stoltur Fiat 500-eigandi! Ómar Ragnarsson í Fiat 500-bifreið sinni. 50 árum seinna Hinn lipri og smágerði Fiat 500 kominn í nútímabúning. Bíllinn hefur hlotið lof bílaáhugamanna, þar á meðal félaganna og sérvitringanna úr Top Gear-þáttunum. Skemmtilegur, sportlegur og ódýr (annars staðar en hér á landi) Renault Twingo Extreme Samkvæmt Umferðarstofu voru 1.315 nýir fólksbílar ný- skráðir í þessum fyrsta mánuði ársins frá 1. janúar til 30. janúar, en það er meira en á sama tíma í fyrra. Þá voru nýskráðir fólks- bílar 968 talsins. Um er að ræða rúma 27 prósenta aukningu á þessum mánuðum. Mest selt af Toyota Flestir hinna nýskráðu bíla eru af gerðinni Toyota en þeir voru 447 talsins eða tæplega 34 pró- sent nýskráðra bíla. Einnig seld- ist töluvert af Honda, Nissan, Subaru og Skoda eða á um átt- unda tug af hverjum. Nýskrán- ingar notaðra bíla voru hins veg- ar aðeins 284 í janúar á þessu ári. Af þeim voru 69 Mercedes Benz-bifreiðar, 33 Ford-bifreiðar og 22 Land Rover-jeppar. Mest selt í júlí í fyrra Fjöldi nýskráðra fólksbifreiða á síðasta ári var 15.092 en það er samdráttur frá árinu áður, en þá voru nýskráðar fólks- bifreiðar 17.127. Nýskráningar notaðra bíla á árinu 2006 voru 2.284. Mest var sala nýskráðra bíla í júní í fyrra en þá seldust 2.693 ökutæki en minnst var selt í upphafi árs. Þrátt fyrir að bíla- sala hafi dregist saman á síð- asta ári jókst sala á ákveðnum bílum mikið í byrjun þessa árs. Fjöldi nýskráðra Land Rover- jeppa var til dæmis aðeins 6 í janúar á síðasta ári en í þessum mánuði hafa selst 36 Land Ro- ver-bifreiðar eða rúmlega ein á dag. Sala nýrra bíla eykst í byrjun árs Meira sala í janúar Ert þú leið(ur) á að skipta um perur? DÍÓÐULJÓSIN FRÁ OKKUR ERU: Ljósin frá okkue geta lýst leið þína lengi lengi ... Klettagarðar 11, 104 Reykjavík TRUCK - LITE Ljósasamlokurnar frá okkur eru: ÓBRJÓTANDI HÖGGÞOLNAR ENDAST OG ENDAST ORKUSPARANDI ÓBRJÓTANDI 10.000 KLST. ÁBYRGÐ PASSA FYRIR ALLAR GERÐIR VÖRU- OG FLUTNINGABÍLA Næsta námskeið hefst 8. febrúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.