24 stundir - 05.02.2008, Side 15

24 stundir - 05.02.2008, Side 15
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 15 Maður helgarinnar var ánnokkurs vafa BjörnBjarna- son dóms- málaráðherra. Hann fór í sjón- varpsviðtal, sem er ekki í frásögur fær- andi eitt og sér. Að minnsta kosti virðist þjóðin ekki taka við sér þótt Bjarni Harð- arson, Andrés Magnússon eða Reynir Traustason mæti end- urtekið í Silfur Egils. En Björn Bjarnason er enginn með- almaður. Hann talar sárasjaldan við fjölmiðla og lítur ekki á þá sem nauðsynlegan millilið milli sín og þjóðarinnar. Í Silfri Egils um helgina lá vel á Birni, hann svaraði greiðlega og uppskar að- dáun bloggara sem ýmist kalla hann drottningu eða dýrmætasta ráðherra Íslands. Blíða Björns í garð Rík-isútvarpsins entist ekkidaginn. Þótt viðtökurnar á RÚV hefðu líklega dugað meðalráðherra til kynningar lengi. Fréttatímar bæði útvarps og sjón- varps voru meira eða minna helg- aðir ráðherranum sem segir: „Ég sé að fréttastofa hljóðvarps rík- isins er tekin til við að snúa út úr orðum mínum. Aldrei hefur vak- að fyrir mér, að lögfesta neina skyldu fyrir björgunarsveitir til að breytast í varalið … Þessi út- úrsnúninga-árátta fréttamanna veldur áhugaleysi mínu á að ræða við þá.“ Enn skorar ráðherrann, því bloggarar rökræða nú í gríð og erg hvor hafi á réttu að standa hann eða RÚV. VaraformaðurFramsókn-arflokksins telur að vandræða- gangur innan Sjálf- stæðisflokksins sé farinn að skaða hagsmuni Íslands. Valgerður Sverrisdóttir vitnar í Staksteina og fréttir í Mogga, sem hún telur einstakt fyrirbæri í heiminum. Endalaust evrugaspur Samfylkingar sé óþægilegt fyrir sjálfstæðismenn. Hinn almenni borgari getur tekið undir áhyggj- ur af vandræðagangi í stjórn- málum. Hvort forysta Fram- sóknar er trúverðugur dómari um vandræðagang þessa dagana er önnur Ella. beva@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ náði til 24 þjóða um magn trans- fitusýra í völdum matvörum, skip- aði Ísland sér á bekk með Austur- Evrópuþjóðum og USA. Í þeim vörum er magn þeirra á Íslandi 35 g í hverjum 100 g fitunnar. Í USA er það 36 g í sömu völdu vöru- flokkum, 16 g í Noregi, 14 g í Sví- þjóð, 10 g í Finnlandi og 0,4 g í Danmörku (var 30 g árið 2001). Við eigum því Norðurlandametið í hlutfalli transfitusýra í mat. Danski læknirinn og helsti sérfræðingur heims í transfitusýrum, Steen Sten- der, sagði á fundi velferðarnefndar Norðurlandaráðs 30. janúar sl. að hlutfall Íslands sé hátt m.a. vegna þess að við flytjum inn talsvert magn matvæla frá USA. Danir innbyrða lítið af transfitu- sýrum því árið 2003 settu þeir regl- ur um að matvara megi ekki inni- halda meira en 2 g af transfitu- sýrum í hverjum 100 g fitunnar. Þessar reglur ná þó ekki til trans- fitusýra sem eru í vörunni frá nátt- úrunnar hendi. Evrópusambandið gerði athugasemd við þetta fyrir- komulag á þeim forsendum að það væri viðskiptahindrun. Fallið var frá málaferlum á hendur Dönum því sýnt þótti að vísindalegar sann- anir væru fyrir skaðsemi transfitu- sýra. Danir eru fyrstir til að setja takmarkandi reglur um iðnaðar- framleiddar transfitusýrur í mat- vælum og gilda þær einnig um inn- flutt matvæli. USA merkir matvæli með hlut- falli transfitusýra á umbúðum. Neytendur velja svo hvort þeir neyta vörunnar eða ekki. Slík leið er þung í framkvæmd og krefst þess að almenningur þekki áhættu- mörk og reikni samanlagðan hlut transfitusýra í máltíðum sínum. Aðferðin er því ekki líkleg til árang- urs. Vinn ég nú tillögu um að við Íslendingar förum dönsku leiðina til að vernda neytendur þessa lands. Meðan ekki er búið að takmarka hlutfall transfitusýra í mat hér á landi er þó hægt að verjast. Neyt- endur geta rýnt í merkingar á mat- vörum. Matur sem inniheldur transfitusýrur er oftast merktur á ensku sem „partially hydrogenated oil“ og á dönsku „delvist hærdet ol- ie/fedt“. Neytendur geta einnig val- ið olíur og mjúka fitu í staðinn fyrir harða fitu og tekið lýsi. Ef okkur tekst að minnka neyslu transfitu- sýra hér er ávinningurinn mikill. Við kæmum í veg fyrir ótímabær dauðsföll fjölda Íslendinga. Höfundur er alþingismaður Transfitusýrur ógna heilsunni VIÐHORF aSiv Friðleifsdóttir. Í trans- fitusýrurann- sókn sem náði til 24 þjóða um magn trans- fitusýra í völdum matvörum, skip- aði Ísland sér á bekk með Austur-Evrópuþjóðum og USA. Transfitusýrur ógna heilsu okk- ar. Þær myndast þegar olía er hert en hörð fita er notuð til að matvæli fái eftirsóknarverða eiginleika s.s. aukið geymsluþol. Transfitusýrur eru einkum í matvörum þar sem bökunarsmjörlíki eða djúpsteik- ingarfeiti sem inniheldur herta fitu, er notað við framleiðslu. Þær vörur sem mögulega innihalda transfitu- sýrur eru t.d. smjörlíki, steikingar- feiti, kökur, kex, franskar kartöflur, djúpsteiktur skyndibitamatur, ör- bylgjupopp, snakk og sælgæti. Þessar vörur eru vinsælar meðal barna og unglinga. Dæmi eru um að transfitusýrur geti verið allt að 60 prósent af heildarfitumagni í matvöru. Búið er að sanna vísindalega að neysla transfitusýra auki líkur á hjarta- og æðasjúkdómum mun meira en neysla á mettaðri fitu, sem þó er vel þekktur áhættuvaldur fyrir slíka sjúkdóma. Ef neytt er meira en 5 g af transfitusýrum á dag aukast líkurnar á slíkum sjúk- dómum um 25-30 prósent. Á Ís- landi er auðvelt að fá það magn í einni máltíð. Að auki eykur neysla transfitusýra hættu á offitu og syk- ursýki. Neysla transfitusýra hér hefur að vísu minnkað nokkuð hin seinni ár, m.a. vegna minni neyslu og breyttrar samsetningar smjör- líkis. Árið 1995 var hún 5,4 g á dag, en árið 2002 3,5 g Meðaltalshlut- fallið er samt of hátt og því ljóst að fjöldi Íslendinga innbyrðir allt of mikið magn transfitusýra. Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin mælir með að neyslan fari ekki yfir 2 g á dag. Í transfitusýrurannsókn sem Jeppadekk ALORKA • Vagnhöfða 6 • Sími 577 3080 Heilsársdekk 31" kr. 13.900 (31x10.50R15) 33" kr. 15.900 (33x12.50R15) Úrval annarra stærða upp í 38". Felgustærð 15", 16" og 17". Sendum frítt um land allt! Við mælum með míkróskurði P IPA R • S ÍA • 80165 Nánar á jeppadekk.is Leður sófasett Hornsófasett Sófasett með skemli Tungusófar Tungu hornsófar Stakir sófar Borðstofuborð og stólar Skenkar Sófaborð Eldhúsborð Rúmgaflar Leðursófasett áður 239,000 Nú 119,900 Hornsófar tau áður 198,000 Nú 103,000 Hornsófar leður áður 249,000 Nú 149,000 Erum í Dugguvogi 2. Sími 557-9510 HÚ SG AG NA - L AG ER SA LA HÚSGAGNALAGERSALA VERÐDÆMI Opnunartími mán-fös 9.00-18.00 lau 11.00-16.00 sun 13.00-17.00 ALLTAF EINHVAÐ NÝTT Hamraborg 7 Kópavogi Sími 544 4088 Opið - Mán–fös 11-18 /Lau 11-14 Frábæru mittisstykkin frá Vanity Fair komin aftur Öskudagur! Grímur í miklu úrvali www.IKEA.isOpið 10-20 virka daga │ Laugard. 10-18 │ Sunnud. 12-18 295,- KLAPPAR MASKERAD gríma og spöng ýmsar teg.           

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.