24 stundir - 05.02.2008, Page 30

24 stundir - 05.02.2008, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 24stundir Eftir Hildu H. Cortez hilda@24stundir.is „Það er oft miðað við að um 15 prósent afföll séu af verði nýrra bíla fyrstu fjögur árin að meðaltali,“ segir Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB. „Það fer þó auð- vitað líka eftir tegund bíls og eft- irspurn á markaði. Vinsælir bílar halda betur verðgildi sínu, en af- föllin hér á landi eru svipuð því sem gengur og gerist erlendis.“ Ýmsar ástæður eru fyrir því að bílar lækka svo mikið í verði á milli ára. „Þetta er ekkert ósvipað því sem gerist með aðrar vörur. Það verða alltaf ákveðin afföll. Varðandi bíla þá kemur þetta líka til af því að það eru ákveðnir slitfletir í þeim, þannig að eftir ákveðinn tíma kem- ur að nauðsynlegu viðhaldi sem kostar peninga og svo er heldur ekki alveg vitað hvernig notkunin á bílnum hefur verið áður. Þess vegna er líka alltaf ráðlegt að fá fagmann til þess að gera ástandsskoðun þeg- ar verið er að kaupa notaðan bíl því það er ekkert endilega á færi leik- manna að sjá ef eitthvað er ekki í lagi. Öll forvinna hjálpar og ef eitt- hvað kemur upp á, þá ertu með ákveðin gögn í höndunum. Ef því er haldið fram að búið sé að gera eitthvað við bílinn þá á kaupandinn að biðja um öll gögn varðandi það mál. Komi eitthvað upp varðandi þessa þætti þá er miklu auðveldara að ganga að fyrri eiganda.“ Árvakur/G. Rúnar Alltaf ákveðin afföll af verði nýrra bíla fyrstu árin Notaðir bílar ekki nægilega ódýrir ➤ Í kringum 15 prósenta afföllverða að meðaltali af verði nýrra bíla fyrstu fjögur árin. ➤ Afföll af bílum eru svipuðhérlendis og erlendis. ➤ Eðlilegt er að bílar lækki íverði á milli ára þar sem nauðsynlegt viðhald eykst með ári hverju. ➤ Aukið framboð notaðra bílahelst í hendur við mikla ný- bílasölu. NOTAÐIR BÍLARMikil afföll eru af verði nýrra bíla hérlendis. Of- framboð er á notuðum bílum en verð þeirra virð- ist ekki vera nægilega lágt til þess að Íslendingar séu tilbúnir til þess að kaupa þá. Vinsælir bílar halda frekar verðgildi sínu. Notaðir bílar Mikil afföll verða af verði nýrra bíla fyrstu árin. Mögur ár inn á milli Um 6000 til 7000 notaðir bílar standa við bílaumboðin í landinu er fram kom í fréttum Rík- isútvarpsins í desember síðast- liðnum. „Það er ekki sama eft- irspurnin eftir notuðum bílum og var áður. Inn á markaðinn hefur líka komið mikið af notuðum bíl- um vegna mikillar nýbílasölu,“ seg- ir Runólfur. „Þetta má meðal ann- ars rekja til neysluaukningar og þess að sum heimili fara að reka fleiri bíla en áður. Þegar dregur svo úr góðærinu og fólk sér að það eru ekki sömu möguleikar varðandi innkomu þá fer fólk að skera niður og vill losa sig við bílana. Þegar neyslusaga þjóðarinnar er skoðuð í sambandi við bifreiðakaup þá má sjá að það koma stór bílaár af og til eins og gerst hefur undanfarin ár og svo detta inn mögur ár og mark- aðurinn leitar í ákveðið jafnvægi. Svo er þetta líka alltaf spurning um verð. Þrátt fyrir mikil afföll þá virðist verð á notuðum bílum ennþá vera of hátt til þess að hinn almenni viðskiptavinur sé tilbúinn til þess að kaupa sér notaðan bíl. Ef betra verð byðist væru menn kannski frekar tilbúnir til þess og eftirspurnin myndi aukast.“ Smiðjuveg 30, Rauð gata, 200 Kóp. S. 577 6400

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.