24 stundir - 05.02.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 05.02.2008, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 24stundir Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur Polo F í t o n / S Í A Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Þúsundir manna hafa yfirgefið N’Djamena, höfuðborg Tsjads, eft- ir tveggja daga harða bardaga á milli stjórnarhersins og uppreisn- armanna. Stjórnvöld segjast hafa stökkt uppreisnarmönnum á flótta, en uppreisnarmenn segjast hafa dregið sig í hlé til að gefa óbreyttum borgurum færi á að koma sér úr borginni. Idriss Deby komst í forsetastól í valdaráni fyrir sautján árum. Síðan hefur hann verið endurkjörinn í þrennum kosningum, þótt deilt hafi verið um lögmæti þeirra. Saka andstæðingar Debys hann um að leiða spillta stjórn og beita ofbeldi til að ná sínu fram. Uppreisnarmenn sameinast Tæp tvö ár eru síðan lá við að uppreisnarmenn veltu Deby úr sessi. Sú atlaga var verr skipulögð en þessi, þannig að stjórnarherinn náði yfirhöndinni stuttu eftir að uppreisnarmenn réðust inn í höf- uðborgina. Hópurinn sem nú herjaði á höfuðborgina samanstendur af þremur hópum uppreisnar- manna, sem sameinuðust fyrir stuttu gegn Deby. Mynduðu þeir 2.000 manna lið sem stjórnarher- inn hefur átt fullt í fangi með. Náðu þeir að ferðast nokkuð óá- reittir um 1.000 kílómetra leið frá Tekist á um Tsjad  Stjórn Súdans sökuð um að styðja uppreisnarmenn  Tvísýnt með friðargæslu ESB ➤ 400.000 manns hafast við íausturhluta Tsjads. Flestir þeirra hafa flúið blóðug átök handan landamæranna í Darfúrhéraði. ➤ Til stóð að Evrópusambandiðmyndi senda 3.500 manna lið í febrúarbyrjun. MANNÚÐARMÁLÁTÖKIN Í TSJAD Tsjad N’Djamena Súdan Líbía Níger Nígería Mið-Afríkulýðveldið Kamerún Uppreisnarbíll Brunnið bílflak á götum N’Djamena Áfrýjunarréttur hefur úrskurðað að læknirinn Sneha Anne Philip hafi látist þegar tvíburaturnarnir féllu 11. september 2001. Philip sást síðast á lífi 10. september, þegar hún var á leið á heimili sitt í nágrenni tvíburaturnanna. Bæt- ist nafn hennar á opinberan lista yfir fallna, hið 2.751. í röðinni. aij Bætt á lista fórnarlamba Pólland og Bandaríkin hafa náð samkomulagi um eldflaugavarna- kerfi sem hinir síðarnefndu vilja koma sér upp innan landamæra Póllands. Sagði Radek Sikorski, utanrík- isráðherra Póllands, enn eftir að ljúka samningaviðræðum á milli landanna, en Bandaríkin hefðu komið til móts við öryggis- áhyggjur Pólverja. aij Pólland Forval bandarísku forsetakosn- inganna fer fram í 24 fylkjum Bandaríkjanna í dag. Benda skoð- anakannanir til þess að John McCain hafi þægilegt forskot á Mitt Romney hjá kjósendum repúblikana. Sáralitlu munar á demókrötunum Hillary Clinton og Barack Obama. aij Kosið í 24 fylkjum Bandaríkjanna Jörð skalf á mörkum Rúanda ogAustur-Kongó á sunnudag. Minnst 38 manns týndu lífi og hundruð slösuðust alvarlega. Á meðal fall- inna eru 10 sem létust þegar kirkja hrundi. Meginjarðskjálftarnir tveir mæld- ust 5 og 6 stig á Richterkvarða. Áttu þeir upptök sín í vesturhluta Sigdalsins mikla, gríðarstórs mis- gengis á plötuskilum í Afríku. aij Sigdalurinn mikli Stórskjálftar Umboðsmaður jafnréttismála í Noregi segir að reglur um fæðing- arorlof mismuni feðrum þar í landi. Hefur Nettavisen eftir Inge- borg Grimsmo að ekki standist jafnréttislög að réttur nýbakaðs föður á fæðingaorlofi fari eftir því hversu mikið móðirin hafi þénað í aðdraganda fæðingarinnar. „Við höfum lengi bent á að hér sé pottur brotinn og að málum mætti koma í betra horf. Við vilj- um að hlutdeild feðra í orlofinu verði alveg óháð tekjum og at- vinnustöðu móður. Umboðsmað- ur jafnréttismála styður jafnframt að fæðingarorlofið sé þrískipt, eins og á Íslandi,“ segir Grimsmo. Manuela Ramin-Osmundsen, ráðherra barna- og jafnréttismála, tekur undir með að í þessu atriði sé staða karla verri en kvenna. Segir hún endurskoðun laga um fæðing- arorlof munu taka mið af því. aij Fæðingarorlof í Noregi Nýbökuðum feðr- um mismunað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.