24 stundir - 05.02.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 05.02.2008, Blaðsíða 8
A T A R N A Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Eldunartæki, kælitæki, uppþvottavél og ljós í eldhúsið þitt. Sannarlega góð hugmynd! 8 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 24stundir Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, segir að mjög mikil óþreyja sé komin í sína félagsmenn. „Verkafólk hefur enga launahækkun fengið frá því í jan- úar á síðasta ári og við erum orðin afar þreytt á biðinni. Þolinmæði okkar er á þrotum og ég tel afar mikilvægt að samningar klárist í þessari viku, annars fara menn bara að huga að aðgerðum. Það er líka mín skoðun að annað hvort gangi hlutirnir saman eða sundur í þessari viku. Þessi seinagangur sem að ég vil kenna atvinnurekendum um er ekki boðlegur. Atvinnurek- endur græða milljónir um hver mánaðamót á meðan samningar dragast á langinn. Það má segja að það sé þeim í hag að samningar dragist á langinn en okkur í hag að klára þetta sem fyrst.“ Vildum verja kaupmáttt Aðalsteinn segir að það hafi ver- ið mikil vonbrigði hvernig stjórn- völd og Samtök atvinnulífsins brugðust við um og eftir áramót. „Verkalýðshreyfingin kom þá með ákveðnar tillögur sem miðuðu að því að reyna að draga úr þenslu í þjóðfélaginu og varðveita kaup- mátt. Við horfum fram á kólnun í efnahagslífinu og verðhækkanir sem þegar eru farnar að gera vart við sig. Við horfum til að mynda fram á mjög miklar hækkanir á innlendri landbúnaðarvöru vegna hækkana á aðföngum til bænda. Það mun vitanlega hafa áhrif á for- sendur kjarasamninga og ég held að það hefði nú verið full ástæða fyrir stjórnvöld að hlusta á okkur og koma inn í þessi mál strax.“ Þögnin er æpandi Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins, tekur í sama streng og Aðalsteinn. „Þögn ríkisvaldsins er æpandi. Það voru forkastanleg vinnubrögð sem ríkisstjórnin sýndi þegar þau höfn- uðu tillögum Alþýðusambandsins og mér finnst þau hafa sýnt algert ábyrgðarleysi. Ég held að stjórn- völd og Samtök atvinnulífsins séu farin að sjá eftir þeim skemmdar- verkum sem þau frömdu.“ HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Mikil óþreyja er orðin ríkjandi hjá verkalýðshreyfingunni Þögn ríkisvaldsins æpandi „Við lifum á nýrri öld þar sem fólk getur farið til útlanda að morgni og komið aftur að kvöldi,“ segir Ellert B. Schram sem ásamt Gunnari Svavarssyni og Katrínu Júl- íusdóttur í Samfylkingu lagði á Al- þingi í gær fram frumvarp til stjórnskipunarlaga þess efnis að ákvæði um ferðlög forseta falli út. Nú er það svo að þegar forsetinn er á ferðalögum erlendis fara forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar og forsætisráðherra með forsetavald og skipta með sér jafnvirði forseta- launa á meðan. Ellert sagði þó ekki að mikið lægi á, eðlilegt væri að þessi mál yrðu rædd í stjórnarskrárnefndinni. Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, fagnaði umræðunni en taldi þetta ekki brýnast. Hann sagði ríkjandi fyrirkomulag að sínu mati nokkuð snjallt þar sem það endurspeglaði á táknrænan hátt þrískipt- ingu ríkisvalds. Jón Magnússon velti upp spurningum um grundvall- arbreytingu á embættinu þar sem forseti væri jafnframt forsætisráð- herra eða forseti Alþingis. aak Forseti, líka á ferðalögum „Við sem köllum okkur femínista verðum vör við það og skynjum mjög sterkt þá kröfu að við þurf- um að koma fram með eitthvað nýtt, en þetta nýja má alls ekki vera gamalt, lummó eða róttækt,“ segir Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, Samfylkingu, en hún mælti fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi í gær, þess efnis að rík- isstjórninni verði falið að und- irbúa breytingar í þá átt að nafni ráðherra verði breytt þannig að bæði kyn geti borið titilinn. Steinunn Þóra Árnadóttir, Vinstri grænum, sagði að sér hugnuðust vel breytingar og tekið yrði upp orð sem hefði á sér ann- an blæ, lausan við drottnunar- og yfirburðatilburði. „Orð spretta úr samfélagi og þau móta sam- félagið,“ sagði hún. Höskuldur Þórhallsson, Fram- sóknarflokki, sagði brýnt að halda jafnréttisumræðunni á floti á Alþingi en „starfsheiti ráðherra er ekki í augnablikinu þarft inn- legg í jafnréttisbaráttuna, það eru stærri og brýnni verkefni sem þarf að ræða á undan“. Undir þetta tók Jón Magnússon, Frjáls- lyndum, sem sagði að það sem höfuðmáli skipti væru kjör lág- launakvenna. Steinunn Valdís sagði í andsvari að í jafnréttismálum útilokaði ekkert annað. aak Ráðherfa og laun láglaunakvenna RV U N IQ U E 02 08 02 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Hreinar hendur - örugg samskipti Á tilboðií febrúar 2008DAX Handspritt, krem og sápur DAX Sótthreinsiservíettur 20 stk. 393 kr. DAX Hand & húðkrem 600 ml með dælu 496 kr. DAX Handáburður 250 ml 259 kr. DAX Handspritt 60 5 ltr. 1.492 kr. DAX Handspritt 60 600 ml með dælu 296 kr. DAX Handspritt 70 600 ml með dælu 296 kr. DAX Handsápa mild 600 ml með dælu 198 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.