24 stundir - 15.03.2008, Page 6

24 stundir - 15.03.2008, Page 6
6 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 24stundir Ríkisstjóri Veracruz-ríkis í Mexíkó, Fidel Herrera, hefur lýst yfir áhuga á að koma með sendi- nefnd til Íslands á næstu mánuð- um til að kynna sér heildarskipulag sjávarútvegs og virkjun hreinna orkugjafa, að því er segir í frétta- tilkynningu frá forsetaembættinu. Í heimsókn forsetans til Mexíkó, sem nú er lokið, voru undirritaðir samningar milli Háskólans í Reykjavík og háskóla í Mexíkó sem og milli íslensku orkuskólanna við þarlenda háskóla. Með nýja samn- ingnum tengist Háskólinn í Reykjavík við net 117 háskóla í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Forseti Íslands flutti einn- ig ávarp á kynningarsamkomu sem Latibær efndi til í tilefni samnings við Wal-Mart í Mexíkó. ibs Heimsókn forsetans til Mexíkó lokið Samningar við háskóla og Latabæ Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, segist sannfærður um að sú uppboðsleið sem nú er farin til að úthluta tollkvótum sé sú eina rétta. „Þetta er takmarkað magn og ég er alveg grjótharður á því að þetta er besta leiðin. Það hefur margoft ver- ið farið yfir þetta, bæði hér í ráðu- neytinu og í efnahags- og við- skiptanefnd Alþingis. Það hefur verið látið á það reyna hversu mik- ill áhugi sé fyrir þessum innflutn- ingi með almennri auglýsingu. Þegar í ljós kom að áhuginn á inn- flutningnum var meiri en þær heimildir sem við sömdum um við ESB þá voru skoðaðir kostir til að útdeila þeim. Sú tillaga sem Sam- tök verslunar og þjónustu hafa nefnt, að draga þetta upp úr ein- hverjum hatti eins og töframaður er að mínu mati algjörlega út í loft- ið. Það væri svo tilviljunarkennt að það væri eins og að spila í ein- hverju lottói. Ég tel ekki líkur til þess að hún myndi skila þeim ár- angri að lækka kostnað við þennan innflutning.“ Einar segir að þau tvö útboð sem hafi verið farið í síðan samning- urinn tók gildi hafi sannað það að fyrirkomulagið hafi reynst vel. „Út- boðið sem var farið í núna síðast lækkaði vöruverð alveg örugglega.“ Tvöfaldir hagsmunir Einar segir að viðræður við ESB um endurskoðun á tollamálum séu í gangi. „Niðurstaða þeirra við- ræðna er ekki fundin en við stefnum að frekari tollalækkunum. Það má samt alls ekki gleyma því að Íslendingar eiga líka þeirra hags- muna að gæta í þessu samkomulagi að við erum að opna á útflutning íslenskra landbúnaðarafurða til Evrópu og það gæti orðið íslensk- um bændum mikils virði.“ freyr@24stundir.is Einar Kristinn segir uppboð á tollkvótum lækka vöruverð Uppboðsleiðin sú eina rétta Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is 09.30 Ég mætti í safnaðar-heimilið ásamt tveimur öðrum kvenfélagskonum og við byrjuðum á því að fara yfir kyrtlana og raða þeim upp eftir númerum. Fermingarbörnin byrj- uðu fljótt að streyma inn og þá kom það í okkar hlut að hjálpa þeim að klæða sig í kyrtla í réttri stærð. 10.30 Börnin voru öllkomin í kyrtlana og búin að undirbúa sig með prest- inum og athöfnin hófst. Á meðan fórum við og tókum fram bik- arana sem notaðir eru í altaris- göngunni og bárum þá fram. Þetta var fjölmenn athöfn með 29 fermingarbörnum, og voru bik- ararnir um 100 talsins. 11.50 Athöfninni var lok-ið og við settumst niður í safnaðarheimilinu og fengum okkur brauð og súpu, sem konan í eldhúsinu hafði mat- reitt, ásamt kórfólki og starfs- mönnum kirkjunnar. Í kjölfarið sóttum við bikarana aftur og þvoðum þá fyrir næstu athöfn. 12.30 Næsti hópur affermingarbörnum fór að tínast inn og sama rútínan fór aftur í gang. Við hjálpuðum þeim í kyrtlana og þegar athöfnin var hafin tókum við fram bikar- ana. Báðir hóparnir voru afskap- lega prúðir og elskulegir þó svo að sumir hafi auðvitað verið dálítið stressaðir á þessum stóra degi. 15.15 Við höfðum kláraðokkar verkefni og ég hélt heim á leið. Eftir að at- höfninni lauk tók við erill þegar börnin voru að skila kyrtlunum, en sum eru gjarnan of fljót á sér og eru búin að skila kyrtlinum af sér áður en foreldrarnir ná að smella af þeim myndum eftir at- höfnina. Þegar svo ber undir hjálpum við þeim auðvitað aftur að finna rétta kyrtilinn. 19.15 Ég fór í mat til dótt-ur minnar, en dótt- ir hennar fermist fljótlega eftir páska og ég hjálpaði henni aðeins með kjólinn sinn. Ég var því í fermingarstússi allan þennan dag. Hjálpað með kyrtla og kjóla 24stundir í fermingarundirbúningi með Laufeyju Kristjáns- dóttur, formanni Kvenfélags Bústaðasóknar ➤ Tilgangur félagsins er meðalannars að efla kristilegt safn- aðarlíf og vinna að mann- úðarmálum. ➤ Fagnar 55 ára starfsafmælisínu næstkomandi mánudag. ➤ Býður kirkjugestum upp ákaffi og meðlæti eftir messu á páskadag. KVENFÉLAGIÐKonurnar í Kvenfélagi Bú- staðasóknar hafa mik- ilvægu hlutverki að gegna í tengslum við fermingar í kirkjunni. Þær útvega börnunum fermingarkyrtlana og bera fram skínandi hreina bikara við alt- arisgönguna. Laufey Kristjánsdóttir er formað- ur félagsins en í kirkjunni fermdust fjölmörg börn um síðustu helgi og álíka mörg verða fermd á morgun, pálmasunnu- dag. 24stundir/Ómar Fermingarbörnin eru prúð og góð Laufey Kristjánsdóttir í Bú- staðakirkju. Í dag eru sérhannaðar matvörur seldar á markaði sem fengið hefur nafnið „Stefnumót bænda og hönnuða.“ Markaðurinn er afrakstur samstarfsverkefnis vöru- hönnunardeildar Listahá- skóla Íslands og íslenskra bænda í heimavinnslu. Hönnunarnemar hafa unnið að því hörðum höndum síðustu sjö vikur að hanna nýjar íslenskar matvörur, í samvinnu við samstarfsbændur. Framleitt hefur verið tak- markað upplag af matvælunum og gefst almenningi nú tækifæri til að bragða á þessum einstöku afurðum. Stefnumótið er frumkvöðlastarf og á sér enga fyrirmynd erlendis en markmið þess er að styrkja sam- keppnisstöðu íslensks landbúnaðar. Markaðurinn er aðeins haldinn í dag og verður í Grandagarði 8, á milli klukkan tvö og fimm. þkþ Hönnuðir mæta bændum Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum • Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars) undir 1 þaki Allt fyrir ferminguna

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.